MAÐUR SEMUR EKKI UM FJÁRKÚGUN

MAÐUR SEMUR EKKI UM FJÁRKÚGUN.

http://abbystar.files.wordpress.com/2009/10/blackmail.jpg

 

Nú er Icesave-stjórnin á fullu að semja og semja um hvað???  Jú, semja um fjárkúgun!?  Hvað lætur þau enn halda að þau hafi vald til að semja gegn lögum?!   Lögum, sem þó hafa fyrir löngu verið ítarlega skýrð, -já, skýrð út í ystu æsar af færustu og lærðustu lögmönnum, bæði erlendis og innanlands.  Af fjölda lögmanna og lagaprófessora, eins og Jóni Steinari Gunnlaugssyni og Lárusi L. Blöndal.  Magnúsi Inga Erlingssyni og Ragnari Hall.  Sigurði Líndal, Stefáni Má Stefánssyni og Vigdísi Hauksdóttur.

 

Manni fallast nánast hendur.  Manni verður orða vant.  Ríkisstjórn lands getur tæplega gerst andstyggilegri og vitlausari en semja við fjárkúgara.  Ógnarstjórn semur um fjárkúgun gegn eigin þjóð.  Hvað í veröldinni er það sem þau ekki skilja???  Er þetta ekki nokkuð skýrt?:

Það eru öll rök sem hníga að því að íslenska ríkið eigi ekki að veita ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum. Þegar lög nr. 98/1999 um innistæðutryggingasjóðinn voru samþykkt (lögleiðing á tilskipun 94/19/EB) var sérstaklega tekið fram í frumvarpinu að bankarnir sem þá störfuðu væru ekki lengur ríkisbankar og að innstæðutryggingasjóðurinn skyldi vera sjálfseignarstofnun og ekki ríkisstofnun:

MAGNÚS INGI ERLINGSSON, LÖGFRÆÐINGUR OG SÉRFRÆÐINGUR Í EVRÓPURÉTTI, DES., 09.

LINK VANTAR 


 Eða þetta?:

Sigurður Líndal lagaprófessor segir óskiljanlegt af hverju ekki er búið að leggja það fyrir dómstóla hvort Íslendingar eigi að borga Icesave skuldirnar. Aðalatriðið sé að fá réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart Bretum og Hollendingum á hreint áður en skuldirnar verði greiddar.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir það skyldu íslenskra ráðamanna að látið verði reyna á það fyrir dómstólum hvort þjóðin eigi að greiða skuldir vegna Icesave. Sigurður Líndal lagaprófessor tekur í sama streng og Jón Steinar og segir að sér finnist það óskiljanlegt að ekki skuli hægt að leggja málið fyrir dóm. Að mati Sigurðar hljóta Íslendingar að eiga rétt á því og slíkum dómstóli hlýtur að vera hægt að koma á fót.

Sigurður segist frekar vilja tapa slíku máli þannig að réttarstaðan verði skýr en að vera í óvissu og „láta gagnaðilana einhliða ákvarða skyldur okkar.":
 
JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON, HÆSTARÉTTARDÓMARI OG SIGURÐUR LÍNDAL, LAGAPRÓFESSOR, JÚNÍ, 09: 
 
http://www.visir.is/article/20090623/FRETTIR01/167917635


 Ekki er þetta rosalega flókið?:

Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

 SIGURÐUR LÍNDAL, LAGAPRÓFESSOR, OKT., 09: 

 http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

 

 Eða loks þetta?:

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, er ósáttur við að samið hafi verið um að greiða icesave reikningana. Hann segir ekki lagalegar forsendur fyrir greiðslunni. Hann segir málið klúður af hálfu Evrópusambandsins.  Stefán segist hafa viljað sjá Alþjóðlega dómsstóla skera úr um hvort Íslendingar ættu að ábyrgjast tryggingasjóðinn. Honum finnst ekki sanngjarnt að Íslendingar séu beittir þrýstingi og fái ekki dómsúrlausn um hvort skoðun gagnaðilanna sé rétt. Það gangi ekki í samskiptum ríkja:
 
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON, LAGAPRÓFESSOR, JÚNÍ, 09:

 
 
 
 
MAÐUR SEMUR EKKI UM FJÁRKÚGUN. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessi auma ríkjandi-stjórn,á skilið makleg málagjöld.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Elle_

Já, ógnarstjórn bara, Helga.  Út með þau. 

Elle_, 17.2.2010 kl. 19:49

3 identicon

Ekkifréttamaður útskýrir vandamál stjórnmálamanna:

Myndband

Haraldur (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já þessir stjórnmálamenn sem að þessu standa eru tómir grautarhausar og meiga fara í gúlagið ef það er bara ekki of góður staður fyrir þessa menn.

Elís Már Kjartansson, 19.2.2010 kl. 12:15

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er ekkert annað en kúgun Elle er sammála þér okkur ber ekkert að borga fjalla um það hvað á að gera við þessa tillögu í bloggi mínu http://jaj.blog.is/blog/jaj/entry/1020365/

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.2.2010 kl. 22:15

6 Smámynd: Elle_

Fyrirgefið, Haraldur og Elís Már, hvað ég svara seint.  Hef verið e-ð viðutan!?  En þakka ykkur báðum fyrir og tek undir með ykkur með stjórnmálamennina.   Og líka Jóni Aðalsteini og takk fyrir góðan fund!.  Já, það er stórmerkilegt hvað þessi stjórn heldur sig vera ofur-valdamikla.  Við komum þeim frá völdum. 

Elle_, 19.2.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.