EFTIR ALLAR HÓTANIRNAR

EFTIR ALLAR HÓTANIRNAR UM HEMSENDI 

Arnór Sighvatsson<br /><em></em>
Arnór Sighvatsson

Eftir allar hótanir Jóhönnu og Steingríms um heimsendi og tortímingu lands okkar, ef við ekki sættumst á Icesave-nauðungina, kemur aðstoðar-seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson,  allt í einu og loksins fram í dagsljósið og segir akkúrat það sem við vissum vel.  Við þurftum engin risalán.  Ekki neitt á næstunni. 

Það voru allt bara eintómar hótanir og hræðsluáróður óttaslegnu Icesave-þræla ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna.  Og lýsir vel öllum fáránleika Jóhönnu Sig., hetjunnar sem ætlar að draga okkur nauðug viljug inn í Bandaríki Evrópu, fyrir 500 - 1000 milljarða skatttekna okkar.  Og ekki lýsir það síður fáránleika og veikleika Steingríms Jóhanns - mannsins sem gjörsamlega og sorglega snéríst á hvolf og stendur nú öfugur á haus - úr lýðræðismanni yfir í Icesave-þræl hótandi stórvelda, -bara svo hann geti sjálfur haldið stjórn af náð Jóhönnu hinnar voldugu.

Og hvað sagði svo seðlabankastjóri?  Jú, það fréttist af honum í Reuters segja
að væru engin sérstök tímamörk, sem frekari tafir við AGS lán hefðu alvarleg eftirköst á.  En ef þetta drægist yfir á árið 2011, þá stæðum við frammi fyrir alvarlegum vanda varðandi endurfjármögnun.  Finnst ykkur það ekki heimilislegt og notalegt að vita, að landið mun ekkert eftir allt sökkva í sæ, þó við gerumst ekki neinir Icesave-skulda-þrælar???  Ekki 23. október, 2009, ekki 31. desember, 2009, og ekki heldur allt árið 2010 og ekki fyrr en 2011.  Það er semsé dómsdagsárið nú og nú þurfum við sko bara að finna út frá Steingrími hvort dómsdagur verði 1. janúar eða 31. desember, 2011.  

 

 EKKI ÞÖRF Á AGS LÁNUNUM FYRR EN Á NÆSTA ÁRI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Svo vildi ég bæta við að það er hægt að endurfjármagna lán án þess að taka til þess risalán.

Vísa í Alex Jurshevski og grein hans í Morgunblaðinu og víðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2010 kl. 20:35

2 Smámynd: Elle_

Já, Ómar, ætli við þurfum nokkur risalán?  Hvað ætla þau að gera við rislaán, nema eyða í vitleysu á kostnað skattborgara?  Ertu nokkuð með grein Alex Jurshevski?  Þú mátt láta hana í öllu sínu veldi hingað inn.   Og alltaf þegar þú finnur merkilegar greinar og pistla.  Og hinir vinir mínir líka, sem lesa þetta. 

Í forsíðufrétt Fréttablaðs Jóns Á. Jóhannessonar í gær stóð: Samkvæmt heimildum Fréttblaðisins viðurkennir ÍSLAND greiðsluskyldu lágmarksfjárhæðar innistæðutryggingakerfis EES.  Taktu eftir orðalaginu: viðurkennir ÍSLAND.  Hvaðan komu þessar heimildir Fréttablaðsins?????  Og vissulega þyrfti ÍSLAND risalán fyrir þeirri svívirðingu.   

Elle_, 5.3.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, hér er fréttaviðtal við hann og annan góðann mann.  Læt það duga til upplýsingar, grein hans var svipuð í framsetningu.  En ef ég finn hana þá færðu hana líka.

Og þeir sem semja um svona, þeir fá vist á Hrauninu, það er ekki flóknara en það.

Kveðja Ómar.

Tíminn vinnur með Íslandi í Icesave-málinu

Fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada segir Ísland í góðri stöðu Ísland gæti orðið að nýju Úganda eða öðru sambærilegu stórskuldugu ríki

»EINS og málið lítur út fyrir mér ber Íslandi engin tafarlaus skylda til að endurgreiða féð sem Bretar og Hollendingar hafa greitt sparifjáreigendum í...

»EINS og málið lítur út fyrir mér ber Íslandi engin tafarlaus skylda til að endurgreiða féð sem Bretar og Hollendingar hafa greitt sparifjáreigendum í löndum sínum. Ég lít svo á að á þessari stundu ættuð þið ekki að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Tíminn vinnur með ykkur,« segir Grant Reuber, fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Kanada, um afstöðu sína til Icesave-deilunnar.

»Ísland er í þeirri stöðu að vera krafið um greiðslu. Svo lengi sem þið borgið ekki hafið þið féð. Í öðru lagi er allt útlit fyrir stjórnarskipti í Bretlandi og í þriðja lagi hefur Ísland alla ástæðu til að borga ekki fyrr en það það hefur náð sem allra bestu samningum. Ég sé ekki hvers vegna það ætti að þjóna hagsmunum ykkar að greiða þetta í hvelli. Á hinn bóginn hafa Bretland og Holland hag af því að fá greitt sem fyrst.«

Góð samningsstaða Íslands

- Telurðu að þessar þjóðir væru líklegri til að bjóða upp á betri samninga ef Ísland reyndi að kaupa tíma?

»Ef þið borgið ekki þar til þið hafið lokið samningum sem þið getið staðið undir haldið þið samningsstyrk ykkar. Þetta er nauðsynlegt til að ná fram bestu mögulegu samningum. Þið ættuð að segja við deiluþjóðirnar að ef þær bjóða ekki upp á betri kjör munið þið ekki borga [...] Jafnvel þótt þið ákveðið að borga getið þið gert kröfu um að afborgunartíminn verði mun lengri, svo sem 50 ára afborgunartímabili á 0% vöxtum. Frá þeirri stundu sem þið semjið um að borga er þessi samningsstyrkur úr höndunum á ykkur.«

Reuber, sem er með doktorspróf í hagfræði frá Harvard-háskóla, var stjórnarmaður Canada Deposit

Insurance Corporation, félags í eigu stjórnarinnar sem fer með innistæðutryggingar, auk þess sem hann kom sem bankastjóri Bank of Montreal að yfirumsjón með endurskipulagningu skulda hjá ýmsum ríkjum, þar með talið Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka og Mexíkó. Hann kveðst ekki þekkja til sambærilegs dæmis.

»Ef þú spyrð mig hvort sambærileg staða hafi aldrei komið upp treysti ég mér ekki til að fullyrða um það, enda þekki ég ekki nógu vel til í Asíu og á öðrum heimssvæðum.«

Alex Jurshevski, félagi Reuber hjá kanadíska ráðgjafarfyrirtækinu Recovery Partners, grípur þá inn í símaviðtalið sem er á hátalara.

»Við vitum ekki um neitt sambærilegt tilvik í þróuðum ríkjum. Við þekkjum lög um gjaldþrot sem ná yfir landamæri. Eftir því sem ég best veit hefur það aldrei áður gerst að þjóðríki sé gert að reiða fram slíkar bætur til handa öðru ríki,« segir Jurshevski, sem telur í framhaldi af orðum Reuber það mundu verða »óheppilegt skref í deilunni« ef Lee Buchheit og Donald Johnston, nýir ráðgjafar íslenskra stjórnvalda í deilunni, fengju þau fyrirmæli frá stjórninni að leysa bæri málið fyrir 6. mars svo hætta mætti við þjóðaratkvæðagreiðsluna. »Ef málið verður ekki leyst með viðunandi hætti verður Ísland að nýju Úganda eða öðru sambærilegu stórskuldugu ríki.«

Leiti bestu mögulegu ráðgjafar

Spurður um þá ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að skipa gamlan flokksfélaga sinn, Svavar Gestsson, til að fara fyrir samninganefndinni kveðst Reuber ekki sjá kosti þess að velja mann í samninganefndina sem hefur enga augljósa reynslu í þessum mjög svo tæknilegu málum. Hann bætir því hins vegar við að Svavar kunni að búa yfir óvenjulegum eiginleikum sem geri hann hæfan í verkefnið.

»Ég hefði ætlað að stjórnin myndi að minnsta kosti velja alþjóðlegan sérfræðing í meðferð skulda í samningaliðið. Ég hef ekki nákvæma þekkingu á sérfræðikunnáttunni heima fyrir en málið lítur þannig út fyrir mér, í ljósi þess að deilan er alvarleg ógn við hagsæld á Íslandi í framtíðinni, að stjórnin leitaði bestu fáanlegu ráðgjafarinnar,« segir Reuber og bendir einnig á mikilvægi þess og kosti að fá aðila sem séu ótengdir íslenskum, breskum eða evrópskum stjórnkerfum.

Jurshevski tekur aftur við: »Maður sér yfirleitt svona staðið að verki hjá ríkjum með veikburða stjórnkerfi, á borð við Jamaíka og nokkur ríki Rómönsku-Ameríku þegar þau gengu í gegnum endurskipulagningu skulda á níunda áratugnum, og í nokkrum ríkjum Afríku. Þetta sýnir fram á að sýna ber gætni og leita ráðgjafar hjá reyndum og óháðum ráðgjöfum á þessu sviði.«

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband