AÐ SNÚA MÖNNUM Á HVOLF - 1. KAFLI

AÐ SNÚA MÖNNUM Á HVOLF

 

 Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í kvöld.<br /><em>mbl.is/Heiddi</em>

 

Hvaða ógnarvald getur nokkur maður eða kona haft yfir Steingrími Jóhanni Sigfússyni, þeim harðfylgna og rökfasta manni?  Hvaða vald dugði til að snúa honum gjörsamlega á hvolf???  Hvernig gat einn aumur flokkur, með 29% fylgi og enga sjáanlega mannlega hugsjón, snúið honum þvert gegn hans fyrri vilja í öllum stærstu málunum?  


NOKKRAR ÁHERSLUR VG, SEM SAMÞYKKTAR VORU Á LANDSFUNDI Í MARS, 09:

Stöndum vörð um hagsmuni Íslands í Icesave-málinu og lágmörkum skuldir þjóðarinnar af þeim sökum með öllum tiltækum ráðum:

http://www.vg.is/stefna/malefni

 


ENDURTEKNINGAR:

STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, STJÓRNAR-ANDSTÆÐINGUR:

OKTÓBER, 08:

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/



OKTÓBER, 08:

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segist hafa heyrt þann orðróm að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi sett sem skilyrði að mál vegna Icesave reikninga Landsbankans yrðu gerð upp að fullu við Breta og Hollendinga.
Steingrímur segir að ef það sé rétt að þetta tvennt hangi saman sé það hrein fjárkúgun. Ekki liggi fyrir að okkur sé lagalega skylt að gera það og þetta bendi til þess að verstu martraðir séu að rætast varðandi aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/likir_bretalani_vid_fjarkugun/


JANÚAR, 09:

Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.


Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628


Hvað kom fyrir hann Steingrím???   EKKI ÞÓ ÞETTA?:

Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt.  Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins:

http://www.visir.is/article/20090930/FRETTIR01/990584744/1031

 

http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20090930&Category=FRETTIR01&ArtNo=990584744&Ref=AR&Profile=1031&NoBorder

 

Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni haft svona mikið vald yfir manni, -þó ég sé nú dugleg.


 

ÉG ER AÐ ENDURTAKA ÝMISTLEGT ÚR FYRRI PISTLI MÍNUM: STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR, EN ÞAÐ SAKAR VÍST EKKI.  VIL LÍKA BENDA Á EFTIRFARANDI PISTLA:

 
 
 
 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eins og listamaður sem setur gullkornin sín á einn stóran safndisk.   Hafðu þökk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Elle_

Helga, sæl, fyrirgefðu að ég lét þig standa þarna eina úti svona lengi, -eða þannig. -_-  Þakka þér fyrir hlý orð. 

Elle_, 9.2.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Er nema von að þú spyrjir. Hvernig er hægt að kúvenda svona?

Einu sinni var sagt að Framsóknarflokkurinn væri galopinn í báða enda. En Framsókn á sér það til málsbóta að hafa aldrei teflt fram neinum afgerandi skoðunum. Þeir gátu á sama tíma sagt bæði nei og já án þess að festa sig í geirnegldum yfirlýsingum. 

Eins og þú sýnir hér frammá, þá hefur Steingrímur ekki verið sérlega spar á skoðanir sínar. Í hvert sinn sem hann og félagar hans (því hann á sér enn dygga fylgismenn) opna munninn, þá stendur strókurinn af skoðunum upp úr þeim. Og alltaf skulu þeir höndlað stórasannleika.

Þennan eiginleika að vera boðberi SANNLEIKANS tók hann í arf frá Félaga Svavari, sem tókst t.d. prýðilega að réttlæta niðurstöðu Icesave samningsins fyrir Hallgrími Thost. á Rás2 í dag.

Verst að nú trúir bara enginn lengur sannleika Steingríms Joð eða Svavars Gests.

Ragnhildur Kolka, 9.2.2010 kl. 20:34

4 Smámynd: Elle_

Vel lýst: Stendur strókurinn af skoðunum upp úr þeim.  Takk fyrir þetta, Ragnhildur Kolka.  Það er alltaf jafn eymdarlegt og hrollvekjandi að hlusta á fólk ætla að afsaka eða skýra Icesave-glæpinn.  Því miður get ég ekki kallað það neinu hvítara orði en glæp.

Elle_, 9.2.2010 kl. 21:11

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Elle.

Aldrei hefur mér fundist Steingrímur Joð rökfastur maður, en mælskur er hann. Hann heldur enn fast í ca. þrjú þúsund ára gamla aðferð hinna svokölluðu "Súfista" í Grikklandi hinu forna, en hún gekk út á það að finna rök fyrir öllum málum, hvort sem þau voru sönn eður ei.

Honum hefur lengi langað að vera ráðherra. Þegar hann loks fékk tækifæri, þá skiptir stóllinn meira máli en málefnin.

Hann var óskaplega blíðmáll við sjálfstæðismenn í aðdraganda kosninganna árið 2007, hann gerði sér vonir um ráðherrastól. Í dag þykist hann hafa séð þetta allt fyrir. En á landsfundi VG. árið 2007 vildi hann snarauka ríkisútgjöld og lofa öllum ókeypis þjónustu á flestum sviðum. Ögmundur lét þess getið, að best væri ef fjármálamennirnir færu úr landi, því þeir ullu svo miklum ójöfnuði í samfélaginu, ekki að þeir væru á leiðinni á höfuðið. Þá dró Steingrímur Joð úr orðum Ögmundar og sagði að hann vildi að sjálfsögðu ekki missa þessar mikilvægu mjólkurkýr úr landi.

Hafi Steingrímur vitað um skaðsemi þá sem sjálfstæðismenn ullu þjóðinni, hvers vegna vildi hann fara í stjórn með þeim árið 2007?

Það er nefnilega hægt að láta tunguna framleiða ógrynni orða, en hafa heilann í fríi á meðan. Svoleiðis menn virka ekki vel sem leiðtogar þjóða.

En þetta var mjög góð samantekt hjá þér og hollt að minna fólk á hringsnúning manns, sem þykist alltaf vera sjálfum sér samkvæmur.Það er einnig til ágæt lýsing á honum í sögu Margrétar Frímannsdóttur; "Stelpa frá Stokkseyri", þá var hann ekki sá mikli femínisti sem hann þykist vera um þessar mundir.

Jón Ríkharðsson, 10.2.2010 kl. 14:46

6 Smámynd: Elle_

Nú léstu mig hugsa stíft, Jón, -að vísu var mér orða vant fyrst.   Og þakka þér fyrir það.   Já, þannig liggur kannski í honum, blessuðum manninum og skýrir þá ýmislegt sem ég gat ekki með neinu móti skilið.  En ég er alltaf undirbúin undir að hafa vitlaust fyrir mér um hvað sem er, ef fólk kemur með rök af viti.  Og þú hefur nokkuð til þíns máls.  Það held ég nú. 

Elle_, 10.2.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.