ERUM VIÐ HAUSLAUSAR TUSKUDÚKKUR, STEINGRÍMUR?

 Steingrímur J. Sigfússon.<br /><em>mbl.is/Eggert</em> Steingrímur J. Sigfússon

                                                                                          

Allir eru á móti okkur æptu stjórnarflokkarnir svo skar í eyrun.  Kannski var Palli einn í heiminum, en við vorum það aldrei.  Við höfðum alltaf vini eins og Daniel Gros, Eva Joly, Gunnar Tómasson, Joseph E. Stiglitz, Lee Buchheit, Michael Hudson, Mats Josefsson, Michael Waibel, Robert Wade.  Nokkur þeirra hafa verið þarna fyrir okkur alveg frá upphafi handrukkunar Jóhönnu fyrir hann Godda í Evrópu.  Og þar fyrir utan höfðum við alla okkar góðu og lærðu innlendu menn.   Við höfðum rök fjölda innlendra og erlendra hálærðra manna.  Stöðugt hefur bættst í hópinn og síðan synjun forsetans hafa erlendir fjölmiðlar verið yfirfullir af erlendum fræðimönnum sem styðja okkar málsstað gegn rukkuninni fyrir þúsund milljarðana sem við skuldum ekki.   En hvað liggur að baki óbilandi elju stjórnarflokkanna, Seðlabankankastjóra og hinna hliðhollu leppanna fyrir að troða okkur í þrælaföt þvert gegn okkar vilja???

Er það ekki graf-alvarlegt mál að sjálf lýðræðislega kjörin ríkisstjórnin og ríkisstofnunin Seðlabankinn vinni hörðum höndum við að koma þræla-lögum yfir okkur án dóms og gegn öllum lögum???  Og þvert gegn vilja 70% landsmanna???  Og þrátt fyrir öll rök og skrif fræðimanna og lögmanna hvaðnæva að úr heiminun og ekki síst frá sjálfum rukkaraveldunum?   Endalaus rök hálærðra manna hafa verið virt að vettugi af ríkisstjórn Íslands og stjórnarflokkunum en ólögmæt ósvífni handrukkara í hávegum höfð og sett upp á stall í forsíðufréttum í ríkisstjórnarmiðlunum.  

Hálærðir hagfræðingar og lögmenn hafa komið í stórum flokkum með rök: Þýski Daniel Gros, hollenski Dirk Bezemer, bandaríski Lee Buchheit, sænski Mats Josefsson, bandaríski Michael Hudson, breski Michael Wabel, breski Robert Wade, okkar Elvira Méndez, Gunnar Tómasson, Lárus L. Blöndal, Magnús Ingi Erlingsson, Ólafur Arnarson, Jón Daníelsson, Jón Steinsson, Ragnar Hall, Sigurður Kári Kristjánsson, Sigurðar Líndal, Stefán Már Stefánsson, Þorsteinn Einarsson, Þórhallur H. Þorvaldsson. Þórlindur Kjartansson, allur heili Indefence hópurinn og lærðir menn í stjórnarandstöðunni.  Og ofan á það bættist andóf 70% landsmanna.  Sífellt koma fram rök í stöflum gegn skuldinni sem við skuldum ekki.  Staflarnir eru orðnir svo háir að það er stórundarlegt að heyrnarlausir og sjóndaprir geti enn neitað að þeir séu þarna.  Öllum minnstu rökum gegn ólöglegu handrukkun Jóhönnu var kastað í offorsi ofan í læstar skúffur og sópað burt í hvelli af stjórnarflokkunum eins og óæskilegu drasli.   Nei, almúginn hefur ekki vit á milliríkjamálum eins og vitrir pólitíkusar.  Og lærðu mennirnir kunna ekki fagið sitt og skilja bara alls ekki um hvað málið snýst.   

Hvað kom fyrir hann Steingrím Joð, Joðið eins og Jón kallar hann?  Hvað kom fyrir mannræfilinn eftir að hann tók sæti við hlið aðalskaðvalds lýðveldisins???  Fjöldi okkar kusum hann fyrir dugnað, heiðarleika, rökfestu, tryggð, vit.  Og í þokkabót var hann sterkasti ræðumaður sem Alþingi hafði séð í mínu lífi.  En var hann bara að plata okkur?  Núna er hann ekki lengur hann, heldur bara allt annar maður.  Í stað þess að treysta honum er ég skíthrædd að hafa hann við völd.  Já, bara skelfingu lostin.  Og miklu hræddari en við alla kuldavetur og óveður og hvað sem það nú allt heitir sem hann og systirin notuðu gegn okkur.  Og í stað þess að virða hann, hálf-vorkenni ég honum og vil að hann verði borinn burt af lögreglunni áður en hann hlýðir Jóhönnu og Össuri og afhendir Godda lyklana að Alþingi, Bessastöðum og Seðlabankanum.  Nema hann snúi blaðinu við. 

Getur ekki Steingrímur farið að vinna fyrir OKKUR???  Getur hann ekki farið í harða sókn fyrir okkur á erlendum vettvangi og útskýrt að ekki nokkur lög á jörðinni og þó víðar væri leitað geri íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina ábyrg fyrir Icesave?   Hví þurfti forseta Íslands til að rukkaraveldin sæu að við værum ekki hauslausar tuskudúkkur???   Hví varst þú ekki löngu farinn að verja okkur, Steingrímur?   Þú vissir vel að Jóhanna væri farin að sænga með Godda.  Hvenær munuð þið fatta að við erum ekki viljalaus fífl???   Ætlið þið ekki að fara að skilja að við látum enga handrukkara skipa okkur fyrir verkum???  Ekki núna, ekki seinna, ALDREI.  Og hvað sem er logið lengi og oft að okkur.  Farðu nú að hlusta á andófið í landinu og vera aftur gamli stjórnarandstæðingurinn Steingrímur Jóhann Sigfússon.  Farðu nú að losa þig úr hundsólinni og ýta villurökum og yfirgangi Jóhönnu og Godda út í hafsauga.  Við vitum að þú getur það vel ef þú vilt.  Og viljinn getur flutt fjöll og jökla.  Og lokaspurning: Mannstu í alvöru ekki hvað þú sagðir 3 mánuðum áður en við kusum þig???:  

                                                   

arrow STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON Í JANÚAR, 09:

Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.

Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628

                                                                                                         Steingrímur J. Sigfússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl Elle.

Ég hef alltaf sagt það um vinstri menn, þeir eru þrælfyndnir og skemmtilegir, það er gaman að hlusta á þeirra málflutning og frasarnir þeirra eru "tær snilld".

Þess vegna hef viljað hafa þá á þingi, þeir eru oft ansi líflegir. Það er í lagi að borga fyrir góða skemmtun.

En einhvernvegin datt mér aldrei í hug, að nokkur vildi láta þá stjórna, en manni getur víst skjátlast.

Steingrímur Joð er vinstri maður og sem slíkur, er hann fastur í blekkingarvef vinstri manna. Ég viðurkenni það fúslega, að sjálfstæðismenn fóru út af sporinu, framkvæmd einkavæðingar bankanna var klárlega mistök. En þrátt fyrir allt sýnist mér að sjálfstæðismenn hafi staðið sig vel, þótt breyskir séu eins og ég og fleiri, það er nefnilega takmarkaður fjöldi fullkominna manna og ef þeir eru til, velja þeir sér annan farveg en stjórnmál.

Steingrímur ræfillinn átti sér draum um að stjórna landinu, nú er hann orðinn að fanga eigin draums, hlekkjaður fastur og kemst hvergi. Sennilega hefur hann viljað sýna þjóðinni hversu illa sjálfstæðismenn hafa staðið sig og nú er hann fastur, það vantar í hann "bakkgírinn".

Það er þekkt í mannlífsflórunni, að menn ofmeta sjálfa sig. Idolkeppnin er gott dæmi um það, greindarlegir einstaklingar ganga með þá flugu í höfðinu að þeir geti sungið, en þegar þeir opna munninn kemur skerandi kattarbrim. Samt verða þeir svekktir þegar Simon hafnar þeim.

Sama er með Steingrím Joð, hann heldur að hann sé stjórnmálamaður og riður úr sér orðaflaumi, án innihalds.

Elle mín, eftir að hafa lesið það sem þú hefur skrifað hér og athugasemdir þínar á öðrum síðum, þykist ég vita að þú ert skarpgreind kona. Þú veist það eflaust jafnvel og ég, að Steingrímur getur aldrei stjórnað landinu svo vel sé.

En ég ætla að vona að hann komi ekki með meira af skjaldborgum og norrænum velferðarkerfum, fólkið í landinu hefur hreinlega ekki efni á því.

Jón Ríkharðsson, 11.1.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Elle_

Jón, takk fyrir þetta og ég er alveg sammála um að þessi stjórn er ekkert að ganga og vil bara að þeir fari.  En þegar ég kaus VG var ég að vísu ekkert að hugsa um neitt vinstri.  Heldur fólkið í heild og sé að þarna fóru allir út af sporinu nema kannski Lilja Mósesdóttir og Ögmundur.  Það er skelfilegt að horfa upp á ósvífnina í stjórnarflokkunum og liggur við maður gráti.  Hvað ætli við þurfum lengi að hafa rudda eins og Björn Val, Magnús Orra, Ólínu, Jóhönnu, Sigmund Erni + + + yfir okkur???

Elle_, 11.1.2010 kl. 23:10

3 Smámynd: Elle_

Og líka verð að bæta við að stjórnarandstaðan hefur unnið hörðum höndum við að verja okkur og eiga heiður skilinn.  Þar er fjöldi rökfastra manna. 

Elle_, 11.1.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæl aftur ElleE.

Þó ég sé harðasti sjálfstæðismaður landsins, get ég fallist á að Ögmundur er sannur og heiðarlegur maður, ég er ekki sammála honum í pólitík, en ég ber virðingu fyrir mönnum eins og honum, sem þora að vera þeir sjálfir. Ég á mjög góðan vin, sem er langt til vinstri, við tölum aldrei um pólitík, það er margt annað sem sameinar okkur. Þannig að ég hef ekkert á móti vinstri mönnum. Einnig hefur Lilja staðið sig vel og Ásmundur Daðason, hann er drengskaparmaður. Við verðum að fyrirgefa honum margt, vegna ungs aldurs og reynsluleysis.

Menn geta haft ólíkar skoðanir í pólitík, það er í lagi. En að vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar er ófyrirgefanlegt, nema menn sýni djúpa iðrun og lofi bót og betrun.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 00:36

5 Smámynd: Elle_

Nei, Jón, sæll aftur, mér yfirsást að gá þarna.  Já, Ögmundur er heiðarlegur og rökfastur og það var nú mest það sem ég vildi í stjórn, heiðarleika og rökhugsun.  Stefnu þeirra er ég oft ekki sátt við þó og að vísu enga stefnu neins flokks í heild. 

Það segirðu satt að vinna gegn þjóðinni er ófyrirgefanleg ef ekkert er gert til að bæta það og iðrast í alvöru, ekki plati.  Þetta fólk verður bara að víkja og gerir það samt ekki af sjálfsdáðun nema það skilji glæpinn.  Og það virðist nú langsótt.  

Elle_, 12.1.2010 kl. 17:15

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég vil aðeins fá að koma minni kenningu að.  

Steingrímur var beittur gjörningi.  

Myndi útskýra þetta betur er ég væri ekki að fara svæfa.

En trúðu mér, ég meina þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 21:21

7 Smámynd: Elle_

Ómar, komdu aftur og útskýrðu ef þú sofnar nú ekki við að svæfa. -_-

Elle_, 12.1.2010 kl. 22:49

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Kíktu á myndina Tveggja turna tal, úr þríleiknum um Hringadróttinssögu, eða þá í bókina.  Þar var var góðum maður sleginn gjörningi af Grími Ormstungu, og varð viljalaust verkfæri í hans höndum.  

Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um það að Tolkien hafi verið spámaður og hafi séð Jógrímu fyrir sér þegar hann skrifaði þennan kafla.  

Það er alltof mikil samsvörun til að geta verið tilviljun.

Allavega finnst mér engin eðlileg skýring, eða þessa heims skýring getað útskýrt þá umbreytingu sem þú lýsir svo vel í þessum pistli.

En takk fyrir góðan pistil Elle, og ég bið að heilsa dónanum sem þú varst að pósta um.  Skammaðu hann á útlensku.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 12.1.2010 kl. 23:34

9 Smámynd: Elle_

Nei, það finnur enginn neina eðlilega skýringu á fullkominni umsviftingu Steingríms, Ómar.  Og það bara vefst endalaust fyrir manni.  Ætli það hljóti ekki að skýrast, eða hvað?   Víst er að hann getur ekki verið þarna lengur í ól aðalskaðvaldsins og co.

Skal segja dónanum að hann sé heppinn að Ómar var að svæfa eða hann hefði sko fengið að finna fyrir honum.  Skrifaði og það hefur ekki enn verið póstað.  

Elle_, 13.1.2010 kl. 00:05

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

                    Legg til að Steingrímur verði krafinn um svör við þessum algera viðsnúningi,á skömmum tíma.  Það er kanski ekki skylda hans,en væri fróðlegt að vita.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2010 kl. 15:02

11 Smámynd: Elle_

Já, Helga, takk, ég held hann ætti að vera krafinn um það fyrr en seinna.  Fólk hefur skrifað um það og talað um það lengi svo hann veit að fólk vill vita það.  Og ég hef ekki heyrt hann svara beint en segja eitthvað á þá leið að hlutir gerist eða hlutir hafi gerst.   Hann virðir ekki alveg spurninguna með svona loðnu svari og ýmsum öðrum óskiljanlegum svörum.  Fólk í heild er ekki fífl.   Embættismenn og stjórnmálamenn þurfa að muna að þeir eiga ekki embættin sem þeir vinna í.  

Elle_, 13.1.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband