Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

UPPLOGIN SKULD

Ísland hefur orđiđ fyrir árás, í einni árásarlotunni sem kennd er viđ ICEsave, er ţjóđin krafin um 100 milljónir í vexti á dag.  Ţessi orđ skrifar Ómar Geirsson:
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/990042/

Ómar endurtekur ţar orđ Júlíusar Björnssonar um eđli efnahagsárása á lönd.  Og ég hef sett upp megininntak ţessara orđa Júlíusar í spássíunni til hćgri á síđunni.  

100 milljónir alla daga skulum viđ borga fyrir upplogna skuld.  Lygaskuld sem viđ skuldum ekki.  Ţór Saari Alţingismađur og hagfrćđingur heldur ţví fram ađ ţađ muni taka skatttekjur yfir 79 ţúsund okkar Íslendinga af 150 ţúsund skattbćrum mönnum árlega bara til ađ borga okurvexti af upplognu skuldinni sem Lepparnir ćtla ađ rukka okkur um í sköttunum okkar.  Halló, ţađ eru tekjuskattar yfir 50% skattbćrra manna landsins.  Og allt í vasa útlendinga sem heimta ađ viđ borgum skuldir óreiđumanna af ţví ţeir voru víst líka íslenskir eđa ţannig og af ţví gungurnar sem stýra landinu vilja ekki verja okkur.   Ţó veit ég ekki međ Björgólf Thor Londonbúa . . . . . en ţađ er víst nýtt í Evrópu ađ íslenska ríkiđ og íslenska ţjóđin ábyrgist skuldir allra óreiđumanna sem hafa stigiđ fćti í Keflavík.    

Viđ megum eyđa kannski nćstu öldinni í ađ borga platskuld sem viđ skuldum ekki upp á kannski langt yfir 1000 milljarđa (1000 000 000 000).   Ekki 1000 milljórnir (1000 000 000) eins og ég held ađ ofbeldisfylkingin haldi.   En ţeir vita ekki hvađ ţeir gjöra.  Og guđ einn veit hvort viđ getum nokkuđ borgađ 1 eyri í höfuđstólnum fyrr en eftir kannski 90 - 100 ár.   En ţangađ til munum viđ alltaf verđa ađ borga okurvextina segja ţrćlahaldararnir.   Og viđ vitum ekki einu sinni hvađ lygaskuldin er há!  Halló, veit fólk ekki vanalega hvađ ţađ skuldar???   Ekki ef ţađ býr á Íslandi, eđa hvađ???  Kannski erum viđ ađ verđa efnahagsnýlenda Breta og Hollendinga eins og Árni Johnsen heldur???   

Viđ megum ekki hlíta dómi segja ţrćlahaldararnir.  Viđ megum hins vegar kannski af ţeirra náđ rćđa viđ ţá seinna um dóminn sem viđ vinnum.  Og Leppstjórninni finnst ţađ höfđinglega gert fyrir okkur aumingjana sem erum ábyrg fyrir öllum skuldum óreiđumanna af íslenskum toga.  Og líka útlendinga sem lentu í Keflavík.  Hverjum var mútađ???   Hótađ lífláti???   Ţađ er ţađ sem ég vil vita. 

 

 Ekkert Ice-save.

 http://indefence.is/

 

 


EFNAHAGSÁRÁSIN GEGN ÍSLANDI - ÓHEILINDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Lögleg rannsókn verđur ađ fara fram á endalausum óheilindum núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna í Icesave-málinu.  Sýknt og heilagt koma fram ný gögn um óheilindi stjórnarinnar og síđast núna í dag um leynisamskipti viđ Alţjóđagjaldeyrissjóđinn og leyniskjöl ţegar ţeim var lekiđ á heimsvefinn.  Hverjum er mútađ?  Hótađ lífláti???  Hvatinn ađ halda vinstri stjórn og komast inn í Evrópubandalagiđ er ţarna vitum viđ.  Og skal ţegnum landsins blćđa fyrir ţađ?  Gleymum ALDREI ađ ţau ćtluđu fyrst ađ pína Icesave1 óséđu gegnum Alţingi.  Ţau munu hafa af okkur fullveldiđ verđi ţau ekki stöđvuđ. 
 
Endurtekiđ hafa ţau faliđ gögn og skjöl sem hefđu átt ađ vera opinber og Alţingi og ţjóđin hefđu átt ađ vita um.  Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa logiđ endurtekiđ ađ Alţingi og ţjóđinni.  Ofbeldi hefur veriđ beitt gegn stjórnarandstöđunni og bókstaflega öllum ráđum veriđ beitt til ađ pína í gegn niđurlćgjandi og stórhćttulegu Icesave sem viđ skuldum ekki.  Icesave sem getur valdiđ okkur missi á fullveldi landsins, missi á friđhelgi auđlinda og ríkiseigna og ekki síst tapi ţeirra til útlendinga eins og gerđist í Argentínu, Bolivíu, Panama og víđar.  Einn stćrsti glćpur núverandi stjórnar er ađ hlýđa í einu og öllu helstefnu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, nokkurn veginn eins og Ómar Geirsson orđađi ţađ.  
      
Í Argentínu voru öll ríkisfyrirtćki einkavćdd ađ kröfu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins.  Í Bolivíu fengu útlendingar einkaleyfi fyrir öllu vatni og bann var lagt viđ ađ fólk safnađi regnvatni.  Landsmenn gátu ekki lengur fengiđ vatn nema dýrum dómum.  Í Panama var siglingaleiđin í gegnum landiđ einkavćdd af útlendingum og allur arđurinn fór úr landinu. 
 
Ekkert landanna hagnađist af auđlindum sínum, allur arđur fór beint í vasa auđmanna og úr landi til útlendinga.  Og ţegnarnir lifđu viđ óţolandi fátćkt og niđurlćgingu.  Svipađ mun kannski gerast á Íslandi fari ekki AGS landstjórinn og Icesave-stjórnin frá völdum.  Verđ á heitu vatni og rafmagni gćti hćkkađ upp úr öllu valdi.  Fari sem horfir mun núverandi stjórn valda okkur alvarlegri fátćkt til langframa og stórtjóni. 
 
Ríkisstjórnin ţarf ađ fara frá völdum.  Ţau eru EKKI ađ vinna fyrir landiđ og ţjóđina, heldur gegn okkur.  Ljóst er nú ađ ţau komust til valda međ földum skjölum og innantómum orđum.  Ţau samskipti sem hafa veriđ á milli AGS og ísl. fjármálaráđuneytisins og var lekiđ í wikileaks.org eru óţolandi og sýna handrukkaraeđli sjóđsins svart á hvítu.  Og ýta enn frekar undir ţađ ađ AGS ţarf ađ rannsaka og ísl. stjórnin ađ víkja.  Stjórnarflokkarnir eru ađ valda okkur stórskađa međ ţví ađ fylgja tryggilega skemmdarstefnu Alţjóđagjaldeyrissjóđsins.  Kannski vćri ekki úr vegi ađ skipta um nafn á ţeim sjóđi og kalla hann Alţjóđaglćpasjóđinn?  Og stjórnarflokkarnir hafa niđurlćgt okkur međ ótrúlegum gunguskap gegn stćrri veldum.  Ţau feta í fótspor leiđtoga landa sem hafa lagt lönd sín nánast í eyđi.
 
 
EKKI GENGIĐ AĐ AUĐLINDUM ÍSLANDS SEGIR RUV-
 

Ţađ má segja ađ sá möguleiki ađ auđlindir gengju upp í skuldir ţjóđarinnar, ađ ţjóđin sé á ţví augnabliki komin í greiđlsuţrot. Ţví hlýtur sá möguleiki um gjaldţrot ţjóđarinnar ađ svipta alla ţingmenn möguleikanum ađ samţykkja IceSave samninginn, ađ öđrum kosti vćru ţeir ađ framkvćma landráđ. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur. 
 
 
 
EVA HEFUR LÖG AĐ MĆLA-

Eva Joly kveđur sér hljóđs á siđum dagblađanna . . .
Íslendingar geta ekki borgađ IceSave hvađ svo sem ţeir reyna međ niđurskurđi og skattahćkkunum.

Gunnar Skúli Ármannsson:
http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/924109/

 
 
Ekkert Icesave.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband