ER LANDIÐ AÐ VERÐA NÝLENDA?

ERU GRÓÐANÍÐINGAR AÐ SÖLSA LANDIÐ UNDIR SIG?

http://www.hipkiss.org/data/maps/london-geographical-institute_the-peoples-atlas_1920_the-world-colonial-powers-in-1919_3012_3992_600.jpg

ÉG SKRIFAÐI Í SÍÐU ÖGMUNDAR JÓNASSONAR, ENN ÓBIRT:

Komdu sæll Ögmundur.  Ég vil taka undir bréf Guðjóns Jenssonar: ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN, Gunnars Skúla Ármannssonar: ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI og Þórs Gunnlaugssonar: NÝ STAÐA Í ICESAVE.

Þeir hittu naglann á höfuðið.  Það er ömurlegt hvað þessi svokalla ´velferðarstjórn´ eða vinstri stjórn hefur illilega brugðist okkur.  Nú erum við í miðri landsölu, Ögmundur, og ófyrirgefanlegt að þið skulið ekki hafa brugðist við miklu fyrr.  Hvernig getið þið kallað ykkur ´velferðarstjórn´ og stutt helstefnu AGS, sem vinnur hörðum höndum, hvar sem þeir komast inn í lönd, við að einkavæða allar auðlindir og ríkisfyrirtæki landa???  Þið hljótið að vita að þeir vinna fyrir auðmenn og bankamenn og stórveldi.  Hví styðjið þið AGS-, EU-, ICESAVE- LANDSÖLUSTJÓRNINA???   Þið getið ekkert blekkt okkur með því að nokkrir ykkar kjósi gegn EU og ICESAVE og hinir með EU og ICESAVE, nákvæmlega útreiknað þannig að það komist samt í gegnum löggjöfina.  Nákvæmlega eins og landsöluflokkur Jóhönnu Sig. vildi.  Hvar endar þessi vitleysa, Ögmundur?  Getið þið ekki hætt að svíkja okkur og selja landið undan fótum okkar?
-------------------------------------------------------------------

Vil líka segja að það gengur ekkert upp að ofbeldismenn ráðist á lögreglumenn og þingverði og losni við að fara fyrir dóm, eins og sum ykkar í VG viljið.  Það eru siðspilltir pólitíkusar sem það vilja.

Loks ættuð þið að losa ykkur við Árna Þór, Bjðrn Val og Steingrím Jóhann úr flokknum.  Þeir hafa svikið og vaða í sömu rugl-þoku og Evru-fylkingin og styðja landsölu og öfga-kapítalisma AGS.  Og að vísu þurfum við að losna við allt Icesave-liðið úr stjórn.  Við munum ekki verða lengur sjálfstætt ríki fljótlega með þetta stórhættulega fólk við völd.  

Guðjón Jensson: ÞÖRF Á OPINBERRI RANNSÓKN.

Gunnar Skúli Ármansson:  ÍSLAND GÆTI ORÐIÐ NÝLENDURÍKI.

Þór Gunnlaugsson: NÝ STAÐA Í ICESAVE.
-------------------------------------------------------------------

Colonialism: Colonial Power:

http://encyclopedia2.thefreedictionary.com/Colonial+powers:

The World Colonial Powers In 1919 (London Geographical Institute - The Peoples Atlas - 1920)


The policy and practice of a power in extending control over weaker peoples or areas.  The purposes of colonialism include economic exploitation of the colony's natural resources, creation of new markets for the colonizer, and extension of the colonizer's way of life beyond its national borders. The most active practitioners were European countries; in the years 1500–1900, Europe colonized all of North and South America and Australia, most of Africa, and much of Asia by sending settlers to populate the land or by taking control of governments. The first colonies were established in the Western Hemisphere by the Spanish and Portuguese in the 15th–16th century. The Dutch colonized Indonesia in the 16th century, and Britain colonized North America and India in the 17th–18th century. Later British settlers colonized Australia and New Zealand. Colonization of Africa only began in earnest in the 1880s, but by 1900 virtually the entire continent was controlled by Europe. The colonial era ended gradually after World War II; the only territories still governed as colonies today are small islands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Flott kommafærsla (he, he, he), það er ekki oft sem Ögmundur er skammaður frá vinstri.

Eða snýst þetta ekki lengur um vinstri/hægri.   

Er þetta varnarbarátta þjóðar fyrir tilveru sinni????

Varnarbarátta sem er óháð gamla pólitíska þrasinu, en snýst um að verja þjóð sína og framtíð barna sinna.

Sé svo, þá er það sorglegt hvað þessi varnarlína er þunnskipuð, hvað sem veldur.  

Þess vegna kjósum við ....., æ gleymdi mér, stunda ekki kosningaáróður.

En svona færsla er hressandi, ég er loksins að líta á aðrar síður eftir nokkurt hlé, athuga hvort það sé ekki einhver þarna úti sem ennþá lætur sig framtíð okkar skipta.  

Og þó Ögmundur birti ekki athugasemd þína, þá les hann hana og íhugar.  Takist að hreyfa við samvisku VG liða þá kemur Jóhann ekki öllum sínum skrímslaáformum í gegn.

Og á meðan er von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 09:18

2 Smámynd: Elle_

Já, við kommarnir (he, he, he) skömmum alla hina kommana, Ómar.  Málið snýst nefnilega, eins og þú kemur inn í, ekkert um hægri eða vinstri. 

Landið og lýðveldið eru á leið til fjandans, í glötun, norður og niður.  Og mest vegna landsölustjórnar Jóhönnu Sig.  Og Steingrímur J. hlýðir öllum landsölu-skipunum að ofan eins og skammarlega þægur rakki. 

Skrímslin í Evrufylkingunni hafa komið alltof mörgum af skrímslaáformum sínum í gegn.  Með undirgefni VG.  Þessvegna skrifa ég Ögmundi með ójöfnu millibili.  Hann birti færsluna, Ómar, og kallar hana NÓG KOMIÐ AF SVIKUM.  Hann birtir færslur stundum seint:

NÓG KOMIÐ AF SVIKUM!

Gott að þú kíktir inn, Ómar.  En hvers vegna losna ég við persónuárásir og þið ræflarnir þurfið endalaust að þola þær?  Það les enginn pistlana mína nema þið, það er skýringin. 

Elle_, 24.5.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Elle_

Og ég ætla að bæta við að ég held nokkrir í VG haldi sig vera að verja landið gegn skaða, minnka skaðann, með því að hanga þarna enn í stjórn með landsöluliðinu.  Og þar meina ég fólk eins og Lilju Mósesdóttur, Jón Bjarnason og Ögmund Jónasson.  Það er slakt, þau gætu og ættu að nýta alla andstöðu fólksins í landinu gegn skrímslaflokknum og fara í hart gegn þeim.   

Elle_, 24.5.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Á einhverjum tímapunkti þarf fólk að taka afstöðu, hvar það stendur og hvað það vill gera til að hindra þá þróun sem blasir og mun leiða til endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum.  Hvað sem tekur við, þá verðum við minnst spurð af því þegar skuldsetningin er ekki lengur sjálfbær.

En þú losnar við naggið, á meðan þú sækir ekki beint að valdinu.  En ég þarf ekki að kvarta, mér finnst áberandi hvað menn sækja beint að Jón Val á persónulegum nótum.  Hins vegar er það umhugsunarefni, að fólk sem tekur einarða afstöðu gegn ICEsave, AGS, að það er ekki lesið sem neinu nemur.  Hugur fólks er svo rígbundinn fortíðinni, að það hálfa væri nóg. 

Til dæmis hef ég aldrei skilið hvað ungt fólk í fjárhagserfiðleikum lætur lítið í sér heyra.  Og sýnir ekki minnsta lit á að styðja þá stjórnmálmenn sem þó berjast gegn skuldaþrældómnum.  Það er eins og það telji að Davíðsupphrópanirnar borgi lán þess.  Eða ég veit ekki hreinlega hvað það er að hugsa.

En á meðan þá menn eins og Ögmundur ekki þann byr sem þarf til að bylta VG, það vantar baklandið.

Gunnar Skúli kom með kjarnann á blogginu hjá mér í gær þar sem hann sagði að vandamálið væri ekki hverja Lilja styddi, heldur af hverju þjóðin styddi ekki hana.  Okkar langhæfasta þingmann hvað efnahagsmál varðar.  

Ég held nefnilega að fólk ætti að röfla minna um glæpi útrásarinnar og líta meir í sinn eign barm,, það var ekki þannig að það væri verið að leyna neinu.  Þetta var allt fyrir opnum tjöldum.  Sömu tjöldum og AGS ránið fer fram.

Það er þannig sé enginn rændur, nema hann láti ræna sig.   Allavega ekki sama aðilann tvisvar í röð.  

Það er meinið, þjóðin kýs röfl í stað skynsemi, og upphrópanir í stað rökræðna.  

Og hún lætur endalaust ljúga í sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 15:41

5 Smámynd: Elle_

Ómar, þú segir:     Hugur fólks er svo rígbundinn fortíðinni, að það hálfa væri nóg.  Til dæmis hef ég aldrei skilið hvað ungt fólk í fjárhagserfiðleikum lætur lítið í sér heyra.  Og sýnir ekki minnsta lit á að styðja þá stjórnmálmenn sem þó berjast gegn skuldaþrældómnum.  Það er eins og það telji að Davíðsupphrópanirnar borgi lán þess.  Eða ég veit ekki hreinlega hvað það er að hugsa. - - - En á meðan þá menn eins og Ögmundur ekki þann byr sem þarf til að bylta VG, það vantar baklandið.

Já, það vantar sannarlega baklandið.  Hvar er það?  Hann og nokkra stjórnmálamenn vantar stuðning gegn hinum stjórnarflokknum sem öllu ræður og gegn hættulegu fólki innan hans eigin flokks.  Og enn verra er að vera í stjórnarandstöðu.   Þar er fólki hegnt fyrir það eitt að vera í Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum.  Nei, fjöldi fólks sveimar um í flokka-haturs-þoku og sér ekki verðuga fólkið í flokkunum fyrir gamalli pólitík.  Sorglegt.  Og þessvegna vantar allt bakland fyrir sterka menn.  Ómar, ég bendi á eftirfarandi pistil?:

ÍSLAND ER GLATAÐ, ÞÖKK SÉ NÚVERANDI RÍKISSTJÓRN.

Elle_, 24.5.2010 kl. 17:04

6 Smámynd: Elle_

Ekki veit ég af hverju spurningarmerkið slæddist með þarna í lokin, Ómar. 

Elle_, 24.5.2010 kl. 17:57

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Kannski var þetta undirmeðvitundin með efa, kannski er Ísland ekki glatað.

Ekki meðan þú rífur kjaft Ella kommi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 19:58

8 Smámynd: Elle_

Glöggur, Ómar.  Kannski var það undirmeðvitundin sjálf með efa sem slæddi spurningarmerkinu þarna inn?????   Vona að enginn heilvita maður heyri í okkur.  Eða lesi - - -  -_-

Elle_, 24.5.2010 kl. 22:38

9 Smámynd: Elle_

Elle_, 25.5.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband