DAGUR NIÐURLÆGINGAR EFTIR ÓLA KÁRASON

DAGUR NIÐURLÆGINGAR:  

Hlutar úr pistlinum:

Það var þyngra en tárum tæki að fylgjast með útsendingu í sjónvarpi frá Alþingi að kvöldi 30. desember s.l. 

Við þessa lokameðferð kom fram, þegar stjórnarþingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum, á hvaða röksemdum þeir segjast byggja þá ákvörðun að samþykkja þessar klyfjar á herðar íslensku þjóðinni. Í þeim skýringum stendur ekki steinn yfir steini.

Svo heyrðist við atkvæðagreiðsluna sagt að nauðsynlegt væri að samþykkja þetta til þess að málinu lyki! Það er með ólíkindum að nokkur maður, hvað þá alþingismaður, skuli láta þetta út úr sér. Verið er að samþykkja drápsklyfjar á þjóðina sem munu leggjast á ókomnar kynslóðir. Hvernig getur því máli verið lokið?

Fyrst þjóðin fær ekki að njóta réttarins til meðferðar fyrir dómi hlýtur afstaða íslenskra alþingismanna, sem samþykkja lagafrumvarp um þessa ábyrgð, að byggjast á þeirri forsendu að hin lagalega skylda til þess sé fyrir hendi. En er það svo? Ekki svo séð verði. Alveg er ljóst að ekki er kveðið á um slíka ábyrgð í lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Þar er þvert á móti gert ráð fyrir að slík ábyrgð sé ekki fyrir hendi. Ekki er vitað til þess að aðrar þjóðir hafi gert athugasemdir á sínum tíma um að með þessum lögum væri ekki fullnægt skuldbindingum Íslands á hinu evrópska efnahagssvæði. Enginn hefur getað bent á þau ákvæði í tilskipunum svæðisins sem kveða á um slíka ábyrgð. Ekki er heldur vitað til þess að lagareglur um sambærilegt tryggingakerfi hjá öðrum þjóðum hafi gert ráð fyrir ríkisábyrgð. Raunar ætla sumir að slík ákvæði hefðu talist brjóta gegn reglum um ríkisstyrki. Málið virðist því ekki flókið. Engin ríkisábyrgð er til staðar samkvæmt þeim réttarheimildum sem um þetta geta gilt.

Getur það verið að þau stjórnmálaöfl sem nú um stundir fara með völd á Íslandi hafi talið nauðsynlegt að samþykkja þessi ódæmi í því skyni að halda þeim völdum eitthvað áfram? Hver sem svörin eru við þessum spurningum er eitt víst: Hinn 30. desember 2009 er mesti niðurlægingardagur í samtímasögu íslensku þjóðarinnar.

http://www.amx.is/pistlar/13038/

Óli Björn Kárason er annar ritstjóra AMX. 

 

 

Pistill Óla endar

____________________________________________________________________________

Allar líkur eru á að núverandi ríkisstjórn og stjórnarliðar hafi komið niðurlægjandi fjárkúguninni Icesave yfir okkur akkúrat til að halda völdum og til að stærri flokkurinn komist nú inn í Kúgunarbandalagið.  Og fjöldi manns hefur sagt það oft.  Ævarandi skömmin er og verður núverandi ríkisstjórnar og stjórnarliða.  ICESAVE-KOMMÚNISTA-STJÓRN eins og Ásbjörn Óttarsson Alþingismaður eðlilega kallar hina hættulegu stjórn. 

Allur heimurinn er á móti okkur, við erum ein, við komumst ekki lengra, við komumst ekki lengra, sögðu þau í sífellu.  Við verðum að borga til að samfélag þjóðanna (túlkist EU) virði okkur.  Við verðum að borga fjárkúgun til að halda æru.  Við verðum svo það komi ekki óveður og frostavetur og ísöld.  Við verðum, við þurfum, við verðum að borga skuld sem við skuldum ekki svo Hrikalegi Flokkurinn komist inn i EU og hann og VG geti haldið völdum. 

Nokkur lönd voru á móti okkur og ekki allur heimurinn.  Við komumst vel lengra, þau ættu að hafa farið fyrir löngu og útskýrt fyrir heiminum að engin ríkisábyrgð væri á Icesave og að við skuldum Icesave ekki neitt.  Standa í lappirnar eins og heiðarlegir menn. 

Nei, það vildu þau ekki, þau vildu bara lúffa og lyppast niður fyrir yfirgangi og halda völdum.  Stærri stjórnarflokkurinn er svo hrikalegur að ég vil ekki sverta síðuna með nafni hans.  VG hefur gjörsamlega svikið ALLT.   Líka þetta sem þeir kolfelldu í Alþingi daginn svarta, 30. desember sl. þegar Pétur Blöndal kom með tillögu um þjóðaratkvæði um Icesave:

VG: Vill að 15-20% þjóðarinnar geti knúið fram þjóðaratkvæði
Vefslóð: http://www.amx.is/forsida/13045/  

Flokkar og valdasinnar vaða og valta fullkomlega yfir lýðræðið í landinu.  Við erum lýðveldi þó hættulegir flokks-valdasinnar virði það ekki og virðist ekki einu sinni vita það.   Almúginn, alþýða, fólkið, ætti að ráða öllu.  Og nú skulum við vona að Ólafur R. Grímsson, forseti lýðveldisins, virði lýðræðið og okkur.  

 

Ekkert Ice-save.

Nei, nei, nei.  Við neitum að borga niðurlægjandi fjárkúgun og höldum æru.  

http://indefence.is/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allt þetta lið fellur á tíma regluverkið og IMF tilvistin tryggja heildar hagsmuni EU, sem alltaf hafa verið ósamrýmalegir að Íslands mati  fjarlægjum smá eyjum eða örefnahagseiningum einhæfra hráefnis útflutnings atvinnuvega, upp og niður veðurlags.

Þessar eyjur eru nefndar í Stjórnarskrá EU, Frakkar ákveða til dæmis einhliða gengi gjaldmiðla sinna fyrrverandi, ekki Brussel. 

Þeim er tryggt í Stjórnarskrá EU að losna við öll hráefnin, og fá undanþágur vegna lágs gengis [lítið greitt fyrir þær í evrum og pundum] til svo sem landbúnaðarframleiðslu [mikið atvinnuleysi] svo naumar gjaldeyris tekjur nauðsynlegustu tækni fullframleiðsluna frá EU. 

Ég sé ekki að Ísland hafi neitt umfram þessar eyjar sem geri það verðugra sem undantekningu í EU og tel flesta mína líka á meginlandi EU hugsa eins um insularity.

Kreppan fer af stað eins og snjóbolti niður snævi þaktar hlíðar þegar seinni skatta árásinn fer að virka innlands.

Icesave er ein af mörgum sektarviðkenningum sem munu ganga yfir þjóðina þegar í kjölfarið.

Aukið lánshæfi ef við neytum minna segja alþjóða fjárfestar idol VG.

Herðum sultarólina [kreppa] gefur meira lánshæfi. GaGa sérfræði er við völd.  

Bólga [magaþemba á dögum Rómverja: kornverð hækkaði á móti] og kreppa eru systur.

Júlíus Björnsson, 3.1.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Getur það verið að þau stjórnmálaöfl sem nú um stundir fara með völd á Íslandi hafi talið nauðsynlegt að samþykkja þessi ódæmi í því skyni að halda þeim völdum eitthvað áfram?"

Fyrst fórnuðu útrásarvíkingarnir þjóðarskútunni fyrir peninga sem þeir áttu ekki, og nú fórna Steingrímur og Jóhanna björgunarbátunum fyrir þegnanna til að halda völdum...bara að þau haldi sínu og hafi nefið upp úr, er nóg.

Eigingirni þessa fólks er algjörlega med ólíkindum. Ég spyr bara hvað þurfi til að fólk fá nóg og að upp úr sjóði með með byltingu og ofbeldi því það hefði það gert við svipaðar aðstæður í mörgum löndum og hefur gert....

Það verður bara að koma þessu fólki frá völdum í einum grænum því það mun aldrei skilja sjálft hvað því er fyrir bestu.

Óskar Arnórsson, 4.1.2010 kl. 03:38

3 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur fyrir, Júlíus og Óskar.  Já, ríkisstjórnin ætti að víkja með ævarandi skömm.   Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir eru að leggja óhóflegar og óþolandi kröfur á fólkið í landinu og fólk er orðið andlega bugað og þreytt.   

Elle_, 4.1.2010 kl. 11:37

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Umfang fjármálageirans hér, þar með talið stærð og umfang: verðandi EU Seðlabanka, EU Kauphallarútibús, fjöldi alþjóðlega endurskoðunarútibúa, er ekki í samræmi við fólksfjölda eða eðli og magns Íslenskra náttúrauðlinda. 

Hefur verið gerð hlutlaus úttekt á því hve mikill hluti gjaldeyristekna rennur í þennan þjónustugeira [erlendra fjárfesta].

Á að telja manni trúi um að endurreisn eða viðhald hans muni skila gróða til að viðhalda eða minnka skuldir Íslensku heildarinnar gagnvart alþjóðasamfélaginu. 

Halda menn að alþjóða samfélagið láti Íslenska fjármálageira hagnast á sér.

Mér sýnist EU-nýfrjálshyggja vera búinn að leggja VG undir sig líka, og hræðast þau ekkert meira en braskgeirinn slokkni með tilsvarandi kreppu í þeim geira.

Hinsvegar tel ég aðrir gróðageirar svo sem fullvinnslu hágæða og þroskað fjölbreytt útflutningskerfi margra sjálfstæðra aðila geta komið í staðinn og gert gott betur en borga vaxandi skuldir.

Ísland lifir ekki á hagstjórnar og stjórnmálfræðingum einum saman.

Litla Gula hæna gildir ennþá í Ríki náttúruauðlinda og fólksfæðar. 

Hættum um sóa  og eyða í botnlausar græðgi hítar erlenda fjárfesta.

Júlíus Björnsson, 5.1.2010 kl. 02:28

5 Smámynd: Elle_

Já, það er alveg satt, Júlíus, VG eru kolfallnir fyrir kröfum og rökum AGS - fyrir auðvaldið og fjárfesta.  Eða hvað á maður annað að halda???   Minnist ekki á hinn hrikalega flokkinn, eins og ég sagði að ofan - vil ekki sverta síðuna.   

Við munum ekki endurreisa neitt með eintómum skuldum og skuldum sem við skulduðum ekki einu sinni og skuldaskuldum.   Og skuldaskuldaskuldum.   Skil ekki hvað þeir halda að við eigum mikinn gjaldeyri og veit ekki hvað fer mikill gjaldeyrir í fjárfesta. 

Ætli þeir haldi ekki bara að gjaldeyrir komi niður af himnum yfir landinu?  Við verðum næstu öldina að þessum fjára ef forsetinn hafnar þessu ekki.   En til þess er hann, hann á að stoppa svona ofbeldislög.  Vera okkar öryggi.  

Ekkert Ice-save

Elle_, 5.1.2010 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.