NIÐURLÆGING ELLILÍFEYRISÞEGA

 NIÐURLÆGING HELDRI BORGARA

 

http://greenhousearts.biz/zencart/images/Old%20Man.jpg 

Er það ekki einkennandi fyrir ríkisstjórnina að níðast á almúganum, ellilífeyrisþegum og lífeyrisþegum öðrum?   Niðurskurðurinn er hafinn af fullum þunga gegn lífeyrisþegum fyrir löngu.  -Planta þarf sko veginn fyrir Icesave-þrældóminn fyrir ríkiskassa 2ja hótandi Evrópuvelda.  Fórna skal litla manninum og eldri manninum fyrir glæpinn.  Landsamband eldri borgara er nú farið að mótmæla harðlega niðurskurðinum og ósvífni ríkisstjórnarinnar.  Gamalt fólk, sem ætti að hafa frið í ellinni, þarf nú að standa í ströngum mótmælum í fjölmiðlum og á götum úti. 

 

http://www.mde-art.com/art-blog/wp-content/uploads/2007/11/pen-drawing-old-man.jpg

Nú hefur ríkisstjórnin stolið grundvallar-mannréttindum af eldri borgurum sem búa á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum.   Sjálfsforræðinu var rænt af þeim um hábjartan dag með óforskömmuðu valdi af heiladauðum embættum heimskra manna úti í bæ.  Embættismenn og pólitíkusar í Jóhönnu-stjórninni spurðu hvorki gamlan mann né prest hvað þeir vildu.  Nei, þeir bara tóku af þeim fjár-forræðið og fóru að skammta þeim vasapeninga.  Hvílík niðurlæging.  Hvílík ósvífni. 

http://i15.photobucket.com/albums/a358/BushAaron/oldmanjoe.jpg  

Gamla fólkið ætti að fá alla þjónustu sem það þarf til að geta búið í heimahúsum sem lengst.  Nú ætla heilalausu embættin og ríkisstjórnin kannski að fara líka að ráðskast með hvar i landinu og í hvaða bæjum gamla fólkið býr, ef það er svo ólánsamt að geta ekki lengur búið heima.  Kippa gömlum manni bara í burtu og flytja hann eins og frosinn fisk eða kartöflupoka í fjarlægt og óþekkt fjallaþorp eða krummaskuð.  Já, svo hann geti nú örugglega ekki fengið að njóta síðustu lífdaganna í nánd við fjölskyldu.   Nei, þeir eru víst ekki heldri borgarar fyrir þessari aumu stjórn.  Mannskemmandi ríkisstjórn. Skammarleg ríkisstjórn.   

 

 

MANNSKEMMANDI

RÍKISSTJÓRN.  

 

SKAMMARLEG RÍKISSTJÓRN.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl ElleE, takk fyrir seinast. Þar sem þessi góða grein er opin öllum,vakti ég athygli á henni á Facebook. Takk fyrir og bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Elle_

Kæra Helga, já, þú máttir það vel og takk fyrir það.  Vissi að það var e-ð sem ég gleymdi og það var að koma hingað.  Elle. 

Elle_, 28.3.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ádrepa, tímabær og nauðsynleg.

Vonandi fer þessari ömurlegu áþján að linna.

Jón Valur Jensson, 29.3.2010 kl. 00:34

4 Smámynd: Elle_

Takk, Jón.  Já, slæmt er það að hafa Icesave-ríkisstjórn.

Elle_, 29.3.2010 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.