HVAR ERU SVÖRIN VIÐ SPURNINGUM SIGURÐAR LÍNDAL?

Prófessor Sigurður Líndal.<br /><em>mbl.is/Ómar</em>

 Sigurður Líndal, lagaprófessor

 

Fyrir 3 mánuðum sagði norski forsætisráðherrann, Jens Stoltenberg,  í bréfi til Jóhönnu Sig., að þegar Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð gáfu fyrirheit um lánveitingu til okkar í nóvember árið á undan, hafi það verið með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Sigurður Líndal sagði að þessi orð Stoltenbergs yrðu varla túlkuð á annan veg en að íslenska ríkið, og þá um leið íslenska þjóðin, ætti með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar.  Vegna þessa vildi Sigurður Líndal að Stoltenberg svaraði 2 spurningum skýrt:

 

1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild.


2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm?

 

Sigurður taldi að íslensk stjórnvöld yrðu að ganga eftir skýrum svörum við þessum spurningum.  Hafa íslensk stjórnvöld gengið eftir skýrum svörum við þessum 2 eðlilegu og sjálfsögðu spurningum prófessorsins fyrir hönd íslensks almennings??? 

Ef svarið er já, hvaða svör hafa fengist frá Jens Stoltenberg?  Og ef svarið er nei, finnst stjórnvöldum ekki að prófessornum komi þetta neitt við? 

Og hvað nákvæmlega er það sem stjórnvöld Norðurlandanna kalla skuldbindingar okkar??? Það skyldu þó ekki vera þrælalögin sem Bretar og Hollendingar skrifuðu fyrir Alþingi Íslands???  

Það er vel skiljanlegt að Norðurlöndin vilji ekki eða þori ekki að lána kolspilltu og stjórnlausu landi peninga.  Það er hinsvegar ekki eðlilegt, og bara óþolandi, að stjórnvöld Norðurlandanna gerist meðsek í ólöglegri kúgun breskra og hollenskra stjórnvalds-tudda, sem eðlilega vilja ekki fara með málið sem þeir hafa ekki gegn okkur fyrir dóm.  


Lagaprófessorinn spurði 13. október, 09:

Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

 http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Gætum við fengið að spyrja þennan háttvirta Noj,ara.  Mín ósk er að ný stjórn taki við völdum,sem allra fyrst og vísi þessu Icesave-kjaftæði til dómstóla.  Allt varðandi Icesave vekur heimsathygli á því græðum við. Það vonaði ég alltaf. Nú hefur það gerst,fylgjum því eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2010 kl. 05:46

2 Smámynd: Elle_

Helga, sæl aftur og takk fyrir commentið.  Ég vil líka nýja stjórn, en hefur fundist lengi að Icesave sem við skuldum ekki þurfi alfarið að hafna.  Haldi Bretar og Hollendingar sig hafa mál gegn okkur geta þeir sótt okkur fyrir dómi.  Það vilja þeir ekki þó og fólk getur spurt sig hvers vegna.  Við þurfum að standa fast í fæturna gegn yfirganginum í þeim, við höfum lögin með okkur, ekki þeir.   Það mun ekki gerast með Jóhönnu og co. með sína EU-sýki í stjórn og með Steingrím þarna sem vill ekki eða þorir ekki að andmæla og missa kannski vinstri stjórn.   Þau vilja bara hina GLÆSILEGU NIÐURSTÖÐU: 
http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU
-_-

Elle_, 17.1.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Af hverju viðurkenna Stjórnvöld ekki trassaskap sinn og vankunnáttu í lagalestri [líka milliríkisamninga]  og biða Litla-Alþjóða samfélagið afsökunar sem hafi komið ríkistjórnum inn á þann farveg sem er í mótssögn t.d. við anda Tilskipunarinnar um tryggingasjóð innlána á EU útvíkkaða svæðinu. 

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 01:29

4 Smámynd: Elle_

Júlíus, vissi ekki að þú værir þarna.  Ég tek undir spurningarnar þínar og ef stjórnvöld væru heiðarleg í málinu, myndu þau gera þetta sem þú ert að segja.  En mannvonska og óvirðing þeirra í öllu málinu hefur verið mikil og þau ætla ekki að láta í minni pokann.

Elle_, 19.1.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Forstjórinn skammar pabba, pabbi gerir minna úr mömmu sem setur börnin í skammakrókinin þeim til minnkunar.

Bretar og Hollendingar hafa ekki forræði yfir þeirri ríkistjórn sem á að vera okkar á öllum tímum óháð kosningaloforðum og flokkum.

Þess vegna m.a. er erfitt fyrir önnur ríki að sína henni virðingu.

Óréttlætið ríkir í heila þess sem bíður það velkomið eða sættir sig við það.

Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband