GETUR FORSETINN SKRIFAÐ UNDIR GLÆP??

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Mynd: NordicPhotos/AFP

Getur forsetinn skrifað undir kúgun?  Hvílíkt fáránlegt.  Mun forsetinn geta staðfest ólögin ef meirihluti þjóðarinnar kýs þau yfir minnihlutann??   Gæti hann kannski skrifað undir mansal ef brjálaðri stjórninni tækist að pína það í gegnum löggjafarvaldið með stuðningi Ögmundar??? 

Ríkisábyrgð verður ekki til úr engu og ekki með fölsunum.  Rukkunin er ólögleg og verður ekki liðin.  Stærri hluti þjóðarinnar ætti ekki að geta kosið glæp yfir minni hlutann eða brotið stjórnarskrána gegn honum.  Stjórnarskráin á að verja okkur gegn  hættulegum og skaðlegum stjórnmálamönnum og mannréttindabrotum og ofbeldi meirihlutans. 

Vildi geta heyrt hvað lögmenn segja um þetta og þá meina ég ekki aumar málpípur ICESAVE-STJÓRNARINNAR.  Það getur aldrei orðið löglegt og verður aldrei liðið þó við værum í minnihluta að við yrðum pínd til að borga ólöglega rukkun erlendra velda.  Við segjum NEI.  Við getum ekki leyft þeim að komast upp með níðingsskapinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Elle; æfinlega !

Eftir það; sem á undan er gengið, myndi vart hvarfla, að Ó.R. Grímssyni, að setja sitt signet, við gjörning þann.

Þannig að; við skulum öngvu kvíða, um hríð, fornvinkona góð.

Með; kveðjum góðum - sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Elle_

Komdu sæll Óskar Helgi. 

Mín heitasta ósk í svipinn er að vita svarið en enginn lögmaður hefur komið fram og kært og enginn svarað spurningunni játandi.  Hvaða stjórnskipan leyfir að lögbrot eða stjórnarskrárbrot standi??

Nú ætla ég að halda þér fyrir þeim orðum að forsetinn muni ekki skrifa undir kúgunina.  Í það minnsta gefurðu manni pínulitla von í óróleikanum.  

Elle_, 19.3.2011 kl. 23:49

3 Smámynd: Elle_

Nei, ég meinti að enginn lögmaður hafi svarað neitandi.

Elle_, 20.3.2011 kl. 00:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Icesava málið er auðvitað viðurstyggilegur glæpur,erum við ekki búin að sjá hvernig ríkisstjórnin hundsar hæstarétt forsetann og hvaðeina sem henni hugnast ekki, eða stendur í vegi fyrir ætlunarverki þeirra.    Eitt einasta skipti sem við komum 8000 +niður á Austurvöll,varð Jóhanna felmtri slegin. Daginn eftir var hún búin að lofa einu og öðru,sem varð síðan ekkert úr,því auðvitað hættum við. Þau náðu völdum með gengdarlausum hatursáróðri.Allir vita að þau eru löngu búin að missa fylgi,þau segja ekki af sér þótt tapi í örlagaríkasta máli,sem þjóðin hefur nokkurntíma staðið frammi fyrir. Tökum á því,sjálfstæði okkar er í veði,látum það ekki af hendi. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2011 kl. 01:00

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki ef Ísland er réttarríki.

Þess vegna er málflutningur þeirra sem enga afstöðu þykjast hafa, en ætla að greiða atkvæði eftir hagsmunamati, hvor kosturinn sé ódýrari, svo aumkunarverður.  

Því réttarríki dæmir ekki eftir kostnaði, heldur eftir lögum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 20:01

6 Smámynd: Elle_

Helga, já, ekkert annað en viðurstyggilegur glæpur og stjórn sem ryður öllu og öllum úr vegi.  Ótrúleg stjórn og enginn þarf að halda að þau víki.  Nei, þau víkja aldrei, ekki þó það kæmi heimsendir.  

Ómar, já, aumkunarverður málflutningur útsendara glæpsins er næstum orðinn hlægilegur.  Merkilegt hvað þau finna mikið af ICESAVE JÁ-liði í vinnuna.  Hvaðan kemur allt þetta fólk eins og allir Gylfarnir og Ómararnir, nema þeir séu Geirssynir, og Vilhjálmarnir??   Vilhjálmur Þorsteinsson var lygalaupslegur í silfrinu talandi um skuldbindingar okkar þó ICESAVE hafi aldrei verið skuldbinding okkar.  Eins og hann viti það ekki?????

Og Óskar Helgi: Með ekki lakari kveðjum en þeim fyrri.   

Elle_, 21.3.2011 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband