PENINGAÖFLIN ERU EKKI VIÐ.

GAMALL MAÐUR GRÁTI NÆR.


Protesting ICESAVE by thorrisig.

Ég er ekki sammála nokkrum manni sem segir að ríkisstjórnin ætti að lifa né nokkrum öðrum sem styður þessa mannskemmandi stjórn.  Og það eru ekki rök að við vitum ekki hverjir taki við eins og heyrist alltof oft.  Ríkisstjórnin ætti EKKI að lifa, heldur víkja strax, ellegar vera borin út.  Nánast hvert skref sem þessi stjórn tekur er svik við alþýðu og svik við lýðræðið.  Og ég hef alls ekki getað skilið hvernig Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason, Ólafur Þór Gunnarsson, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson geta stutt þessa skammarlegu stjórn.

Stjórn sem endalaust styður peningaöflin og LÍÚ og fjárhagslegt ofbeldi gegn alþýðu landsins.  Og afsakar síðan verknaðinn með AGS??  En AGS er ekki afsökun, við ERUM með ríkisstjórn.  Hvílíkur fáránleiki.  Ef AGS væri afsökun, hví þurfum við að hafa fokdýra ríkisstjórn???  Peningaöflin og LÍÚ mega ekki fá lengur að ræna fólkið í landinu með stuðningi ráðamanna landsins.  Get heldur ekki fyrirgefið neinum sem sagði JÁ við Icesave.  Lilja og Ögmundur voru þau einu í öllum ríkisstjórnarflokkunum sem sögðu NEI við svívirðilegu Icesave.  Lilja Mósesdóttir hefur yfirburði yfir stjórnmálamenn.  Hélt Ögmundur ætlaði líka að standa með okkur.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hversu sorgleg er ríkisstjórnin orðin þegar fólk hugsar að hvað sem við tekur getur ekki verið verra en núverandi stjórn!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Elle_

Dóri, gríðarlega sorgleg stjórn.  Niðri í bæ voru þúsundir manna og mótmæltu nú í kvöld, mér skilst um 5 þúsund.  Og ég sem þoli ekki læti.  Verð að játa að lætin voru frábær læti, dúndrandi flugeldar og tunnusláttur og ótrúleg samheldni í fólki. 

Elle_, 4.10.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mikið rétt Elle, var þarna sjálfur og það var glæsilegt að sjá hversu margir voru þarna, verst að við erum með misskilningsstjórnina við völd núna því þau halda eflaust að fólk hafi verið þarna til að sýna þeim (ríkisstjórninni) samstöðu!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.10.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Elle_

HHAAA, HHA.  Já, örugglega.  Þau hafa nefnilega ekkert verið að hlusta á okkur í 1 + 1/2 ár síðan þau komust til valda. 

Elle_, 5.10.2010 kl. 00:01

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér E. Ericsson.  Hef reyndar ekki séð þetta ágæta ( hugsanlega hræðilega ) blað, enda afsíðis.  En að jafnaði þá þarf að átta sig á viðmælandanum og skilgreina hann svo fljótt sem kostur er svo ekki sé verið að eiða tíma í að þvarga við vitleysing, heldur hafa fyrir honum það fátækilega vit sem fyrir hendi er.  Vit er í megin atriðum byggt á þremur þáttum sem eru reynsla til ánægju, reynsla til leiðinda og reynsla til gagns. 

Svo kynntist ég Vopnafirðingum,  þá stráklingur að  sunnan  og skildi þá að megin matur Íslendinga kom úr sjónum með krók eða haglabyssu, þó rabbabari, katröflur og líka rófur  í garði á bak við hús væru og  til gagns, sem og kúturinn í miðstöðvarklefanum.

En svona til athugunar að þá er náttúran endalaus endurvinnsla og allt það sem ekki er til brúks vænlegt verður að moldu  aftur sem og þau Jóhanna og Steingrímur  þroskast vonandi til sem fyrst, þeim báðum til gagns, en þó mun fleirrum til heilla.

Er ég     

Hrólfur Þ Hraundal, 5.10.2010 kl. 01:04

7 Smámynd: Elle_

Þú athugar vel þarna síðast um endurvinnslu náttúrunnar, Hrólfur.  Já, megi þau Jóhanna og Steingrímur þroskast.  Og sem fyrst og okkur til mikilla HEILLA.  Set inn pistil um mótmælin og þau:

Logið í beinni

Elle_, 5.10.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.