HVAÐ RÍFUR OKKUR Á HOL?

Nýlega sagði Ögmundur Jónasson að þó hann væri ósáttur í grunninn við nýjustu sameiginlegu lögleysu bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnanna gegn alþýðu landsins, muni það rífa okkur á hol að hafa málið yfir okkur.   Ögmundur sagðist mundu styðja nauðungina gegn okkur að óbreyttu.  Mun það vera ICESAVE 3. 

Hann sagði orðrétt samkvæmt frétt í mbl: Jafnvel þótt ég sé mjög ósáttur við þetta mál allt í grunninn, þá held ég að ef það verður yfir okkur næstu misserin og árin muni það rífa okkur á hol. Ég held að það sé komið að því að við reynum að ljúka þessu en ég geri það ekki hvað sem það kostar. Ég ætla að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr fjárlaganefnd og mun fara rækilega í málið í þingumræðunni.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/23/stydur_icesave_ad_obreyttu/


Mun sjálfur dómsmálaráðherrann bregðast okkur í málinu eins og allir hinir í stjórnarflokkunum nema Lilja Mósesdóttir, bætast í hóp með druslum og gungum í glæp gegn eigin þjóð?  Og einu sinni hélt ég hann væri okkar klettur í málinu.

Ögmundur ætti að vita hvað það þýðir að sættast á lögleysuna: Það þýðir að rífa okkur á hol, ekki öfugt.  Það þýðir að gefast upp eins og gungur fyrir kúgun. 
Og að ætla núna að nota þá skýringu að ef við ekki sættumst á nauðungina muni málið rífa okkur á hol er fráleitt.

Nei, n
úverandi rikisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, gefst ekki upp.  Rikisstjórnin hefur brotið itrekað gegn þjóðinni: Í EU-umsóknarmálinu braut stjórnin bæði gegn lýðræðinu og stjórnarskránni.  Í ICESAVE hefur stjórnin rembst endalaust við að pína nauðungina yfir okkur, gegn lögum og gegn 77. gr. stjórnarskrárinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veit maðurinn sem er á þingi vegna vizku, skildi maður ætla,ekki að hefðu hann og flokkur hans ,strax tekið afstöðu með þjóðinni,þá væri akkurat enginn Icesave glæpur hangandi yfir okkur núna.Þá fyrst eru menn og þjóðir virtar,þegar þeir láta ekki kúga sig. Ef þessi stjórn vill okkur hangandi yfir sér,held ég geti lofað henni því. Nú gefum við  Í  eftir þorrahvíld. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: Elle_

Hann hlýtur að vita það, Helga, hann virðist þó núna ætla að fylgja öllum hinum í kúguninni eins óskiljanlegt og það er af honum.  Hann ætlar víst að styðja vald ríkisstjórnarinnar í kúgun gegn þjóðinni eins lengi og þau geta haldið í stólana.  Sorglegt.  Þau ættu að fara alvarlega að passa sig, gætu kannski öll lent á sakamannabekk fyrir ICESAVE.   

Elle_, 31.1.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband