ERUM VIÐ EKKI FULLVALDA RÍKI?

Kúgunarsamningurinn ICESAVE3 mun ótrúlega lúta enskum lögum en ekki íslenskum.  Lögsaga okkar í einu stærsta hagsmunamáli okkar fyrr og síðar verður viljandi flutt til óvinarins.  Já, til ÓVINARINS eins og við séum ekki fullvalda ríki.  HVÍLÍKUR FÁRÁNLEIKI.

Í kúgunarsamningnum segir:

SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM.

Með öðrum orðum: ALLT sem kemur ICESAVE við mun lúta enskum lögum og það var ekki út af engu, heldur vegna þess að hinir meintu ´vinir´ okkar Bretar vildu það og ætla að NOTA ÞAÐ.  Nú eru þeir farnir að stjórna okkur.  Hvílík niðurlæging og ósvífni ICESAVE-STJÓRNARINNAR. 
 
Hinn svokallaði samningur er óverjandi og ekki saminn fyrir fullvalda ríki.  Saksóknari og íslenskir lögmenn með vit og ekki í vinnu fyrir öflin sem rændu okkur, hljóta að kæra svívirðuna.  Það er verið að kúga okkur og véla gegn fullveldi ríkisins og það er ÓÞOLANDI.

KÚGUNARSAMNINGARNIR: http://icesave3.wordpress.com/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband