KÚGUÐU BRETAR OG HOLLENDINGAR BANDARÍKJAMENN?

lehman

 

 

 

 

 

 

 

Hví ætli breska ríkisstjórnin hafi ekki elt uppi bandaríska ríkisborgara og bandarísk stjórnvöld þegar LEHMAN BROTHERS féll þarlendis, í Bretlandi, í september, 08, og heimtað ríkisábyrgð?  Og hótað þeim öllu illu?  Fjöldi breskra ríkisborgara tapaði peningum á falli bandaríska bankans LEHMAN BROTHERS þar. 

Liggur það kannski ekki í augum uppi?  Lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´.  Og ef lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´ verður engin ríkisábyrgð.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum og hvaða landi heims sem er hefðu hlegið sig máttlaus yfir rukkuninni.  Og eftir hláturskastið staðið upp eins og menn og sagt NEI og verið þið blessaðir.  Og hafið þið mál að sækja verðið þið að sækja það fyrir dómi og samkvæmt lögum.  

Ekki á Íslandi.  Meðan við erum með ríkisstjórnarflokka við völd sem eru með Evrópusýkina, geta evrópsk veldi bara skrifað póstkort og fengið jafnóðum frjálsan aðgang að skattpeningum okkar eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Kannski líka varðskipum okkar ef út í það er farið.  Nei, bresku og hollensku ríkisstjórnunum hefði aldrei dottið í hug að kúga bandarísk stjórnvöld þó þeir þori að niðurlægja og níðast á peðinu í norðri. 
 

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ HÓTUNUM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál hjá þér, Takk.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2011 kl. 22:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Flott Elle, núna vilja margir Ellu hafa kveðið.

Ég stel honum ef ég finn góða frétt að tengja hann við.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 5.4.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Elle_

Kallast það ekki þjófnaður??  Nei, steldu honum, Ómar, og ég kannski læt hann seinna inn í ÞJ.HEIÐUR.  Og þakka ykkur báðum, Hrólfur og Ómar.  Hafði oft hugsað um hvað Bretarnir eru kaldir við okkur og önnur smáríki eins og Fiji Islands og þora engu þegar kemur að stjórríkjum.  Sæuð þið þá í anda kúga Rússa sem dæmi??

Elle_, 6.4.2011 kl. 00:11

4 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Góður pistill... Og, "Nei við skuldaþrældóm sem kallast Icesave!!!"

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 6.4.2011 kl. 03:51

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=lITBGjNEp08

Er þetta ekki alveg málið, bæði til breta og hollendinga 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.4.2011 kl. 17:56

6 Smámynd: Elle_

Andríki skrifar um glæsilegan málflutning stjórnarliða í ICESAVE-STJÓRNINNI fyrir ICESAVE.  Þakka ykkur Dóri og Magnús.  Við segjum NEI við kúgun og skuldaþrældómi. 

Elle_, 6.4.2011 kl. 19:19

7 Smámynd: Elle_

Andríki hefur þarna að vísu samantekt af upptökum af þeim.

Elle_, 6.4.2011 kl. 19:20

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þennan pistil og aðra sambærilega sem þú ert búin að leggja fram í þessari baráttu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 13:06

9 Smámynd: Elle_

Friðrik, takk fyrir það.  Sjálfur hefurðu líka lagt heilmikið og vandað efni fram í ICESAVE og sem ég hef vísað í.

Elle_, 8.4.2011 kl. 15:13

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Goður pistill hjá þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.4.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband