GJALDÞROT? PEÐI FÓRNAÐ MEÐ OFBELDI.

http://johndotorgslashblog.files.wordpress.com/2008/03/bankrupt.jpg?w=604

Getur það kallast eðlilegt að ríkisstjórn nokkurs lands tali í fullri alvöru um ríkisábyrgð á ólöglegri rukkun upp á hundruði milljarða sem þjóðin skuldar ekki?  Nauðung sem gæti endað í 600-700 milljörðum við fall gengisins og óvissu efnahagsmála heimsins.  Og við hver önnur óvænt skakkaföll.

Stórskrýtið er það að stjórnmálamenn hafi komið ICESAVE nauðunginni í gegnum löggjafarvaldið og við verðum núna að kjósa um hvort lögleysan fái að standa eða ekki.  Og við vorum búin að segja NEI.  Nokkrir hagfræðingar og verkfræðingar hafa nú komið fram opinberlega og fullyrt ýmist um stórhættu við að sættast á kröfuna eða að við munum fyrir víst fara í gjaldþrot, á hausinn, ef við tökum ódæðið á okkur.

Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur segir að það megi ekki samþykkja ICESAVE 3 og það megi ekki veita þessa ríkisábyrgð.  Gunnar Tómasson hagfræðingur og lengi við AGS sagði í viðtali við Hall Hallsson í ÍNN að Ísland hafi verið peðið sem var fórnað með ofbeldi.  Og Bretar hafi viljað verja breskt fjármálakerfi.  En við vissum það.  Hann fullyrðir að við ráðum ekki við ICESAVE 3 samkvæmt viðmiðum AGS.  Magnúsi
B. Jóhannessyni
hagfræðingi finnst engin þörf á að blanda þjóðinni í ICESAVE málið og segir að hann sjái ekki neitt vit í að samþykkja ríkisábyrgð á ICESAVE 3.  Hann skrifar um gengisáhættu og að þjóðin eigi ekki að taka á sig áhættuna á því hvað innheimtist úr þrotabúinu.  Ólafur Margeirsson hagfræðinemi fullyrðir að samþykki ICESAVE 3 verði gjaldþrot ríkissjóðs.  Hann segir ennfremur að ef ríkissjóður endi í gjaldþroti þá fari allt á annan endann, það séu engin efnahagsvandræði jafn alvarleg og gjaldþrot ríkissjóðs viðkomandi lands.  Og að það megi ekki samþykkja ICESAVE.  Þór Saari hagfræðingur hefur lýst stórkostlegri áhættu og óvissu við samþykki ICESAVE 3.

Hví haldið þið að Bretar og Hollendingar sæki það svona fast að ríkissjóður gangist í ríkisábyrgð fyrir hina svokölluðu ´skuld´?????  Það er ekki vegna þess að gömlu nýlenduveldunum sé svo annt um okkur og peningana okkar.

JÁ frá okkur 9. apríl gæti þýtt gjaldþrot ríkissjóðs.  Nú fyrir utan niðurlæginguna að játast undir fjárkúgun.  Getur hluti þjóðarinnar kosið glæp yfir hinn hlutann?????  Og hvað tekur þá við??  Yfirtaka kúgaranna yfir ríkiseigum og ríkissjóði og þar með sjálfstæði okkar???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru orð í tíma töluð,sjaldan bent á þá staðreynd,að við stöndum frammi fyrir gjaldþroti. Oh! Þetta má ekki gerast. Nú ætla ég að ganga á dóttur mína,sem er hagfræðingur menntuð í Skotlandi,sem hefur lofað mér að segja mér sína skoðun.(hefur ekki fylgst nægjanlega með.) Það breytir engu hjá mér,ég er búin að kjósa með 2 öðrum í dag. Eitt hef ég á tilfynningunni að við fellum þetta,var vör við góðar vísbendingar í dag. Mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 18.3.2011 kl. 03:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Elle kjarnakerling, hafðu mikla þökk fyrir þinn pistil.

Megi hann fara sem víðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 17:58

3 Smámynd: Elle_

Hvað ég vona að það verði eins og þér finnst og við fellum hrollvekjuna, Helga.  Og ef þú sást það ekki þá bætti ég inn í pistilinn síðan þú skrifaðir.  Kannski verðurðu að lesa hann allan upp á nýtt???

Ómar, kannski er ég kerling, en ekki KELLING.  Rosalega varstu heppinn að nota ekki það orð.  Þannig að þú slappst núna.  Ætlaði að setja inn linka í það sem mennirnir skrifuðu og sögðu og geri það kannski seinna.

Elle_, 18.3.2011 kl. 19:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle,

Eins og þú veist, þá er ég verndaður.

Það var óvart að ég stafsetti kellinguna rétt.

Og þú veist, ég kann ekki að linka, frekar en ég kann útlensku.

En heimurinn er eins og hann er.

Og ég er hluti að honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 19:15

5 Smámynd: Elle_

Það var óvart að ég stafsetti kellinguna rétt.

???????????????????????????????????????????????????

Elle_, 18.3.2011 kl. 19:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Er hún ekki með erri????

En ég veit hvernig karl er stafsettur, svona að gefnu tilefni.

Heyrumst í stríðinu.

Búinn að bommba marga í dag.

Get fallið með sæmd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 20:55

7 Smámynd: Elle_

Jú, en þarna voru 2 l (kelling).  En Ómar, ég kunni heldur ekki að gera linka og fattaði að slóðirnar urðu alltaf virkar þegar þær fóru í tölvupósti.  Datt þá í hug að ég yrði bara alltaf að senda slóðirnar í póst í hvert sinn og gettu hvert?  Coperaði svo bara linkana úr póstinum.   Og þú kannt útlensku, þú kannt að lesa AND og fullt af orðum.

Elle_, 19.3.2011 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband