Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ó, ÞÚ DÝRÐLEGA EVRÓPUVELDI.

Nigel Farage

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er Evrópusambandið skrímsli á jörðu?  Fyrrum andófsmaður gömlu Sovétríkjanna (USSR), Vladimir Bukovksy, óttast að Evrópusambandið sé að verða að nýjum Sovétríkjum.  Hann hefur varað við algjöru einræði sambandsins og segir það vera skrímsli sem verði að eyðileggja: http://www.brusselsjournal.com/node/865

Nokkrar upptökur beint úr sjálfu skrímslinu sem Nigel Farage (MEP: Member of the European Parliament) lýsir sem forræðissviptandi og lýðræðissviptandi og ólýðræðislegu bákni sem ráði yfir og stjórni 500 milljón manns:


CREEPING EU TOTALITARIANISM.

END OF NATIONS - EU TAKEOVER.

ICELANDERS DO NOT WANT TO JOIN THE EU.

THE LAST DAYS OF DEMOCRACY?  THE E-FILES. 

WHO THE HELL DO YOU THINK YOU ARE?

 


FORSETINN OKKAR STERKASTI LEIÐTOGI.

Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, er okkar langhæfasti leiðtogi að mínum dómi.  Hann hefur nánast einn leiðtoga skýrt mál okkar og stöðu vegna ICESAVE erlendis.  Og ötullega.  Mest af öllu kom forsetinn í veg fyrir ólýsanlega niðurlægingu íslensks almennings þegar hann skrifaði ekki undir kúgunarsamninginn. 

Hinn almenni maður hefur líka orðið að verjast í erlendum fjölmiðlum þar sem ekki gerði ríkisstjórnin það.  Ríkisstjórnin hefur aldrei komið fram opinberlega og lýst yfir að krafa Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á ICESAVE standist engin lög.  Og enn síður staðið í lappirnar gegn kröfunni.  Og það er forkastanlegt.  Ögmundur gerði það að vísu en við misstum hann að lokum ofan í svartholið. 

Jóhanna hefur frá upphafi málsins heimtað ríkisábyrgð.  Óhæfu Jóhönnu hefur verið haldið fast uppi af hverjum einasta manni í hennar flokki og ríkisstjórninni sem heild, ICESAVE-STJÓRNINNI.   Ítrekað skal Jóhanna fara fram opinberlega og eyðileggja málstað okkar lofandi öllum heiminum að við ætlum að borga ´SKULDIR OKKAR´ eins og það komi ríkisábyrgð á ICESAVE við.

Óskiljanlega Evrópuríkislöngunin hefur verið mesti skaðvaldurinn.  Vilji og ætlun flokksins og fylgjenda var að fallast á allar grimmilegu og ólöglegu kröfur evrópsku ríkjanna nánast óséðar og styggja þau ekki.  Gæti skemmt fyrir ´þið vitið´.  Og stefna ríkiseigum í stórhættu.  Þann veikleika hafa rukkararnir oft notað, dæmin eru endalaus.  Og gera enn í dag eins og ekkert væri:
Holland hindri ESB-aðild og samvinnu við AGS

Hver skuldar hverjum hvað? Er kristilegt að seilast eftir fé okkar?

Óttast fordæmi Íslands

Forysta VG og mest allur flokkurinn hlýddu eins og mýs þó nokkrir þeirra hafi hafnað kúgunarsamningnum.  Víst vildi Steingrímur alls, alls, ALLS ekki að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist aftur að völdum og ætlaði að hanga og hanga límdur við sætið þó hann sökkti landinu í sæ fyrir.

 

Í BBC:

UK 'will get Iceland money back'


 Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson
Mr Grimsson had refused to sign the latest repayment plan, triggering the referendum.

Iceland's President Olafur Ragnar Grimsson has said that the UK and the Netherlands will get back the 4bn euros (£3.5bn) they paid when Iceland's banking system collapsed in 2008.

That is despite the country rejecting the latest repayment plan in a referendum at the weekend.

Mr Grimsson told the BBC assets from the collapsed bank Landsbanki would "in all likelihood" cover what was owed.

The UK has said the matter will go to an international court.

Iceland's three main banks collapsed in October 2008.

Landsbanki ran savings accounts in the UK and the Netherlands under the name Icesave.

When it collapsed, the British and Dutch governments had to reimburse 400,000 citizens - and Iceland had to decide how to repay that money.

Guarantee question.
 
The weekend result marked the second time a referendum has rejected a repayment deal.

Mr Grimsson said that it was not an issue about paying or not paying, but a question of whether there is a state guarantee and how that would be interpreted under the European regulatory framework.

"I think the primary message [from the referendum] is that before ordinary people are asked to pay for failed banks, the assets inside the estate of these banks should be used to pay the subs," Mr Grimsson told Radio 4's Today.

"That is why the people of Iceland emphasised that Britain and the Netherlands are going to get certainly up to $9bn out of the estate of Landsbanki.

"The first payment will be this December, and in all likelihood this will cover what was paid by Britain and the Netherlands two years ago.

"But to ask for a state guarantee and that ordinary people should shoulder the responsibility is highly doubtful and definitely can be disputed within the European legislative framework."

But he added that if the matter did end up in an international court, "of course" Iceland would abide by the court's ruling.

UK ´will get Iceland money back´

 

mbl.is
Loksins, loksins

HÆTTIÐ AÐ RAKKA NIÐUR FORSETANN.

FORSETINN 3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú koma ICESAVE stuðningsmenn hver á fætur öðrum upp úr holunum og rakka niður forsetann fyrir að vinna vinnuna sína og verja lýðræðið í landinu.  Og verja þjóðina gegn fordæmalausri kúgun og löglausri kröfu bresku og hollensku ríkisstjórnanna,  Evrópusambandsins og íslensku ríkisstjórnarinnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR og annarra norrænna ríkisstjórna sem eru sorglega illa upplýstar í málinu. 

Líka menn sem sjálfir hafa löngu glatað öllu trausti landsmanna eins og Björn Valur Gíslason og Jóhanna Sigurðardóttir.  Eins og þau tvö hafi nú efni á að gagnrýna nokkurn mann, hvað þá rakka niður forsetann sem nánast einn Íslendinga hefur varið okkur á erlendri grundu.  Nú hefur sænskur dálkahöfundur bættst í hópinn og rakkar niður forsetann í sænsku blaði og það er bæði óþolandi og sorglegt. 

ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir hafa skaðað okkur stórkostlega erlendis og ekkert varið okkur, nema Ögmundur.  Og hann glataðist okkur samt í lokin.  Ýmsir landsmenn og líka heimurinn er alltof illa upplýstur um málið og lætur eins og við séum að ræna Breta og Hollendinga þegar það sanna er að við, íslenskir skattþegar og íslenska ríkið, skuldum þeim ekki neitt.  Enginn dómur hefur fallið þar um. 

Þar fyrir utan fá Bretar og Hollendingar gífurlegar fjárhæðir úr þrotabúi Landsbankans, 7-9 MILLJARÐA Bandaríkjadala örugga eða yfir það og 700-900 MILLJARÐA ísl. króna minnst eða yfir 1000 MILLJARÐA.  Og ICESAVE-STJÓRNIN og stjórnarflokkarnir segja ekki orð um það.  Nei, steinþegja það í hel eins og allar lagalegar varnir okkar sem við nú þegar höfum í málinu og höfum alltaf haft.  

FORSETINN Á BLAÐAMANNAFUNDINUM Á BESSASTÖÐUM Í GÆR:


RISAVAXNAR UPPHÆÐIR.

ÆTLAR AÐ TALA MÁLI ÍSLANDS.

FORSETINN Í SÍMA VIÐ BLOOMBERG:

ÖMURLEG FRAMMISTAÐA MOODY´S.


MICHAEL HUDSON: GRIMMD GEGN ÍSLENDINGUM.

Hudson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Michael Hudson.

Michael Hudson, bandarískur prófessor í hagfræði við University of Missouri í Bandaríkjunum og fyrrum hjá AGS, skrifar á vefinn Global Research í dag: Íslendingar munu greiða atkvæði um hvort áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta taki við í hagkerfinu. 

Hann heldur að nú sé verið að framkvæma grimmilega tilraun á Íslendingum.  Hann lítur svo á að uppgjöf felist í afstöðu Samfylkingarinnar og hluta þingflokks VG að samþykkja beri samninginn.  

Hann segir það setja slæmt fordæmi um alla Evrópu að samþykkja ICESAVE og segir að skuldakreppa margra ríkja sé sem kunnugt er stærsta einstaka viðfangsefni Evrópusambandsins og sautján ríkja evrusvæðisins.

Will Iceland Vote “No” on April 9, or commit financial suicide?

 

Nýlegir pistlar um stuðning Michael Hudson við okkur og gegn ICESAVE kúgunarsamningnum: 

Michael Hudson: verið að framkvæma „grimmilega“ tilraun á Íslendingum

Michael Hudson: óskiljanlegt af hverju ísl. stjórnvöld stefna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í voða; greiðslugeta landsins var ekki metin

MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR.  FELLIÐ ICESAVE.


MICHAEL HUDSON ÍSLANDSVINUR: ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR. FELLIÐ ICESAVE.

michael hudson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bandaríski hagfræðiprófessorinn Michael Hudson heldur að íslensk stjórnvöld komi ekki fram af heilindum í málflutningi sínum í ICESAVE málinu.

Hann hvetur Íslendinga til að hafna ICESAVE og segir að þannig afli Íslendingar sér fleiri vina en með því að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.

“Íslensk stjórnvöld halda því fram að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ef þessi fullyrðing á við rök að styðjast væri um alþjóðlega fjárkúgun að ræða sem er ólögleg samkvæmt reglum Evrópusambandsins,” segir Hudson.

“Það má hins vegar aldrei gleyma því að þeim manni, sem hvað harðast gekk fram í því að berja á og kúga Íslendinga í þessu máli, Gordon Brown, var sparkað frá völdum í síðustu kosningum. Flokkur Browns, Verkamannaflokkurinn, missti völdin í Bretlandi og því er hótunin sérstaklega innantóm.”

“Þegar ungt fólk sér ekki fram á að geta skapað sér bærilega framtíð í heimalandinu og flytur út, sortnar illilega yfir framtíð heimalandsins sjálfs.”

MICHAEL HUDSON: SKULD SEM ER EKKI HÆGT AÐ BORGA VERÐUR ALDREI BORGUÐ.

MICHAEL HUDSON: WILL ICELAND VOTE NO ON APRIL 9 OR COMMIT FINANCIAL SUICIDE?

MICHAEL HUDSON: ICELAND SHOULD NOT PAY ICESAVE. 

Já, það sagði bandaríski hagfræðiprófessorinn og Íslandsvinurinn, Michael Hudson.  Hann er einn af fjölda útlendinga sem hefur alltaf staðið með okkur í þessu máli, alveg frá upphafi.  Heimurinn í heild, almenningur heimsins, líka breskur og hollenskur almenningur, stendur með okkur gegn þessu kúgunarmáli.  Líka fremstu fréttamiðlar heims eins og bandaríska blaðið Wall Street Journal og breska blaðið The Financial Times.  Þau standa ekki með breskum, hollenskum og íslenskum stjórnvöldum sem ætla að kúga okkur og hafa okkur að féþúfu af annarlegum og gruggugum toga.


Í LOK MARS SKRIFAÐI MICHAEL HUDSON:

ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KOMIÐ OG HJÁLPAÐ YKKUR:


Thank you for this letter.

Actually, Iceland has the authority NOT to pay these debts. It is a basic principle of eocnomic law — and indeed, of moral society — that no economy should be forced into a situation where the public takes such great responsibility for lawbreakers that it must submit to emigration to escape debt.

There is no reason for Iceland to revert to feudalism, depopulation, emigration. The basic economic principle is that “A debt that cannot be paid under normal circumstances, should not be paid.”

There also is a basic principle that creditors should take responsibility for bad loans.
So what amazes me is how Iceland is not pressing its natural rights in this case — not to speak of its legal rights, that already exist.

Evidently that requires a replacement of many current members of the Althing. I wish I could be brought there to help you.

Sincerely,
Michael Hudson


http://www.svipan.is/?p=22792

KÚGUÐU BRETAR OG HOLLENDINGAR BANDARÍKJAMENN?

lehman

 

 

 

 

 

 

 

Hví ætli breska ríkisstjórnin hafi ekki elt uppi bandaríska ríkisborgara og bandarísk stjórnvöld þegar LEHMAN BROTHERS féll þarlendis, í Bretlandi, í september, 08, og heimtað ríkisábyrgð?  Og hótað þeim öllu illu?  Fjöldi breskra ríkisborgara tapaði peningum á falli bandaríska bankans LEHMAN BROTHERS þar. 

Liggur það kannski ekki í augum uppi?  Lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´.  Og ef lögin segja ´ekki ríkisábyrgð´ verður engin ríkisábyrgð.  Stjórnvöld í Bandaríkjunum og hvaða landi heims sem er hefðu hlegið sig máttlaus yfir rukkuninni.  Og eftir hláturskastið staðið upp eins og menn og sagt NEI og verið þið blessaðir.  Og hafið þið mál að sækja verðið þið að sækja það fyrir dómi og samkvæmt lögum.  

Ekki á Íslandi.  Meðan við erum með ríkisstjórnarflokka við völd sem eru með Evrópusýkina, geta evrópsk veldi bara skrifað póstkort og fengið jafnóðum frjálsan aðgang að skattpeningum okkar eins og ekkert væri sjálfsagðara.  Kannski líka varðskipum okkar ef út í það er farið.  Nei, bresku og hollensku ríkisstjórnunum hefði aldrei dottið í hug að kúga bandarísk stjórnvöld þó þeir þori að niðurlægja og níðast á peðinu í norðri. 
 

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ HÓTUNUM.


ÍSLENSK GAMALMENNI RÆNDU EKKI BRETA OG HOLLENDINGA.

gamall madur

 

 

 

 

 

 

 

 

Einu sinni datt mér aldrei í hug hvað gæti fundist mikið af svíkjandi mönnum og þjófum í landinu.  Núna veður allt í JÁ-MÖNNUM sem blekkja og skekkja með það eitt ætlunarverk að koma yfir okkur hin kúgunarsamningi. 

Hvaðan koma allir íslensku ´fræðingarnir´ sem halda að kúgun geti verið HAGSTÆÐARI okkur en lög og réttur??  Hvaða mönnum var mútað til að ´fræða´ okkur um hættuna við að segja NEI við ofbeldi??  Hvílík rökleysa. 

Hvernig má það vera að nú komi endalausir Guðmundar og Gylfar, Vilhjálmar og Þorvaldar og Þórólfar undan steinunum og ljúgi upp á okkur ríkisábyrgð?  Og kalli okkur hin þjófa fyrir að hafa víst stolið af breskum og hollenskum ríkisborgurum sem fengu lögbundnar bætur eins og það hefur verið útskýrt oft: SÍBYLJA LYGARINNAR ER ÖFLUGT VOPN FJÁRKÚGARA.  Í Bretlandi fengu menn ólögbundnar bætur í ofanálag, ætlaðar til að bjarga breska fjármálakerfinu og peðinu Íslandi var fórnað fyrir.  Og nú er peðið rukkað um ofbeldið með hjálp innlendra afglapa og mútuþega.

Íslensk gamalmenni rændu ekki bankaútibú í öðrum löndum.  En töpuðu hinsvegar líka peningum við fall bankanna og sum töpuðu ævisparnaðinum.  Hví ættu illa stödd gamalmenni í fjarlægu smáríki að vera ábyrg fyrir ríkisborgurum stórvelda heimsins??  Og gegn lagaákvæðum og stjórnarskrá??

Hættan liggur í að segja JÁ við ofbeldi.  Og hættan er ekki bara okkar, heldur alls heimsins.  Við borgum ekki kúgun bara vegna þess að okkur sé hótað og ICESAVE-STJÓRNIN og öflin sem græða á að níðast á börnunum okkar og gamalmennum vilji það.


VIÐ SEGJUM NEI.
  


FORSENDUR FÖÐUR FYRIR LÖGLEYSU. SIGURBJÖRN SVAVARSSON SVARAR.

Miðað við yfirsögnina Á BARNIÐ MITT AÐ BORGA ICESAVE3 gat maður haldið að þarna færi faðir sem ætlaði ekki að sætta sig við vinnuánauð barna Íslands fyrir bresku og hollensku ríkiskassana. 

En þegar ég las lengra skildi ég að þarna fór bara enn einn af fylgjendum hóps JÁ manna við ICESAVE.  Manna sem fæstir skirrast við að hóta okkur grímulaust Argentínum og Kúbum, frostavetrum, heimsendum og ísöldum og þar fram eftir götunum ef við segjum ekki JÁ og OK við handrukkun gamalla lénsvelda sem vilja níðast á okkur.  

Og rökin eru engin.  Nákvæmlega engin nema brenglanir og villusýn um að bankar láni bara ofurskuldugum.  Maður með fullri rænu veit að það er þvættingur að hann ætti að bæta á sig skuldum sem koma honum ekki við og sem hann ræður heldur ekki við og geti næst farið út í banka og vaðið í peningalánum. 

Og hvað kemur okkur það annars við hvort menn úti í bæ fái peningalán?  Ættum við
á þeim forsendum að haga okkur eins og óvitar og semja á löglausum og ómennskum forsendum við hótandi villimenn? 
 
Fyrir utan lögleysuna værum við að skrifa undir óútfylltan tékka gegn börnum okkar þar sem við vitum ekkert um endalok málsins sem gæti endað í tæpum 700 MILLJÖRÐUM ef við segjum ekki NEI. 
SIGURBJÖRN SVAVARSSON
svarar kolröngum forsendum mannsins.

FÆRA LÖGSÖGU OKKAR TIL ÓVINARINS. HVÍLÍKUR FÁRÁNLEIKI.

Getur ríkisstjórnin fært lögsögu okkar í einu stærsta hagsmunamáli okkar undir lög erlends ríkis eins og ætlunin er með ICESAVE 3?  Nánar, undir ensk lög eins og segir í kúgunarsamningnum.  Og hvað haldið þið nú að það muni þýða fyrir hin ætluðu vinaríki??  Við vitum að það var ekki út af engu sem þeir vildu lögsöguna færða, heldur verður það notað.

Hafa engir lögmenn kært framgöngu ríkisstjórnarinnar í ICESAVE málinu?  Hvað á það að líðast lengi að alþingi og stjórnmálamenn brjóti lög og stjórnarskrá gegn borgurum landsins í eigin þágu og í þágu peningaafla, erlendra sem innlendra, og vegna þrýstings þeirra og vinnumanna þeirra á stjórnmálamenn um að almúginn borgi glæpaskuldir þeirra? 

Hvernig á jörðinni komst núverandi ríkisstjórn, ICESAVE-STJÓRNIN, svona langt með lögbrot, mannréttindabrot og stjórnarskrárbrot gegn okkur?  Hví hefur vitleysan ekki verið stoppuð af dóms- og lögregluyfirvöldum?  Ríkisábyrgð verður alls ekki til þó okkur sé hótað.  Verða ekki yfirvöld að stoppa firrta menn sem geta ekki staðið í lappirnar gegn kúgun og spillingu og ætla að fara heill landsins að voða? 

 

 

 


NOTA MERKIÐ OKKAR.

Félagar.  Núna tók ég eftir að ný samtök hafa farið að nota merkið okkarFinnst það skrýtið og veit ekki hvað það hefur verið notað lengi.  Og með leyfi hverra???  Veit ekki hvort maður á að gráta eða hlæja. 




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.