Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??

Ég var orðlaus í gær yfir frétt í mbl.is og kannski voru aðrir það líka.  Í það minnsta náði enginn nema einn maður að blogga við fréttina, sem hófst með þessum orðum: Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar, samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave  Já, þarna stendur VAXTAKOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS Í TENGSLUM VIÐ ICESAVE-SKULDBINDINGARNAR.  Nú vitum við vel að ICESAVE er ekki okkar skuldbinding, heldur skuldbinding gamla Landsbankans og TIF.  Við vitum líka vel að engin ríkisábyrgð er á skuldbindingu Landsbankans og TIF.  Hvaðan kemur þá þessi frétt í mbl.is?

Næst segir: - - samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Já, þarna kemur það: SAMKVÆMT PENINGAMÁLUM SEÐLABANKA ÍSLANDS.  Már Guðmundsson, hvaða vextir og af hvaða skuldbindingum?  Næst vísar fréttin í orð Össurar Skarphéðinssonar frá í fyrradag um að samkomulag um ICESAVE muni liggja fyrir fyrir lok ársins: Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við Reuters.
Lausn Icesave fyrir lok árs 

Ja-há, núna í nóvember eða í desember ætla ríkisstjórnarflokkarnir að pína yfir okkur landsmenn
ólöglegri rukkun Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.  Gegn lögum og þvert gegn okkar vilja.  Með hjálp Seðlabankans væntanlega.   Seðlabankastjóri ætti að útskýra málið fyrir okkur opinberlega.  Ekki þýðir neitt að spyrja Össur.  Núverandi stjórn hefur komið litlu gagnlegu í verk og hefur þó tekist að eyða gríðarlegum dýrmætum tíma í að koma yfir okkur þessari ólöglegu rukkun bresku og hollensku ríkisstjórnannaHalda þeir í alvöru að við látum bara kúga okkur??  Og sættum okkur bara við að vera ólöglega sköttuð fyrir ríkiskassa 2ja velda eins og hver önnur nýlenda?? 

E.S.: Gerum ekki þau mistök að fara niður á plan vinnumanna rukkaranna að vera að ræða um útreikninga af vöxtum af nauðung eins og hefur sést.  Eins og við vitum verður eitthvað af engu alltaf ekkert og neðar okkar manndómi að ræða það einu einasta orði.  0,1% af engu er jafn vitlaust og 190 þúsund%.
 
Axel Jóhann: Ein mynd kúgunar

Styrmir Gunnarsson: Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar


HVAÐ KEMUR EVRÓPUSAMBANDINU ICESAVE VIÐ?

european union cartoons, european union cartoon, european union picture, european union pictures, european union image, european union images, european union illustration, european union illustrations

Nú hefur Evrópusambandið aftur hafið gömlu og grófu innanríkisafskiptin af okkur.  Stjórnvöld þar eru aftur farin að skikka okkur til að semja um ICESAVE.  Hvað veldur að Evrópuríkið heldur sig geta skikkað okkur og skipað okkur fyrir verkum?  Kannski Jóhanna, Steingrímur og Össur geti svarað þessu?  Hafa þau kannski gefið þeim grænt ljós?  Kannski skærgrænt ljós??  Hvers vegna halda menn í stjórn Evrópusambandsins að þeir geti skipað okkur að semja um ólögvarið ICESAVE?  Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að krafa sambandsins sé að við förum eftir EES-samningnum.  Og við höfum farið eftir honum.  Hvergi stendur í EES-samningnum eða í lögum að íslenska ríkið ábyrgist ICESAVE.  Það ætti að vera krafa að ríkisstjórn landsins verji okkur gegn erlendri kúgun.

Hví hafa íslensk stjórnvöld verið svo yfirmáta viljug að semja við 2 yfirgangsveldi í Evrópu um skuld sem enginn fótur er fyrir að íslenska ríkið, og þar með íslenskir þegnar, borgi Bretum og Hollendingum?  Nauðung og upplogna skuld sem ríkisstjórnir landanna 2ja með dyggri hjálp Evrópusambandsins, hafa rukkað okkur um með ólýsanlegri frekju og yfirgangi án nokkurs dómsúrskurðar.  Og það gegn lögum þeirra sjálfra.  Jú, vegna þess að Evrópusambandið ætlar að nota tækifærið vegna Evrópuumsóknar núverandi stjórnvalda og þvinga okkur undir ICESAVE.  Ráðum við kannski ekki okkar innanríkismálum sjálf?  Ráðum við ekki okkar skuldamálum og utanríkismálum?  Örugglega gerum við það nema íslensk stjórnvöld leyfi þeim að ráða okkar málum.

KRAFA UM VÍÐTÆKA AÐLÖGUN (OG ÞÓ ÖSSUR HARÐNEITI).

MISSKILNINGUR JÓNS BJARNASONAR: ÖSSUR.


HVAÐA SKULDIR ÍSLANDS, MÁR GUÐMUNDSSON?

 

Í fréttum kemur fram að Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, talaði um ICESAVE-SKULDIR ÍSLANDS í fyrradag á erlendum vettvangi í Bandaríkjunum, þó það sé löngu vitað og vel vitað að ICESAVE hefur aldrei verið skuld Íslands eða íslenska ríkisins og þar með íslenskrar alþýðu.  Hann hlýtur að vita þetta maðurinn, hann er Seðlabankastjóri landsins.  Nei, nú er hann farinn að tala eins og Gylfarnir - Gylfi Arinbjörnsson, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoega, Jóhanna Sigurðardóttir og allur heili flokkurinn að meðtöldum Jóni B. Hannibalssyni, Kristinn Gunnarsson, Steingrímur J. Sigfússon, Vilhjálmur Egilsson, Þorsteinn Pálsson, Þorvaldur Gylfason, Þórólfur Matthíasson og aðrir snillingar hafa löngum gert.  Gert okkur alþýðu landsins skuldug að ósekju.  Og það vegna annarra manna fáráða og glæpa. 

Hvað nákvæmlega liggur að baki einbeittum vilja þeirra við að koma yfir okkur skuld sem við skuldum ekki, skuld einkabanka á erlendri grundu, ofurskuld upp á kannski 500-1000 MILLJARÐA?  Hví eru þau endalaust að draga okkur niður og ergja okkur með þessu?  Halda þau að við höfum ekki nóg með að draga fram lífið á meðan almenningi landsins er kastað út á stétt í gjaldþroti??  Og á meðan sjúkrahúsum í landinu er lokað og læknar flýja land??  Hvað vakir endalaust fyrir þeim?  Ætla þau aldrei að hætta?  Og einu sinni enn: Það verður að fara fram rannsókn á ódauðlegum vilja Seðlabankastjóra, stjórnvalda og formönnum verkalýðsins á að koma þessum óþverra yfir okkur.  Það geta ekki verið eðlilegar orsakir þar að baki.

E.S. Og Þorvaldur Gylfason gerðist svo forhertur að segja í RUV okkar landsmanna einu sinni að það væri HOLLT fyrir okkur að borga ICESAVE. 

KOSTNAÐUR VIÐ ICESAVE HUGSANLEGA MINNI.

 

 


 

ERU ELLILÍFEYRISÞEGAR SKULDABRJÁLÆÐINGAR??

 

Eru ellilífeyrisþegar skuldabrjálæðingarnir sem ríkið ætlaði að kasta út á guð og gaddinn??  Í RUV-fréttinni sem fylgir kemur fram að fjöldi ellilífeyrisþega sem gengist hefur í ábyrgð fyrir aðra sé á leið undir hamarinn.  Er landið ómennskt?  Eru stjórnvöld ómennsk að leyfa bönkum og fjármálafyrirtækjum oftöku og rán af fólki??  Viljum við búa í svona landi?  Og núverandi ríkisstjórn heimtar að gjaldþrota gamalmenni á götunni borgi ólöglegt ICESAVE.

Íslenska fjármálakerfið og lögin eru vandamálið, ekki meginþorri manna sem skuldar.  Við vitum að bankar voru rændir og nánast tæmdir að innan meðan eftirlitið svaf.  Við vitum að með þjófnaðinum kollféll gengið og olli óðaverðbólgu.  Hið ómanneskjulega íslenska kerfi og lög, leyfðu skuldum grunlauss fólks að fljúga upp úr þakinu með löglegri vísitölutryggingu tengda við óðaverðbólgu.  Óðaverðbólguna sem bankaþjófarnir sjálfir ollu.  Finnst stjórnvöldum ekkert rangt við það?  

Nú rukka sömu bankar og fjármálastofnanir stórhækkaðar skuldir og af ómanneskjulegri hörku.  Skuldir sem stórhækkuðu vegna óðaverðbólgu sem þeir sjálfir ollu.  Sökudólgarnir sjálfir komast upp með að innheimta af ótrúlegri grimmd meðan stjórnvöld þegja.  Löglega.  Kalla stjórnvöld það eðlilega skuldsetningu sem menn eigi bara að sætta sig við þegjandi??  Nei, það kallast rán og þjófnaður.  Mönnum er kastað út á kalda götu og feður hafa framið sjálfsvíg.  Oft ekkert vegna neins kæruleysis, heldur vegna óðahækkana skulda sem þeir ekki lengur ráða við.  

Og enginn hefur verið dæmdur eða sektaður.  Og enginn hefur heldur verið dæmdur eða sektaður fyrir ólöglegu gengislánin sem voru líka innheimt af grimmd og hörku.  Í 9 ár meðan stjórnvöld þögðu.  Skuldir eru ekki sama og þjófnaður.  Nei, skuldir eru skuldir og þjófnaður þjófnaður.  Og nú verður að skila þýfinu.  Ekki pína fólk og niðurlægja.  Ætli gamla fólkið í eftirfarandi frétt sé sekt, kannski stórsekir ofurskuldabrjálæðingar sem ekki vilja borga skuldirnar sínar eins og bankarnir og stjórnvöld kalla ofsahækkanirnar?:

ELDRA FÓLK MISSIR HÚS; FJÓLDI ELDRA FÓLKS Á LEIÐ UNDIR HAMARINN.

HVÍ HAFA LÖGBRJÓTANDI BANKARNIR OG FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN EKKI VERIÐ DÆMD??  OG SEKTUÐ??  SKULDARAR SEM BROTIÐ VAR ILLA Á ÆTTU AÐ FÁ HÁAR SKAÐABÆTUR FRÁ LÖGBRJÓTUNUM. 

E.S.:  NÝ FRÉTT OG SAMMÁLA ÖGMUNDI:

ÖGMUNDUR VILL FLATA NIÐURFÆRSLU.

 


BLEKKINGAR ÞORSTEINS PÁLSSONAR ERU HÆTTULEGAR.


Hvað fær Þorsteinn Pálsson að blekkja lengi í fjölmiðlum að við töpum ef við borgum ekki svívirðilegu rukkunina ICESAVE??   Hvers vegna kemst hann endalaust upp með villuáróður sem getur stórskaðað okkur??  Villt fólki sýn?  Þó hann vilji ólmur inn í Evrópumiðstýringarveldið, hefur hann ekki leyfi til að skaða landið og þjóðina með villuskrifum.

Nú er hann kominn í Morgunblaðið með villusýnina.  Var ekki nóg að hann kæmi fram í Evrópubandalagsmiðlinum Fréttablaðinu?  Við hin munum ekki fallast á ríkisábyrgð á Icesave þó Þorstein langi inn í Evrópuríkið hvað sem það kostar okkur.  Icesave er ekki skuld alþýðu landsins.  Og meginþorri þjóðarinnar hefur harðneitað að borga svívirðinguna. 

Ekki nokkur vitræn rök eru fyrir að maður tapi á að borga ekki skuld sem maður skuldar ekki.  Nákvæmlega engin rök eru fyrir að við öðlumst traust og virðingu í heimi viti borinna manna með því að láta vaða yfir okkur eins og aumingjar og borgum ólöglegar rukkanir yfirgangsvelda.  Nei, það er rakalaus þvæla.  Ertu ekki bara að ljúga, Þorsteinn Pálsson?

Fortíðardraugur ræðir framtíðina.

Þorsteinn Pálsson er einn af hugmyndafræðingum Hrunsins.



NÓG KOMIÐ AF RANGFÆRSLUM ´FRÉTTAMANNA´.

 Mynd: Björn Malmquist.

´Fréttamaður´Bloomberg og Reuters á Íslandi, Ómar Valdimarsson, skrifaði erlendum miðlum rangfærslur um mótmælendurna frá 4. október, sl. mánudagskvöldi.  Hann alhæfði um 8 þúsund manns, mest friðsama og hljóða mótmælendur sem þarna voru.  Hann sagði MÓTMÆLENDUR hafa kveikt eld og kastað ´eldsprengjum´(firecrackers), málningu og öðru að lögreglu og hafa reynt að brjótast í gegnum stálgirðingu:
http://www.bloomberg.com/news/2010-10-04/icelanders-hurl-eggs-red-paint-at-parliament-walls-as-thousands-protest.html


Halló, Ómar Valdimarsson, gleymdirðu ekki neinu, gleymdirðu ekki að taka fram að meginþorri mannhafsins var friðsamur??  Lögreglan staðfesti það: http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=16234  Gleymdirðu ekki að segja að það voru bara nokkrir sem köstuðu??  Ómar Valdimarsson hefur áður farið með miklar rangfærslur í erlendum miðlum þar sem hann sagði okkur "SKULDA ICESAVE": Iceland owes the British and Dutch governments the money for losses related to the collapse of "Icesave" online bank accounts in late 2008, but repayment terms have yet to be settled: Iceland seeks int´l mediation on Icesave. AMX skrifaði um hann í apríl sl.: HINN ÓÐÁÐI FRÉTTARITARI REUTERS Á ÍSLANDI.

Ætli Ómar Valdimarsson að skrifa ´fréttir´, mætti hann hafa þann manndóm að fara með hluti eins og þeir eru, ekki mistúlka út í loftið.  Gættu orða þinna, Ómar, við munum ekki sætta okkur við slíkan málflutning og kvartað hefur verið um ónákvæmu skrifin þín við ritstjóra erlendra miðla, Bloomberg, Reuters og víðar.  Ekki halda að samlandar þínir séu svo miklir afdalamenn að lesa ekki erlenda fréttamiðla.  Nú mættir þú sjá sóma þinn í að lagfæra rangfærslurnar.  Þinn bjagaði ´fréttaflutningur´er skaðlegur þegar hann dreifist um allan heim.  Nóg komið af rangfærslum í fjölmiðlum.  Getur verið að Ómar sé að verja Icesave-stjórnina??

 


GEGN AGS-LEPPSTJÓRNINNI.

Mikill mannfjöldi er á Austurvelli. Bál hefur verið kveikt á vellinum miðjum.<br /><em>mbl.is/Júlíus</em>

Í gærkvöldi, 4. október, voru milli 7 og 8 þúsundir manna saman komnir fyrir utan alþingi og mótmæltu AGS-leppstjórninni.  Og ég sem þoli ekki læti, mætti samt.  Verð að játa að hávaðinn var flottur, dúndrandi flugeldar og magnaður tunnusláttur og fór stighækkandi.  Takturinn jókst með kvöldinu og ótrúleg samstaða var í fólki.  Konur og menn og krakkar, líklega heilu fjölskyldurnar, stóðu í hópum og lömdu í tunnur, en tunnum hafði verið komið fyrir víðsvegar framan við alþingi, 2 og 3 saman.  Meginþorri mannhafsins stóð hljóður.  Mótmælendur báru allavega skilti: 

Atvinnulaus og búinn að missa allt. 

Flokka fólk.  Út.  Inn.

2 x Helvítis fokking fokk.

Hvar á ég að búa?

Mennska framtíð.

Skítt með skrílinn.  Verjum auðvaldið.

Vér mótmælum öll.

Viturt fólk til valda.

Það er ekki í lagi með ykkur.

Seinna eftir að ég yfirgaf staðinn, heyrði ég magnaðan tunnusláttinn hátt og skýrt óravegu.  Gallarnir við mótmælin voru þeir sömu og 1. október sl: Alltof mikið verið að kasta grjóti og öðru að lögreglu og öðrum mótmælendum og í alþingishúsið.  Hlífum lögreglu og hættum að kasta að þeim og í nánd við þá.  Hættum að kasta grjóti og hlutum að fólki og húsum og valda skaða og skemmdum.   Mótmælum friðsamlega.  Óþarfi að ráðast að fólki, en veittst var að Óla Kárasyni varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og lögregla kom honum til hjálpar.

 

4. OKTÓBER: 

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/04/metfjoldi_a_austurvelli/

http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/index.html?media_id=51855;play=1

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/04/rettlaeti_og_heidarlegt_uppgjor/

 

RUV RÆÐIR VIÐ FÓLKIÐ.

 


PENINGAÖFLIN ERU EKKI VIÐ.

GAMALL MAÐUR GRÁTI NÆR.


Protesting ICESAVE by thorrisig.

Ég er ekki sammála nokkrum manni sem segir að ríkisstjórnin ætti að lifa né nokkrum öðrum sem styður þessa mannskemmandi stjórn.  Og það eru ekki rök að við vitum ekki hverjir taki við eins og heyrist alltof oft.  Ríkisstjórnin ætti EKKI að lifa, heldur víkja strax, ellegar vera borin út.  Nánast hvert skref sem þessi stjórn tekur er svik við alþýðu og svik við lýðræðið.  Og ég hef alls ekki getað skilið hvernig Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason, Ólafur Þór Gunnarsson, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson geta stutt þessa skammarlegu stjórn.

Stjórn sem endalaust styður peningaöflin og LÍÚ og fjárhagslegt ofbeldi gegn alþýðu landsins.  Og afsakar síðan verknaðinn með AGS??  En AGS er ekki afsökun, við ERUM með ríkisstjórn.  Hvílíkur fáránleiki.  Ef AGS væri afsökun, hví þurfum við að hafa fokdýra ríkisstjórn???  Peningaöflin og LÍÚ mega ekki fá lengur að ræna fólkið í landinu með stuðningi ráðamanna landsins.  Get heldur ekki fyrirgefið neinum sem sagði JÁ við Icesave.  Lilja og Ögmundur voru þau einu í öllum ríkisstjórnarflokkunum sem sögðu NEI við svívirðilegu Icesave.  Lilja Mósesdóttir hefur yfirburði yfir stjórnmálamenn.  Hélt Ögmundur ætlaði líka að standa með okkur.  

 


NÝTT FRÉTTABLAÐ MEÐ ICESAVE-RANGFÆRSLUR Á FORSÍÐU.

 Getty Images.

Nýtt fréttablað, FRÉTTATÍMINN, kom inn um lúguna mína óbeðið nú um helgina og allt í lagi með það.  Þangað til ég las fyrstu orðin og rangfærslurnar á forsíðu blaðsins í yfirsögn:  Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar.  ORÐRÉTT.  Já, þarna stóð ICESAVE-SKULD ÞJÓÐARINNAR.  Hafa fréttamenn þar ekkert kynnt sér málið?   Ætla þeir að hefja göngu nýs blaðs með rangfærslum og þvættingi um að við, landsmenn, íslenskir skattgreiðendur, höfum nokkru sinni skuldað Icesave??   Það er engin ríkisábyrgð á Icesave, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.

Næst undir yfirsögninni stóð skrifað: Dómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina.  Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna.  Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Landsbankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt vegna bankans.  Fréttamaðurinn mætti vita: Forgangskröfur eða ekki forgangskröfur um Icesave koma ekki íslenskum skattgreiðendum nokkrum sköpuðum hlut við.

Og hinn kaldi fréttamaður sagði næst: Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur.  Með þessu lýkur fréttinni og rangfærslum fréttamannsins, Óskars nokkurs (oskar@frettatiminn.is), ekki.   Það er lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn sem ætla að koma með fullyrðingar um hættulegt Icesave hafi í það minnsta skoðað málið.   Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei haft leyfi til semja um neinn nauðungarsamning fyrir hönd okkar.  Og óskiljanlegt að stjórnarandstaðan hafi ekki fyrir löngu lýst yfir vantrausti á hann og stuðningsmenn hans eins og Guðbjart, Gylfa, Jóhönnu, Össur og dregið þau fyrir dóm vegna Icesave.  

NEI VIÐ AGS OG ICESAVE.

E.S. Getur verið að Evrópustórríkið hafi kannski með forsíðufréttina að gera eins og einn maður benti á eftir að hann pistilinn??  Hvað kallast það á mannamáli??  Hann kallaði það mútufé.


HLÍFUM LÖGREGLUNNI.

HLÍFUM LÖGREGLUMÖNNUM.


Við Alþingishúsið 20 jan.2009 273

Einu sinni vildum við landsmenn koma ríkisstjórn í burtu og mótmæltum harðlega.  Lögreglumenn stóðu vaktina fyrir utan alþingi til að passa upp á friðinn og verja menn og mannvirki.  Það var vinnan þeirra.  Nokkrir ofstækismenn af þúsundum friðsamra mótmælenda notuðu tækifærið og níddust á lögreglumönnunum eins og sést þarna á myndinni að ofan.  Nokkrir köstuðu grjóti og hellusteinum í lögreglumenn og einn þeirra var svo óheppinn að fá stærðar hellustein eða múrstein í höfuðið og stórslasaðist.  Hann var fluttur á spítala og lá þar í lífshættu.  

Í dag í mótmælunum fyrir utan alþingi voru nokkrir í mótmælendahópnum að hvetja aðra menn að þrýsta að lögreglumönnum.  Fólk hefur verið reitt lengi vegna svikulla stjórnmálamanna og endalauss stuðnings þeirra við bankana, fjármálafyrirtækin og peningaöflin.  Og það á meðan hinn almenni maður missir allt sitt og má sofa á köldum torgum.  Ríkisstjórnin, AGS-leppstjórnin og vinnumenn bresku ríkisstjórnarinnar, getur sko ekki stutt almenning þó nægir hundruðir ef ekki þúsund MILLJARÐAR séu til í ríkiskassanum fyrir ICESAVE-KÚGUNINNI. 

Ljótt var og skítugt fyrir utan alþingi og dómkirkjuna vegna nokkurra manna sem í mikilli reiði létu allt flakka og köstuðu í alþingismenn, biskupinn, kannski forsetann.  Líka í alþingishúsið og dómkirkjuna.  Skil reiði fólksins vel, þó er ömurlegt að enn skuli vera nokkrir sem noti ofbeldi og ráðist á menn og að lögreglunni.  Og valdi skemmdum á húsum.  Í guðanna bænum hlífið lögreglunni.  Við getum ekki misst okkur og ráðist á lögreglumenn.  Þeir eru menn eins og við.  Þeir eru ekki sekir og hafa ekkert til saka unnið.  Þeir eru bara að vinna vinnuna sína.


http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/01/havaer_motmaeli_vid_thinghusid/

http://www.ruv.is/frett/eldur-kveiktur-a-austurvelli
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.