Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

BANDARÍKIN ERU LANGT Í FRÁ MEÐ HÆSTU MORÐTÍÐNI HEIMS.

 Map of North America (Canada, Mexico, United States)

 

 

 

 

 

 

 

 



North America (Canada, Mexico, United States)

 Latin Americas (Central and South America)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Latin Americas (Central and South America)

Nei það er af og frá að Bandaríkin séu með hæstu morðtíðni heims, ekki miðað við fólksfjölda.  Og þó talað væri bara um álfuna Ameríku en ekki heiminn.  Hondúras væri langverst í álfunni og þarnæst Venesúela.  Líka þó talað væri bara um norðurhluta álfunnar Ameríku en ekki heiminn.  Grænland og Mexikó væru þar langverst, miðað við fólksfjölda.  Hvert einasta land í allri álfunni Ameríku er með hærri morðtíðni en Bandaríkin, nema 2, Kanada og Síle.  Og oftast eru Ameríkulöndin með miklu miklu hærri morðtíðni en Bandaríki Norður-Ameríku. 

 

Og ég er orðin leið á að heyra villusögur um Bandaríkin.  Leið á að hlusta á Íslendinga tala eins og maður geti ekki gengið um göturnar þar nema vera skotinn niður.  Og ég er ósátt við það þar sem ofbeldi í Bandaríkjunum er lítið miðað við fjölda landa heims og Bandaríkjamenn eru í heild friðsamir.  Friðsamasta fólk sem ég þekki.  Við heyrum bara mest um Bandaríkin þar sem fréttir eru galopnar þar eins og mannréttindalandi sæmir.  

 

Í Bandaríkjunum gekk ég um göturnar í 22 ár og var aldrei skotin niður að ég viti.  Það var aldrei ráðist á mig á almannafæri eða á götum úti.  Og ég var ekki hrædd að labba þar eins og maður nokkur spurði mig þegar ég kom til Íslands 1997 í skamma stund.  Ekki vanalega.  Það var sami maður og var með barn sitt sem skiptinema í öðru Ameríkulandi 1992, suður af Bandaríkjum Norður Ameríku, en þar í landi ætti maður að óttast að vera skotinn niður.

 

Frá mínum bæjardyrum séð, lítur út fyrir að mikil fáfræði sé um Bandaríkin þegar fólk aftur og aftur talar eins og það sé morðland heimsins og tekur undir vitleysuna hvert með öðru eins og út í loftið.  Eða bara af því það haldi það, kannski miðað við það sem það heyrði næsta mann segja, líka út í loftið.  Múgsefjun mætti kalla það.  En ég elska þetta land og vil ekki hlusta þegjandi.  Það er ekki nóg að halda það sem maður veit ekki.
 
 
 
Mætti oft halda að fólk ruglaði saman álfunni Ameríku og Bandaríkjunum.  Það eru mikil mistök Bandaríkjamanna að nota oft orðið Ameríka þegar þeir tala um landið Bandaríkin og það veldur kannski misskilningi meðal þeirra sem vita ekkert eða lítið um landið.
 
 
 
Miða ætti við fólksfjöldann (per capita) í löndum þegar talað er um morðtíðni landa.  Og rangt að nota bara tíðni glæps ef eitt land er þúsund sinnum eða milljón sinnum fjölmennara en annað land í viðmiðuninni.  Morðtíðni heimsins per capita er að meðaltali langverst í Mið- og Suður-Ameríku (álfunni Ameríku, ekki Bandaríkjum Norður-Ameríku) og Mið- og Suður-Afríku.  Það er miklu miklu hærri glæpatíðni og morðtíðni per capita í fjölda þessara landa en í Bandaríkjunum.  Ef við miðum bara við álfuna Ameríku er morðtíðni per capita óhugnanleg í Belís, Brasilíu, El Salvador, Guatemala, Grænlandi (kemur ekki fram undir Ameríku í töflunni sem vísað er í), Hondúras, Kólumbíu, Mexikó, og Venesúela. 
 
 
 
Mexikó er við suðurlandamæri Bandaríkjanna og þar er miklu hærri morðtíðni per capita en í Bandaríkjunum.  Stórtækasti barnamorðingi og raðmorðingi heims sem vitað er um var Luis Garavito í Kólumbíu.  Í heimildarmynd (documentary) var hann kallaður versti raðmorðingi heims.  Hann drap í minnsta lagi 140 unga drengi eftir að hafa níðst á þeim og pínt þá, en er samt nánast óþekktur, enda ekki frá vonda USA.
   
 

Frá Mexikó streymir fólk ólöglega norður yfir landamærin til Bandaríkjanna og er erfitt að stoppa það.  Í september í fyrra voru um 11,7 milljón ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum og mest eða um 57% þeirra frá glæpalandinu Mexikó.  Stór hluti hinna er frá Mið-Ameríkuríkjum.
 
 
Neðanverð tafla er frá Sameinuðu Þjóðunum.  Þetta er álfan Ameríka og taflan sýnir bæði heildarmorð í löndunum og morð á hver 100 þúsund manns (count total and rate per 100,000 population).
                                        RATE    TOTAL
Belize44.7145AmericasCentral America2012
Costa Rica8.5407AmericasCentral America2012
El Salvador41.22,594AmericasCentral America2012
Guatemala39.96,025AmericasCentral America2012
Honduras90.47,172AmericasCentral America2012
Mexico21.526,037+AmericasCentral America2012
Nicaragua11.3675AmericasCentral America2012
Panama17.2654AmericasCentral America2012
Bermuda (UK)7.75AmericasNorthern America2012
Canada1.6543AmericasNorthern America2012
Saint Pierre and Miquelon (France)16.51AmericasNorthern America2009
United States4.8[8]14,173AmericasNorthern America2012
Argentina5.52,237AmericasSouth America2010
Bolivia12.11,270AmericasSouth America2012
Brazil25.250,108AmericasSouth America2012
Chile3.1550AmericasSouth America2012
Colombia30.814,670+AmericasSouth America2012
Ecuador12.41,924AmericasSouth America2012
French Guiana (France)13.330AmericasSouth America2009
Guyana17.0135AmericasSouth America2012
Paraguay9.7649AmericasSouth America2012
Peru9.62,865AmericasSouth America2012
Suriname6.133AmericasSouth America2012
Uruguay7.9267AmericasSouth America2012
Venezuela53.716,072+[9]AmericasSouth America2012
 
Fólk mætti svo skoða töfluna fyrir allan heiminn nánar áður en það fer að lýsa Bandaríkin sem versta morðlandi heims.  List of countries by intentional homicide rate.
The US Flag
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
The US Flag
 
                                                      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband