NEI, VIÐ ERUM EKKI DRULLUSOKKAR.

Maður nokkur, ÞORBERGUR STEINN, spyr í Pressunni hvort við ætlum að verða drullusokkar og meinar ef við borgum ekki kúgunarsamninginn ICESAVE.  

Hann kemur þarna með langar og merkilegar stærðfræðilegar skýringar og útreikninga um hagstæði kúgunarinnar fyrir okkur en minnist ekki einu orði á ólögmæti rukkunarinnar.  

Forsendur mannsins eru þannig forhertar og rangar og geta ekki verið teknar alvarlega. 
Og ég nenni ekki einu sinni að hugsa um eða skilja útreikninga hans í samhenginu sem hann vill að við gerum.  

Hann getur líka ekkert vitað hver endalok málsins verða og ætti ekki að koma fram með neina útreikninga á kolröngum forsendum fyrir okkur hin.   Hefði málið farið fyrir dóm og við dæmd til að borga værum við fyrst komin með alvöru forsendur fyrir alvöru mál. 

Maður með fullu viti og minnsta manndóm semur ekki eins og aumingi eða óviti um handrukkunarkröfu við villimenn.  ALDREI.  Og það eru næg rök til að segja NEI.  Við ætlum ekki að vera  DRULLUSOKKAR og segjum NEI.  Við viljum að farið verði að lögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sá þetta á facebook og margsendi mótmæli  en það komst ekki inn. Svo vill til að Þorbergur Steinn,er bróðursonur minn,þ.e. Leifur var uppeldisbróðir minn.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2011 kl. 19:12

2 Smámynd: Elle_

Gunnar Tómasson: Hví Bretar og Hollendingar þora ekki fyrir dóm með ICESAVE: http://www.svipan.is/?p=23050

Elle_, 4.4.2011 kl. 19:13

3 Smámynd: Elle_

Helga, ég sá þig ekki þarna, takk fyrir það.  Hann getur verið DRULLUSOKKUR ef hann vill.  Við hin ætlum ekki að vera það.

Elle_, 4.4.2011 kl. 19:19

4 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Hver ber ábyrgð ef skaðvaldurinn gerir það ekki sjálfur??? http://maggiraggi.blog.is/blog/maggiraggi/

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 5.4.2011 kl. 15:44

5 Smámynd: Elle_

Nákæmlega Magnús.  Okkur kemur ICESAVE í alvöru ekkert við.  Við segjum NEI.

Elle_, 5.4.2011 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband