STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR

 

 
Einu sinni þegar ég var stjórnarandstæðingur barðist ég harkalega fyrir lýðræði og gegn mannréttindabrotum.  Núna hef ég vinstra vald í alvöru vinstri stjórn og kæri mig kollóttan um grátköll og hróp almúgans.  Og þegar ég krefst þess fyrir Jóhönnu Sig. að lýðurinn sætti sig við þrælalög fyrir stórveldin í Evrópu sem Jóhanna vinnur fyrir, skal lýðurinn sætta sig við þrælalög.  Skítt með forsetann.  Skítt með lýðræðið.  Það er mikill munur að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. 
 
 

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur

Uppreisn, verði kröfur samþykktar, október, 08:

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/


 
 

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur

Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun, október, 08:

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi sett sem skilyrði að mál vegna Icesave reikninga Landsbankans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hollendinga.
Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé lagalega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/

 

 

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, stjórnarandstæðingur, janúar, 09:

Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.

Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628

 

Núna er grímulaus kúgun og hótanir gegn almúganum í lagi.  Það er mikill munur að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð færsla,

Elle. Hann hefur gott af því að horfa í þennan spegil sá gamli.

Maður leiðir hugann að Dr Jeckyll og Mr Hyde – eða Reykási !

Jón Valur Jensson, 15.1.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Elle_

Blessaður og sæll.  Gott að sjá þig þarna og takk fyrir það.  En hvað er málið, hvi eru ekki stjórnvöld fyrir löngu búin að hafna bara kúguninni???  Það getur ekkki verið svona erfitt að segja bara nei og aftur nei, við borgum ekki skuld sem við skuldum ekki og hafið þið e-ð að sækja munum við hittast í dómssal.  En nei, það er e-ð ljótt undirliggjandi ofan í læstu og innsigluðu skúffunum.

Elle_, 16.1.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Elle, það er oft þannig með vinstri menn, þeir verða manna verstir er þeir komast til valda.

Ég var fyrir rúmum tuttugu árum hjá útgerð, sem var stjórnað af þekktum vinstri manni í plássinu. Hann þótti manna harðastur í baráttunni við "útgerðarauðvaldið á staðnum er hann var óbreyttur sjómaður. Er hann hóf útgerð og efnaðist, var hann ósveigjanlegur og harður við sína áhöfn, hann er eini vinnuveitandinn sem mér fannst beita ósanngirni. Ég staldraði stutt við hjá honum af þeim sökum.

En ávallt var hann mikill Alþýðubandalagsmaður.

Þetta er reynsla mín af vinstri mönnum, þeir hafa enga almennilega hugsjón.

Jón Ríkharðsson, 16.1.2010 kl. 00:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég er búin að velta þessum sinnaskyptum hans mikið  fyrir mér,eiginlega hætt því núna.Kanski ritar hann ævisögu sína einhverntíma.  

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2010 kl. 01:17

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Frábær samantekt.  Maðurinn er alger umskiptingur.

Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2010 kl. 01:58

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Axel Jóhann!

(Hvernig er hægt að hitta naglann betur á höfuðið?)

Og horfið bara á myndböndin með fréttunum, a.m.k. nr. 2 ! (Líkir Bretaláni við fjárkúgun).

Jón Valur Jensson, 16.1.2010 kl. 02:50

7 Smámynd: Elle_

Blessuð öll og takk fyrir.  Jón R., já, sumir kunna bara alls ekki að fara með völd og fara óskiljanlega að vera hrokafullir og vondir við fólk.  Samt veit ég ekki hvort vinstri er nokkuð tengt þessu, Ögmundur er enn jafn mannlegur.    Helga, ég hef líka velt þessu mikið fyrir mér og miðað við skrif fólks skilur enginn sinnaskiptin í manninum, það er hulin ráðgáta sem hann einn getur skýrt.  Og mig dauðlangar að vita.  Axel, já, maðurinn hefur gersamlega snúist á hvolf og hvaða nafni sem það nú kallast. :)  Og Jón, já, það var akkúrat það sem ég vildi að sæist, það að Steingrímur kallaði Icesave akkúrat fjárkúgun og ógildanlega nauðung ef það færi í gegn, þegar hann var stjórnarandstæðingur.  Og núna pínir hann fjárkúguninni sjálfur í gegn.  Og ég var hissa þegar ég gáði inn í síðuna þína í nótt. -_-

Elle_, 16.1.2010 kl. 17:07

8 Smámynd: Elle_

STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR:

Og er þá allur málflutningurinn eftir, herra forseti, sem fram mundi fara í tengslum við eða í aðdraganda kosningarinnar. Þá gæfist auðvitað tækifæri til að rökræða þetta mál, upplýsa um það og hafa það til umfjöllunar á tugum og hundruðum framboðsfunda um allt land. Fólk gæti þar af leiðandi aflað sér frekari upplýsinga, spurt menn út úr, rökrætt málið og myndað sér heilsteypta skoðun á því. Treystum við ekki þjóðinni? Ekki getur það verið vandinn að nokkrum manni í þessum sál, þingræðissinna, detti í hug að þjóðin sé ekki fullfær um að meta þetta mál sjálf og kjósa um það samhliða því að hún kýs sér þingmenn. Stundum heyrist að vísu einstaka hjáróma rödd um að sum mál séu svo flókin að þau henti ekki í þjóðaratkvæði. Það er einhver allra ömurlegasti málflutningur sem ég heyri. Menn geta alveg eins haft ónefnd orð um gáfnafar þjóðarinnar, og það ætla ég a.m.k. ekki að gera. Það er ekkert í þessu máli sem er þannig vaxið að það sé ekki auðvelt að upplýsa um það og kynna það. Við höfum mikil gögn:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/17/ekki_of_flokid_arid_2003/

http://www.althingi.is/altext/128/b03/b041345.sgml
 

Elle_, 17.1.2010 kl. 21:15

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Var loksins að lesa bloggið hjá þér eftir smá fjarveru.

En þessir pistlar þínir, sérstaklega sá hér á undan um þrælarökin, þeir eru það sterkir, að ég varð að stofna sér folder um þá, merktan Elle.  Hingað til hef ég aðeins séð ástæðu til að gera það vegna þeirra Stefáns og Lárusar.  

En hafðu mikla þökk fyrir þessa vinnu og alla þann il sem lestur þeirra færir manni.  

"We are not alone" fær nýja merkingu í vitund minni í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2010 kl. 10:24

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott að fá þig aftur í umræðuna, Ómar!

Þetta innlegg Elle kl. 21.15 í fyrrakvöld afhjúpar Steingrím í sambandi við afstöðuna til þjóðaratkvæðagreiðslu, en hann hefur talað um það í Svíþjóð, að það sé ÓVENJULEGT, að SVO FLÓKIN mál séu lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Greinilega var hann að mæla gegn eðlileika þess að fara með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda hefur hann viljað komast hjá henni – enda mótast öll hans pólitík nú um stundir af óttanum!

En eins og Pétur Gunnlaugsson, lögfræðingur og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu, benti á: inngangan í Evrópubandalagið er ennþá flóknara mál, og ætlar Steingrímur þá að treysta þjóð sinni til að greiða atkvæði um það mál?!

Fer það kannski svo, að milljónahundruðum eða -þúsundum verði eytt úr sjóðum stórveldisins í að blekkja og narra þjóðina til fylgis við innlimun landsins og að síðan – ef í ljós kemur, að naumur meirihluti sagði NEI – segi Steingrímur með Jóhönnu, að þetta hafi verið svo flókið mál, að þjóðin hafi ekki ráðið við það? Sjálf höfnuðu þau því, að það yrði bindandi niðurstaða, ef málið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Svo ætlast sumir til, að við treystum þessu svikula tvíeyki !

Jón Valur Jensson, 19.1.2010 kl. 15:12

11 Smámynd: Elle_

Nei, blessaðir og gott að sjá ykkur.  Vissi fyrst ekki að þið væruð þarna faldir í gömlum pistli. 

Þrælarökin, Ómar? Smilie  Nei, við erum sannarlega ekki ein og það eru bara blekkingar/rangfærslur Evrópu-stjórnarinnar við Lækjargötu .  Og takk fyrir að geyma gögnin, Ómar, svo ef Castro-stjórnin leggur hald á öll gögnin min, veit ég hvar þau eru að finna. 

Og Jón, ég óttast að við munum akkúrat ekki hafa neitt um það að segja hvort okkur verði komið inn í Evrópuríkið.  Og eins og þú lýsir að ofan.  Með stjórn sem ekki virðir lýðræðið og hefur svikið allt og tekið af okkur bindandi þjóðaratkvæði, getum við ekki búist við neinu öðru.  Það mun ekkert vera hlustað á okkar vilja frekar en í Icesave.  Og að ógleymdum ölum dýra áróðrinum sem mun koma.

En athugið að ég mun bæta stöðugt linkum inn í pistilinn: RÖKIN GEGN ÞRÆLALÖGUNUM og líka í pistlana hans Lofts um EEA Directive 19/95 EC.  Og ef þið hafið linka sem passa þar, megið þið láta mig vita.

Elle_, 19.1.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.