AGS STÝRIR RÍKISSTJÓRNINNI

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.<br /><em>mbl.is/RAX</em> Franek Rozwadowski, Mark Flanagan, AGS (IMF).

Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér í september sl. munaði aðeins nokkrum prósentustigum að Ísland kæmist yfir þau mörk.

http://www.visir.is/article/20090908/FRETTIR01/226509846/1064

 

 

Í nóvember 2008 mat AGS að 240% skuldahlutfall væri „augljóslega óviðráðanlegt“ (clearly unsustainable).  Ári síðar telur sjóðurinn að 310% hlutfall sé viðráðanlegt.  Þessi mótsögn í mati sjóðsins er athyglisverð í ljósi þess að íslenska ríkið gæti ekki ábyrgst lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu ef skuldaþolsmörkin frá því í nóvember 2008 héldu og væru enn 240%.  Það er ekki hægt að útskýra þessa stefnubreytingu AGS nema með þeim hætti að Bretar og Hollendingar hafi beitt pólitískum þrýstingi í stjórn AGS til að tryggja að íslenska ríkið taki á sig Icesave-skuldbindingarnar.

Alþingi, 15. nóv. 2009.

Lilja Mósesdóttir,
Ögmundur Jónasson.
 
 
 
Og Icesave-stjórnin ætlar samt að gangast undir Icesave.  Og gera ríkið gjaldþrota.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverðar ábendingar hér.

Kærar þakkir, Elle!

Jón Valur Jensson, 8.2.2010 kl. 02:10

2 Smámynd: Elle_

Blessaður og sæll, Jón.  Já, mér fannst þetta skýrasta dæmið úr Icesave-umræðunni í Alþingi í vetur, um misbeitingu og ógnarstjórn AGS og vildi að þessi puntkur kæmi einn fram.  Og ríkisstjórnin kýs að vaða með landið beint ofan í gryfjuna.  Steingrími J. fannst Icesave glæsilegur samningur í júní sl. og ekki áfellisdórmur að 10 prósent líkur voru á greiðslufalli ríkisins í des. sl.:


Rikisstjórnin píndi Icesave í gegnum Alþingi nokkrum dögum seinna.

Elle_, 8.2.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband