OFBELDI ASÍ OG SA.

OFBELDI ASÍ OG SA Í EU-

OG ICESAVE-MÁLUNUM LÍKIST

OFBELDI SAMFYLKINGAR GEGN

VG:

 

mynd

 Styrmir Gunnarsson.

Ekki er orðið einleikið ofbeldi ASÍ og SA í Evrópu- og Icesave-nauðungunni gegn íslenskum almúga.   ASÍ OG SA hafa löngum heimtað Icesave-nauðungina yfir almenning svo gróðaníðingar geti fengið erlend risalán fyrir álverum og risaverkefnum á kostnað hins almenna verkamanns og ríkissjóðs.  Nú hefur Ögmundur Jónasson sagt opinberlega frá slíkri aulakúgun varðandi ofbeldisumsóknina inn í vitfirringu Evrópuríkisins.  Óhugnanlega hliðstæð saga og yfirgangur ofbeldisflokks Jóhönnu Sig. gegn VG.   Styrmir Gunnarsson skrifaði pistil í Evrópuvaktina um fullyrðingu Ögmundar.  En EVRÓPUVAKTIN er nýr miðill sem hófst í gær, 27. apríl.

STYRMIR GUNNARSSON SKRIFAÐI: 

Á BAK VIÐ LOKAÐAR DYR OG Í SKJÓLI NÆTUR: STYRMIR GUNNARSSON:

En það sem vekur athygli er einmitt það sem Ögmundur Jónasson bendir á í fyrrnefndu viðtali, að forystumenn þessara tveggja samtaka gera tilraun til þess að beita þáverandi ríkisstjórn ofbeldi, pína hana við óvenjulegar aðstæður í íslenzku þjóðlífi til þess að gefa slíka viljayfirlýsingu.

Hið umhugsunarverða er að sama gerist, þegar Samfylkingin knúði Vinstri græna til þess að samþykkja umsókn um aðild Íslands að ESB á Alþingi 16. júlí 2009 með hótunum um að ella yrði samstarfi þessara tveggja flokka í ríkisstjórn slitið.

Hvað veldur þessari ofbeldishneigð hjá stuðningsmönnum aðildar að Evrópusambandinu? Hvers vegna geta þeir ekki sætt sig við lýðræðisleg vinnubrögð í meðferð þessa ágreiningsefnis?

Hvers vegna mátti ekki leggja fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þá spurningu, hvort Ísland ætti að sækja um aðild að ESB? Hvers vegna mátti ekki efna til þjóðarumræðu um þetta mikilvæga mál í aðdraganda slíkrar atkvæðagreiðslu? Hvers vegna vilja ESB-sinnar taka svo veigamiklar ákvarðanir á bak við lokaðar dyr og í skjóli nætur?

Það er ekkert svar að segja að fyrst verði að kanna hvaða í boði sé. Af hverju mátti þjóðin sjálf ekki taka ákvörðun um það í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort hún vildi láta kanna, hvað í boði væri? Sú tillaga kom fram á Alþingi og var felld.

Vinnubrögð sem þessi eru áhugamönnum um ESB-aðild ekki til framdráttar. Lýðræðið á að ráða.

 

ASí OG SA OFBELDIÐ: EVRÓPUVAKTIN OG ÖGMUNDUR JÓNASSON - 1.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við lifum á víðsjálverðum tímum og því er fengur að þessari nýju Evrópumálasíðu.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2010 kl. 21:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fagna því líka. Þýðir ekki að kommenta á blogg Evrópusinna.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2010 kl. 22:23

3 Smámynd: Elle_

Já, sammála ykkur báðum, Helga og Ragnhildur.  Kannski vegur síðan upp á móti Evrópusamtakasíðunni og þó löngu fyrr hefði verið.  Og við erum nú með nokkra góða bloggara líka og kannski verður samtakamáttur þar í milli. 

Elle_, 28.4.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Um hvaða síðu er verið að tala?

Ég er hættur að hafa minnstu áhyggjur af þessum EU draumi. Mér sýnist og heyrist helst á fólki að fátt sé því fjarlægara en aðildin að þessum fáránleika. Svo er það nú að verða spurning hvort klúbburinn lifir af fyrstu krísuna óskemmdur. Grikklandsfárið er prófsteinninn á burðarþol þeirrar undirstöðu sem kjánaskapur þessa kontórisma hvílir á.  

Árni Gunnarsson, 29.4.2010 kl. 08:06

5 Smámynd: Elle_

Árni, við erum að meina siðu miðilsins: EVRÓPUVAKTIN.  Ef þú ýtir á annan hvorn linkinn í pistlinum að ofan, ferðu inn í síðuna.   Nei, ég veit að stærri hluti landsmanna vill ekkert ganga inn í Evrópuríkið og vildi heldur ekkert sækja um í fyrstunni.  En eins og kemur fram í pistlinum var ekkert hlustað á vilja þjóðarinnar í þessu frekar en Icesave eða öðru.  Og við höfum enga ástæðu til að halda að þessi ólýðræðislega stjórn Jóhönnu og Steingríms þvingi okkur ekki þangað inn.  Þau sóttu um með ólýðræðislegu ofbeldi.

Elle_, 29.4.2010 kl. 11:20

6 Smámynd: Elle_

Enn um ofbeldi SA.  Og hvers vegna er Vilhjálmur Egilsson sjóðsstjóri lífeyrissjóðs launþega???  Ekki datt mér það í hug.   Ekki fyrr en ég las pistil Sigurðar Jónssonar núna og meðfylgjandi Mogga-frétt frá seint í gærkvöldi:

HVERS VEGNA STJÓRNA ATVINNUREKENDUR LÍFEYRISSJÓÐUM LAUNAFÓLKS?

Vilhjálmi Egilssyni líkt við Brezhnev af einum sjóðsfélaga:

MENN ERU STJÓRNUVITLAUSIR.

Elle_, 29.4.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband