VILL ÖGMUNDUR JÓNASSON ALVÖRU LÝÐRÆÐI?

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.     Ögmundur Jónasson.       
          

 

 

HVORT  ÆTTI  ÉG  AР SKRIFA: ÖGMUNDUR  JÓNASSON  VILL  ALVÖRU  LÝÐRÆÐI

EÐA:  VILL  ÖGMUNDUR  JÓNASSON  ALVÖRU  LÝÐRÆÐI???

DATT  ÞAР EKKI  Í  HUG  FYRR  EN  EFTIR  ÁBENDINGAR  AР NEÐANVERÐU  OG  SKIPTI  Þ.A.L.  ÚT  FYRRA  HEITI  PISTILSINS.  

 

EN ÖGMUNDUR  JÓNASSON  TALAR  NÚ  FYRIR  AР FORSETINN  SKRIFI  EKKI  UNDIR ICESAVE.

Hann talar fyrir lýðræði í heimasíðu sinni nú, dagsett 2. jan.:

Í mínum huga er bara ein skilgreining sem máli skiptir: Lýðræðislegur vilji. Ef hann er fyrir hendi á að virða hann. Sá vilji birtist í tugþúsundum undirskrifta. Vinstrihreyfingin grænt frmaboð hefur alla tíð barist fyrir auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslunnar - og þar með hinu beina lýðræði.

http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4960/

Núna í nótt segir í AMX:

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna segir að aðeins eitt skipti máli: Lýðræðislegur vilji. Sá vilji birtist í tugþúsundum undirskrifta þar sem skorað er á forsetann að staðfesta ekki ný lög um ríkisábyrgð á Icesave. Ögmundur minnir á að VG hafi alla tíð barist fyrir auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með beinu lýðræði:

http://www.amx.is/stjornmal/13066/

 

Ögmundur, ég var hissa þegar þú felldir tillögu Péturs Blöndal daginn svarta 30. desember vitandi það að Icesave gæti komist í gegn sem lög.    Samt virði ég rökin þín í ræðu þinni þann kolsvarta og niðurlægjandi dag um að þú héldir að forsetinn myndi virða lýðræðið og þjóðarviljann.  Öll mín trú á VG í heild hefur fokið út í veður og vind, þó ég trúi enn á Lilju Mósesdóttur og þig.  Vil ég þakka þér kærlega fyrir að hafna Icesave og standa föstum fótum gegn óveðrinu í stjórnarflokkunum.  Skömm hinna sem sögðu já við Icesave verður ævarandi.

 

Ekkert Ice-save.

 


E.S. VILJA LILJA MÓSESDÓTTIR OG ÖGMUNDUR JÓNASSON LÝÐRÆÐI EÐA ER ÞAÐ LÍKA BLEKKING EINS OG ALLT SEM VG HEFUR GERT???  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi skrif Ögmundar eru góðs viti. En ég tek undir spurningar þínar, Elle, ég varð fyrir sjokki að sjá hvernig Ögmundur greiddi atkvæði um breytigartillögurnar 30. fyrra mánaðar. – Með samstöðukveðju á nýju ári,

Jón Valur Jensson, 4.1.2010 kl. 04:37

2 Smámynd: Umrenningur

Góðan dag gott fólk.

Ögmundur Jónasson er mjög vaxandi þingmaður að mínu mati og rök hanns fyrir því að styðja ekki tillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði trúverðug. Það er því miður ekki hægt að segja um alla sem felldu tillögu Péturs, rök eins og "ég mun ekki samþykkja þessa tillögu af því að sjálfstæðismenn felldu tillögu vg einhverntíman í fortíðinni" eru ekki rök heldur hrein og klár heimska og á ekki heima á Alþingi. 

Umrenningur, 4.1.2010 kl. 08:24

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður er það svo að margir þingmenn í öllum flokkur eru að spila póker og leggja hagsmuni almennings undir.

Það er auðvitað rétt að Ögmundur hefði betur verið samkvæmur sjálfum sér og staðið með tillögu um þjóðaratkvæði. Þetta á þó enn frekar við um Ásmund Daða. Framganga hans er ótrúleg.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur fyrir, Jón, Loftur og Umrenningur.  Athugið að ég lagaði comment mitt til Ögmundar í pistlinum, fannst það of hvasst  miðað við rökin hans í ræðunni.   Hann stóð þó gegn ævarandi skömm síns flokks og stjórnarflokkanna í heild.

Elle_, 4.1.2010 kl. 11:39

5 Smámynd: Elle_

Og já, Umrenningur, ég er sammála þér um Ögmund og muninn á hans rökum og hinna.   Rök hinna voru akkúrat engin og fáránleg og ótrúverðug.  

Og  Jón, já, ég varð líka fyrir sjokki, hafði haldið að Ögmundur af öllum styddi tillöguna.  Og kom hann þó með rök.   Það er samt hættulegt að gera svona og Þuríður Backman gerði nákvæmlega það sama 16. júlí sl.: Kom með rök og við fengum samt ekki að hafa fyrsta orðið. 

Og já, Loftur, Ásmundur Daðason var ótrúlegur.  Hann sagði já við kúguninni og ætlaði samt að skrifa sig á áskorunina um að forsetinn skrifaði EKKI undir ef tillaga Péturs yrði felld!?   Hví var hann þá að játast undir kúgun???   Hvað á svona vitleysa að þýða???   Hann og allir sem samþykktu Icesave gegn dómi og lögum þurfa að víkja.  Rökleysan er alger og ótrúverðug.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 12:47

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Frá mínum sjónarhóli séð virkaði atburðarásin hönnuð. Fyrirfram var vitað að órólegadeildin í Vg þurfti að fá eitthvað svigrúm til að sýna kjósendum sínum að þeir væru annað og meira en innantómt orðagjálfur. Lilja var búin að gefa yfirlýsingar um að hún myndi ekki greiða atkvæði með Icesave-frumvarpinu, þá þurfti að tryggja að hinir gætu líka án þess að valda skaða. Það vað gert með því að skipta hópnum. Stjórnin fór með sigur í báðum málum. Allir fengu sína dúsu.

Reiðilestur Ögmundar yfir Sjálfstæðismönnum vegna mála sem aldrei hafa verið á stefnuskrá flokksins var ennfremur ósannfærandi. Dálítið "phony", eins og hann væri að reyna að draga athyglina frá eigin afglöpum.

Sem hann var auðvitað að gera.

Ragnhildur Kolka, 4.1.2010 kl. 20:32

7 Smámynd: Elle_

Já, Ragnhildur Kolka, þakka þér fyrir.   Já, ég skildi ekki reiðilesturinn og fannst öll stjórnarandstaðan hafa haldið uppi sterkum rökum og vörnum gegn ólögunum.  Og ég hafði lesið comment þitt um þetta fyrr og óttast að það hafi kannski verið eins og þú lýsir. 

Mikið er það orðið óþolandi ef maður getur ekki trúað nokkrum stjórnmálamanni og hvað sem maður hefur haldið að þeir væru öruggir.  Skringilega fannst mér eins og ég hefði orðið fyrir lest þegar ég heyrði að Ögmundur hafnaði tillögu Péturs.   Foringjavaldið er orðið óviðunandi og foringjarnir nánast einvaldar í landinu.  Ögmundur hafði vilja og vit til að vera ekki stjórnað og stýrt eins og tuskudúkku, hefði maður haldið.  

Ekkert Ice-save.

Elle_, 4.1.2010 kl. 21:33

8 Smámynd: Elle_

Forsetinn hefur það vald að stoppa þessi níðingslegu ólög og hafni hann undirskrift munu AGS og okkar stjórnvöld, stjórnir erlendra hrokavelda og Icesave-sinnar allir finna fyrir nauðsynlegri blautri tusku.  Þau munu vita að þau geti ekki haft okkur að niðurlægðum fíflum, ofboðið okkur og notað menn í skulda-þrældóm.   Forsetinn hefur það vald og það verkefni að vera okkar öryggisventill gegn ólögum og óverkum stjórnvalda.

Elle_, 4.1.2010 kl. 23:27

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála, Elle, skörulega mælt, þú mikla baráttukona.

Ég er líka alveg 100% sammála henni Ragnhildi Kolka.

Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 03:38

10 Smámynd: Elle_

Já, þakka þér fyrir Jón.  Já, það lætur mann hugsa, að þið Ragnhildur Kolka séuð fullkomlega sammála um þetta.  Hvílikt svekkelsi. 

Forsetinn hlýtur að stoppa ólögin.  Getur bara ekki annað verið.  Hann er þarna fyrir okkur, ekki flokka, ekki önnur veldi.  

Ekkert Ice-save.

Elle_, 5.1.2010 kl. 07:03

11 Smámynd: Elle_

Kæri forseti Ólafur Ragnar Grímsson.
 
Vil þakka þér kærlega, kærlega fyrir að virða lýðræði okkar landsmanna í Icesave málinu.
 

Elle_, 5.1.2010 kl. 11:13

12 Smámynd: Elle_

Nú getum við landsmenn og vinir sem vildum ekki sjá Icesave-nauðungina, tekið gleði okkar á ný loksins.  Og sofið um nætur.   Nú fáum við loksins síðasta orðið.  

Elle_, 5.1.2010 kl. 11:37

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Gott hjá þér ElleE, en við megum ekki sofna alveg á verðinum.

Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 14:45

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til hamingju ElleE með að barátta þín hefur skilað jákvæðum árangri. Og maður getur virkilega verið stoltur af Forseta Íslands!

Óskar Arnórsson, 5.1.2010 kl. 17:00

15 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir, Ísleifur og Óskar.  Já, við getum glaðst og verið stolt af forsetanum.   Við skulum þó ekki sofna á verðinum eins og Ísleifur segir.  Við þurfum að skrifa erlendis og vonandi gerir stjórnarandstaðan alvöru úr að kynna málstað okkar, ekki gerir núverandi stjórn og stjórnarflokkar það af neinni alvöru og viti.

Elle_, 5.1.2010 kl. 17:04

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta kolfellur örugglega í þjóðarathvæðgreiðslu og svo er bara að skrifa og blogga í erlend blöð um að þessi skuld var aldrei þjóðarinnar. Hún var eign einkabanka og kom Íslandi aldrei neitt við. Svo þarf að segja núverandi Ríkisstjórn að hirða pokan sin. Ríkisstjórnin er hruninn og er það gott mál.

Óskar Arnórsson, 5.1.2010 kl. 17:17

17 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæl ElleE,

Óska þér til hamingju um leið og ég þakka þér þína góðu baráttu og trúi því að þú látir ekki þitt eftir liggja í framhaldinu því þetta er ekki búið, en með baráttuvilja þín og svo fjölmargra sem aldrei verður full þakkaður næst sigur.

Þórólfur Ingvarsson, 5.1.2010 kl. 18:01

18 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur báðum, Óskar og Þórólfur.
Já, fólk kemst oft inn í pistla í erlendum miðlum og getur skrifað undir.

Allir eru á móti okkur og við erum ein og komumst ekki lengra sögðu þau og það átti víst að þýða að við ættum að skríða eins og hálfvitar og sættast á afarkosti og nauðung. 

Æskilegast hefði verið að mínum dómi að vant almannatengslafólk hefði farið fyrir löngu utan fyrir hönd okkar og stjórnvalda með lögmönnum bæði í íslenskum lögum og Evrópulögum og útskýrt okkar hlið.   Ekki bara flokks-hliðhollir embættismenn sem er fásinna. 

Elle_, 5.1.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband