RANGDÓMAR GEGN TOLLEMBÆTTISMÖNNUM

EMBÆTTISMENN TOLLSINS

ERU EKKI SEKIR

Upplýsingavefur tollstjóra


Víða virðist misskilnings gæta gegn mönnum sem vinna í ríkisembættinu Tollinum eða Tollstjóraembættinu.  Eins og þeir séu persónulega sekir um að fjárkúga okkur.  Dæmum ekki tollmenn fyrir tolla, frekar en skattmenn fyrir skatta og lögreglumenn eða ökumenn fyrir umferðarlög.   Munum að starfsmenn Tollsins, tollheimtumenn, tollrannsóknarmenn og hvað embættin nú öll heita innan Tollembættisins,  hafa ekkert með lögin í landinu að gera og stýra ekkert þeim ofurtollum sem lagðir eru á okkur.  Ekkert frekar en að skattheimtumenn stýri ofursköttunum.  Eða allur almenningur, við sjálf, guðfræðingar, læknar, lögreglan, slökkviliðsmenn, verkfræðingar.   Það er Alþingi eitt, skatt- og toll-brjálaðir pólitíkusar, sem setja tollalögin í landinu og drottna yfir sköttum og tollum, ekki skattmenn og tollmenn .   Og líka er farið eftir alþjóða- (milliríkja-) tollasamningum.   Embættismenn Tollsins búa ekki sjálfir til Tollskrána.  Heldur vinna þeir samkvæmt Tollskránni og um hana gilda alþjóðatollasamningar og landslög.

Einn maður skrifaði í blogg Halldórs Jónssonar nýlega:
________________________________________________________________

Svona fer fyrir ósvífnum tollheimtumönnum á Íslandi:

Þannig háttar til að eftir endilangri Staðarsveit á Snæfellsnesi liggur melahryggur.  Staðarsveitin er mýrlend og víða keldur og lítil stöðuvötn.  Því lá aðalferðaleiðin um malarhrygginn Ölduhrygg. Sagt er að Grani bóndi á Staðarstað eða Stað á Ölduhrygg eins og bærinn hét fyrrum hafi hlaðið garð um þjóðbraut þvera, svonefndan Granagarð, mikið mannvirki. Á garðinum hafði hann hlið og innheimti þar toll af vegfarendum.

Grani tollheimtumaður varð ekki vinsæll af þessu uppátæki sínu og einn morguninn fannst hann hangandi í snöru á öðrum hliðstólpanum, dauður

________________________________________________________________

Líklega var ofanverð saga spunnin af fáfræði og rangdómum gegn embættismönnum Tollsins.  Og það mun ekki vera í fyrsta sinn.  Hættum að hatast út í starfsmenn Tollembættisins og rangdæma þá.  Þeir eru bara að vinna vinnuna sína eins og við hin.  Ætli menn og konur þar séu ekki jafn misjöfn og í öllum öðrum stéttum?   Og ef vinnureglurnar innan embættisins eru óviðunandi eða skrýtnar, ættum við að kenna æðsta manni embættisins, Tollstjóra sjálfum, um.  Embættismenn Tollsins hafa jú sjálfir kvartað undan stjórn hans gegn mönnum innan embættisins.  Einelti og mismunun lifir þar nú gegn starfsmönnum í þessum skrifuðum orðum.  Eldri mönnum og vönum er lymskulega ýtt til hliðar eins og ónýtu brotajárni.  Svipað og farið var með eldri lækna í Landspítalanum, þegar þeim var mannvonskulega vikið til hliðar fyrir ódýrari unglækna.  Og af hverju vann náinn ættingi Tollstjóra við óauglýst embætti innan Tollsins???  Og hefur nú verið komið fyrir í óauglýstu embætti innan Fjármálaráðuneytisisns???  Hví fylgir ekki Tollstjóri sjálfur sinni yfirlýstu stefnu gegn öðrum embættismönnum innan Tollsins, um að nánir ættingjar og vinir starfsmanna þar, geti ekki unnið þar?   Kannski er það spurning um Jón og séra Jón.  Spurningunum ætti Tollstjóri að þurfa að svara til yfirvalda.  Hann á ekki embættið, ríkisembættið, hann vinnur þar á vegum ríkisins og skattborgara.  Nei, enn viðgengst rotin spilling í embættum landsins og mál að linni.  Heimtum svar frá honum og pólitíkusum, en dæmum ekki alla tollembættismenn.     

 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband