SIGURÐUR LÍNDAL: RÍKISSTJÓRNIN VIRÐIR EKKI ÞRÍSKIPTINGU VALDSINS.

Sigurður Líndal lagaprófessor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Í frétt í Vísi 16. mars sl. var neðanvert haft eftir Sigurði Líndal, lagaprófessor.  Nú er fréttin með Sigurði Líndal horfin úr Vísi.  Skrýtið:

Vísir - Stjórnlagaráð - til upprifjunar

16 mar 2011 ... Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur ...
www.visir.is/article/20110317/SKODANIR03/703179985

 

Núverandi ríkisstjórn brýtur lög og stjórnarskrá og veður yfir Hæstarétt að vild.  Sigurður Líndal sagði í mars um brot núverandi ríkisstjórnar sem gekk inn á svið dómsvaldsins og vanvirti þrískiptingu ríkisvaldsins:  

>Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing skal Hæstiréttur skera úr um gildi kosninga fulltrúa á þingið. Þetta gerði Hæstiréttur með ákvörðun 25. janúar 2011 og lýsti kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 ógilda.

Ákvörðun Hæstaréttar verður ekki hnekkt og með lagasetningu sinni fól Alþingi æðsta handhafa dómsvaldsins endanlegt úrskurðarvald. Ákvörðun Hæstaréttar er því í reynd hæstaréttardómur eða að minnsta kosti ígildi slíks dóms.

Nú liggur fyrir þingsályktun um að skipa 25 manna stjórnlagaráð og binda skipun þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir.

Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins.

Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni, eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald.

Ekki bætir úr þótt einhverjar málamyndabreytingar séu gerðar á hlutverki stjórnlagaráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing.

Það má svo sem segja að þetta sé í samræmi við það sem nú tíðkast í umgengni við lög og reglur, jafnt í stjórnmálum sem atvinnulífi.

En gott væri að þeir sem hyggjast taka sæti í stjórnlagaráði hugleiddu stöðu sína og þá jafnframt hvort þetta sé gæfuleg byrjun á því að setja nýja stjórnarskrá.<

 
http://www.tidarandinn.is/node/281769

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvað skal gera,;það sem höfðingjarnir hafast að!!! Eru gjörðir þeirra,að þverbrjóta lög landsins fyrir framan nefið á okkur,hættulegt fordæmi?  Oft byrja borgarastríð með þessum hætti,hversu lengi helst þeim það uppi. Þótt ekki væri nema þess vegna er orðið mjög aðkallandi að víkja þeim frá. M.bkv.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2011 kl. 11:35

2 Smámynd: Elle_

Jú, ég er viss um það að það er hættulegt fordæmi að stjórnmálamenn skuli brjóta lög og stjórnarskrá og enn verr að þeir komist upp með það, Helga.  Skrýtið að þau skuli hafa komist upp með það og geri enn, ef ekki í ICESAVE þá í e-u öðru.  Hafa ekki dómstólar það vald að taka valdið af lögbrjótandi stjórnmálamönnum?  Það að stjórnmálamenn skuli haga sér eins og löglausir villimenn og komist upp með það, skekkir örugglega siðferðisvitund landsmanna í heild og kannski mest ungs fólks og það fer sjálft að ganga á svig við lög.

Elle_, 30.4.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir að halda þessu til haga.

Ragnhildur Kolka, 30.4.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Elle_

Og í AMX.

Rakalaus Hjörtur Hjartarson.

Það var ekkert, Ragnhildur, en ég var að skrifa comment í annarri síðu og ætlaði að vísa í fréttina.  Og gáði til öryggis og komst að því að linkurinn væri óvirkur og sem ég hafði líka vísað í í öðrum pistli. Segir manni að passa að geyma fréttir.  Það hefur líka gerst með RUV fréttir eins og eftirfarandi: 

Af vef RUV

Fyrst birt: 23.10.2008 17:11
Síðast uppfært: 23.10.2008 19:10

Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysi jókst gríðarlega.

Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna.

frettir@ruv.is

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

En fréttin er líka þarna: 

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=13318

http://www.amx.is/fuglahvisl/13318/

Skrýtið með RUV og Vísi.  

Elle_, 30.4.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband