HLÍFUM LÖGREGLUNNI.

HLÍFUM LÖGREGLUMÖNNUM.


Við Alþingishúsið 20 jan.2009 273

Einu sinni vildum við landsmenn koma ríkisstjórn í burtu og mótmæltum harðlega.  Lögreglumenn stóðu vaktina fyrir utan alþingi til að passa upp á friðinn og verja menn og mannvirki.  Það var vinnan þeirra.  Nokkrir ofstækismenn af þúsundum friðsamra mótmælenda notuðu tækifærið og níddust á lögreglumönnunum eins og sést þarna á myndinni að ofan.  Nokkrir köstuðu grjóti og hellusteinum í lögreglumenn og einn þeirra var svo óheppinn að fá stærðar hellustein eða múrstein í höfuðið og stórslasaðist.  Hann var fluttur á spítala og lá þar í lífshættu.  

Í dag í mótmælunum fyrir utan alþingi voru nokkrir í mótmælendahópnum að hvetja aðra menn að þrýsta að lögreglumönnum.  Fólk hefur verið reitt lengi vegna svikulla stjórnmálamanna og endalauss stuðnings þeirra við bankana, fjármálafyrirtækin og peningaöflin.  Og það á meðan hinn almenni maður missir allt sitt og má sofa á köldum torgum.  Ríkisstjórnin, AGS-leppstjórnin og vinnumenn bresku ríkisstjórnarinnar, getur sko ekki stutt almenning þó nægir hundruðir ef ekki þúsund MILLJARÐAR séu til í ríkiskassanum fyrir ICESAVE-KÚGUNINNI. 

Ljótt var og skítugt fyrir utan alþingi og dómkirkjuna vegna nokkurra manna sem í mikilli reiði létu allt flakka og köstuðu í alþingismenn, biskupinn, kannski forsetann.  Líka í alþingishúsið og dómkirkjuna.  Skil reiði fólksins vel, þó er ömurlegt að enn skuli vera nokkrir sem noti ofbeldi og ráðist á menn og að lögreglunni.  Og valdi skemmdum á húsum.  Í guðanna bænum hlífið lögreglunni.  Við getum ekki misst okkur og ráðist á lögreglumenn.  Þeir eru menn eins og við.  Þeir eru ekki sekir og hafa ekkert til saka unnið.  Þeir eru bara að vinna vinnuna sína.


http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/01/havaer_motmaeli_vid_thinghusid/

http://www.ruv.is/frett/eldur-kveiktur-a-austurvelli
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er ástæðan fyrir því að ég þoli ekki mótmæli, fólk getur ekki hamið sig.

Ég er eins og þú veist Elle mikill andstæðingur þessara ríkisstjórnar og hef aldrei verið hrifinn af henni.

En mér myndi aldrei koma til hugar að beita þau líkamlegu ofbeldi, mótmæla fyrir utan heimili þeirra eða henda í þau eggjum.

Eiginlega fyrirlít ég þannig aðgerðir margfalt meira heldur en þessa ríkisstjórn. Við þurfum að haga okkur eins og siðmenntað fólk en ekki eins og villidýr.

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Elle_

Algerlega sammála, Jón.  Enda eins og ég hef lýst í annarri síðu og víðar, þoli ég heldur ekki svona læti.  Í hvert sinn sem friðsamt fólk vill mótmæla ranglæti, verða endilega að mæta nokkrir ofbeldismenn og ofstækismenn.  Minni þó á að meginþorrinn var friðsamur, og þarna voru á 3. þúsund manns.  Líka þoli ég persónulega ekki óp og öskur. 

Elle_, 2.10.2010 kl. 23:51

3 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Ofbeldismennirnir ættu að verða lögsóttir ef þeir finnast og hafa ekki mína meðaumkvun.  Það gengur ekki að leyfa mönnum að komast upp með það. 

Elle_, 2.10.2010 kl. 23:57

4 Smámynd: Elle_

Hinsvegar, erum við með AGS-leppstjórn og níðinga innan alþingis og þau ættu að vera borin út. 

Elle_, 3.10.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.