Færsluflokkur: Löggæsla

HVER MUN BORGA FYRIR SKEMMDIRNAR Á BÍL GEIRS HAARDE??

Játa að mér fannst saga Hallgríms Helgasonar heldur hrollslega aumur pappír, lagarökin og mannréttindin flækjast ekki beint fyrir honum.  Nenni ekki að orðlengja mikið um þvælustigið.

Hvarflaði að mér að hann hefði fengið stimpil frá Jóhanni nokkrum eða Þóru nokkurri sem skrifa alltaf beinar og sléttar ´fréttir´ um forsetann og ICESAVE.

Langar samt að vita hvort hann hefur engin rök, ekki nein einustu rök fyrir að gamlir menn og litlir krakkar í einu landi eigi að vera ábyrgir fyrir innistæðum banka í fjarlægum löndum.

Eftirlit og starfsleyfi ICESAVE útibús einkabankans var jú undir breskum og hollenskum stjórnvöldum samkvæmt þarlendum lögum um fastar starfsstöðvar banka, lögum Evrópusambandsins sem bæði Bretland og Holland eru í.

Síðan hvenær voru óbreyttir íbúar smáríkja í fjarlægjum löndum gerðir fjárhagslega ábyrgir fyrir bankaeftirliti, pólitík og ríkiskössum stórvelda heimsins???  Stórskáldið veit örugglega svarið við af hverju hann skáldaði þetta upp.

Nei, ekki við því að búast.  En Hallgrímur Helgason, getur verið að þú sért að skrifa fyrir peningaafl sem borgar fyrir skökku söguna??  Og vill endilega koma skuldinni yfir á okkur hin?? 

Og samkvæmt þínum rökum ætti sonur minn að vera rukkaður um skemmdirnar sem þú kannski og hugsanlega ollir á bíl Geirs Haarde þegar þú lamdir í hann??  Og líka miskabætur fyrir aðför að manni.  Sonur minn býr jú í sama landi.

Kannski ætti Geir bara að borga fyrir skemmdirnar sjálfur??  Hann var jú í bílnum að þvælast fyrir höggunum.

Nú datt mér líka í hug sko að fara kannski og ræna banka í nótt með nokkrum ICESAVE vinum.  Komin í hettuna og ræningjagallann.  Verða synir þínir ekki örugglega krafðir um skaðabætur fyrir tjónið sem við munum valda??  Við erum sko öll samlandar.

http://www.visir.is/article/20110312/SKODANIR03/110319722

Vér aumingjar.

E.S.: Og ég spyr Hallgrím núna opinberlega: Geturðu rökstutt það með öðru en brenglunum og kjaftasögum að foreldrar okkar, dætur og synir og við sjálf höfum verið meðsek í glæp þegar stórþjófar með persónuleg not af bönkunum fóru mikinn inni í þeim og ryksuguðu þá að innanverðu??

Gerirðu það ekki, getum við hin skoðað að lögsækja þig fyrir meiðyrði.  Okkar hópur er nógu stór. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband