LANGJÖKULL: 11 ÁRA DRENGUR VISS UM AÐ ÞAU MYNDU DEYJA

LANGJÖKULL:

 

 

 

 

  

 

 

 
Í Langjökli  
   

Fyrir skömmu týndust skosk kona og 11 ára sonur hennar í Langjökli.  Þangað fóru þau með hópi ferðamanna og heilum 4 leiðsögumönnum.  Hvernig má það vera að 4 leiðsögumenn týni 2 mönnum úr hópnum?  Og stofni lífi þeirra í bráða hættu?  Og getur hver sem er farið upp í fjöll og öræfi, án nokkurrar skyldu um að láta vita?  Þó frjálst fólk sé vissulega frjálst ferða sinna, hljótum við að þurfa lög um öræfaferðir.  

Eru ekki vissar öryggisreglur sem farið er eftir þegar farið er með fólk upp í jökla og öræfi?  Getum við bara týnt fólki ef það dregst aftur úr og nær ekki beygjum?  Nákvæmlega eins og þarna gerðist.  Hvaða eftirlit er haft með hópferðum fólks í öræfum landsins?  Og hvaða eftirlit er haft með getu og þekkingu leiðsögumanna sem fara með fólk upp í fjöll og firnindi?  Illviðri var spáð og samt fór ferðafyrirtæki með grunlaust og ósérhæft fólk upp í öræfi.  Og ungt barn þar á meðal.

Skosk kona, Beata Scott, týndist með 11 ára syni sínum, Jeremy Scott, í Langjökli fyrir skömmu.  Þau voru saman í vélsleða, þegar konan náði ekki beygju vegna þreytu.  Og það var allt sem þurfti.  Þarna hefði ungur 11 ára drengur og mamma hans getað látið lífið, hefðu þau ekki haldið kyrru fyrir í 9 tíma í byl og nístingskulda.  Drengurinn brast í grát strax og mamma hans fylltist örvæntingu og öskraði.  En enginn heyrði nema fjöllin.  Hana langaði mest að gráta. 

Í örvæntingu og vindi hófst konan handa og með hjálp ungs sonarins, snéru þau vélsleðanum á hvolf og byggðu yfir hann vegg úr snjó, sem skýli og héldu þar kyrru fyrir.  Konan lagðist ofan á son sinn til að halda á honum hita og þannig lágu þau í heila 9 tíma í nístingsgaddi.  Konan var orðin úrkula vonar og drengurinn ungi var viss um að þau myndu deyja á jöklinum.  Faðir drengsins, Mike Scott, líkir björgunarmönnunum, sem björguðu lífi þeirra 2ja, við ofurmenni, sem ekkert fær stöðvað. 

Og þó illviðri væri spáð, var fólkið ekki einu sinni varað við að veðrið kynni að verða vont.  Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að stíft eftirlit sé haft með mönnum og fyrirtækjum, sem mega fara með hópa fólks upp í öræfi.  Það hljóta að þurfa að vera lög um það, lög sem ná yfir leyfi þeirra.  Maður getur ekki ráðskast með líf fólks og haft engin viðurlög við slíku ólýsanlegu kæruleysi.  Fjöldinn allur af erlendum fréttamiðlum hefur nú skrifað um þessa skömm.  

 

(Leturstærð var minnkuð að beiðni Guðmundar Júlíussonar). 

================================================================

 NEW I-PHONE APPLICATIONS FOR SKIERS:

 

iPhone Skiing Application

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Íslendingum er tamt að sneiða hjá reglum,það sést best í umferðinni. Ef einhver er kærður (fær sektarmiða),þá er algengt að hann reiðist,jafnvel hóti á móti.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Elle_

Helga, sæl og takk fyrir þetta.  Já, það vantar að eftirlit sé hert á nokkrum sviðum, fyrir öryggi fólksins, eins og þarna í öræfaferðum.  Líka hefur mér fundist eldvarnir óskiljanlega vægar í heimahúsum og fann mikið fyrir þessu, eftir að ég flutti aftur til landsins.  Það voru engar eldavarnir þangað sem ég flutti og það var mitt fyrsta verk að koma þeim inn.  Það var einsog maður ætti bara að vakna sjálfur við eldinn og stökkva út um gluggann af 3. hæð. 

En finnst þér leturstærðin núna betri eða verri?  Viltu kannski að ég fari aftur í gamla horfið?  Það mun ég gera fyrir einn tryggasta commenterann og lesarann minn.  

Elle_, 28.2.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Elle mín takk fyrir það,en ein af mínum (fans) langar mig til að hafa eins og hún birtist mér fyrst. Gott að hafa pláss fyrir myndirnar,sem gjarnan, gefa frásögninni í pistlinum gildi. Takk fyrir,er að safna fleirum í samökin. bestu kveðjur.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.