HVAÐ MEINAR FORSETINN?

HVAÐ MEINAR FORSETINN ÞEGAR HANN SEGIR ERLENDIS AÐ ÍSLENDINGAR VILJI BORGA ICESAVE???

Enn eru allir forystumenn stjórnmálaflokkanna að tala um að semja við rukkarana um ólöglegt Icesave sem við skuldum ekki.  Og það strax  daginn eftir að við kol-felldum Icesave.  Og skal engan undra.   Allir flokkarnir hafa stutt kol-ólöglegt Icesave, bara misjafnlega mikið.  Forsetinn sjálfur kom fram erlendis opinberlega og lýsti yfir að íslenska þjóðin - bændur, sjómenn, kennarar, hjúkrunarfólk - sé reiðubúin að greiða Bretum og Hollendingum jafnvirði rúmlega 20 þúsund evra vegna hvers reikningseiganda:
FORSETINN SEGIR ERLENDIS AÐ ÍSL. ÞJÓÐIN VILJI BORGA Í ICESAVE
Og það er rangt hjá honum og bara sorglegt að hann skuli koma fram opinberlega og segja það.  Það er mikill minnihluti landsmanna sem vill borga 1 eyri í Icesave.  Það hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum.   Nú, hvað vakir fyrir honum þá???   Og á sömu nótum: Hví skrifaði hann undir ólögin 2. sept., 09?  Ekki misskilja mig, forsetinn var sigurvegari þegar hann hafnaði ólögunum frá 30. des., 09.  En ætla forsetinn og stjórnvöld aldrei að hætta algerlega við að sættast á ólöglegar rukkanir gegn ísl. ríkinu og ísl. skattborgurum, -sama hvað við höfum mikinn fjölda lagaraka frá bæði erlendum og innlendum lögmönnum og fræðimönnum, gegn allri ábyrgð okkar á Icesave?????  Það er löngu orðið óþolandi að hlusta á vilja þeirra allra til að semja við mafíu.  Við skuldum ekki 1 eyri í þessu fjárans rugli.  Og líta mótmælendurnir gegn Icesave að neðanverðu nokkuð út fyrir að vera í þeim ráðvillta hópi, sem vill sættast á niðurlægjandi fjárkúgun gegn börnum þessa lands, foreldrum þeirra og gamalmennum???

 

PROTESTING ICESAVE

Protesting ICESAVE by thorrisig.
A man shouting at the statue of the national hero Jón Sigurðsson "Don’t sign the ICESAVE contract!"   A man using megaphone to urge parliamentarians not to sign the ICESAVE agreement.
 
 
Protesting ICESAVE by thorrisig.
Protester Þorvaldur Þorvaldsson.

 

Protesters in the Iceland capital Reykjavik
Protesters marched to parliament in Reykjavik as the referendum took place.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þið eru flott, Elle,

Áfram Ísland.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 01:04

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Elle, við skuldum ekki einn eyri. En hluti þjóðarinnar hefur tilhneyingu til að trúa stjórnmálamönnum, fræðimönnum og fjölmiðlum. Í mörgum tilfellum hafa fyrrgreindir aðilar haldið þvælunni fram. Stærsta verkefni framtíðarinnar verður að leiðrétta og bæta ímynd Íslands eftir þá miklu eyðileggingu sem stjórnin og hennar fylgismenn hafa ollið, með sínu bull.

Ekki veit ég hvað forsetanum gengur til, það er oft erfitt fyrir mig að skilja hann.

Meginkrafa þjóðarinnar hlýtur að vera að byrja með hreint borð í Icesave og fella stjórnina.

Allt hlýtur að vera betra, en að búa við ríkisstjórn sem þrælar sér út, við að eyðileggja hagsmuni eigin þjóðar sem og að sverta hennar ímynd. En ég er alltaf jafn hrifinn af pistlunum þínum, orðalagið kjarnyrt og gott.

Jón Ríkharðsson, 8.3.2010 kl. 13:53

4 Smámynd: Elle_

2 merkir menn mættir og ég læt þá standa úti í kuldanum.  Ómar, kannastu við manninn þarna efst?  Manninn sem er að kalla?   Og Ómar, pistlarnir þínir staflast upp og ég næ þér ekki, gat ekki heldur lesið næstum allt sem ég vildi neinsstaðar, -það er svo mikið í gangi bæði í fréttum og innlendum og erlendum greinum og pistlum.   Hver er annars munurinn á grein og pistli? 

Já, Jón, allt væri líkl. skárra en ríkisstjórnin sem leggur nótt við dag, þrælar sér út eins og þú segir, við að grafa undan okkur og sverta okkur.  Forsetinn var ómetanlegur við synjun ólaganna síðustu.  Hann skrifaði samt undir hin ólögin 2. september og það svíður. Og gleðilegt að hitta þig.  Vildi að við hefðum getað verið þarna lengur og spjallað.  Kannski seinna.   Og kannski náum við Ómari í suðurlands-kaffi einn góðan veðurdag? 

Elle_, 8.3.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.