Færsluflokkur: Heimspeki

FYRIRGEFNING SYNDANNA??

FORGIVENESS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Alltof oft skrifar fólk og talar eins og fyrirgefning væri skylda manns.  En fyrirgefning er alls ekki sjálfsagður hlutur og kemur ekki samkvæmt kröfum og skipunum.  Maður fyrirgefur ef hann getur.  Og vill.   

Eða verð ég að fyrirgefa níðingi sem hefur kvalið og pínt son minn?  Verða foreldrar yfirleitt að fyrirgefa glæpamönnum sem hafa pínt barn þeirra eða kannski tekið líf þess?? 
 
Menn vísa oft í orð í bíblíu eins og þar væri skylda okkar fest í lög: >Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.
 
Persónulega finnst mér þetta hljóma eins og maður ætti þá bara að fyrirgefa svo guð í himnum fyrirgefi manni sjálfum.  Ekki væri nú mikil meining í þeirri sjálfselskulegu ´fyrirgefningu´.  Menn mega hafa sinn guð í friði, en orð þeirra guðs gilda ekki fyrir alla menn.
 
Hvað ætti maður að fyrirgefa níðingsskap oft?  Í hvert sinn sem sparkað er í mann og gerandinn segir endurtekið fyrirgefðu?  Í hvert sinn sem mann langar að brjóta gegn öðrum??  Liggur ekki viss spilling í kenningunni um að maður verði og ætti að fyrirgefa???

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband