OG ENN HEIMTA ÞAU ICESAVE.

GYLFI MAGNÚSSON HEIMTAR ENN ICESAVE, EINS OG HINIR GYLFARNIR, STEINGRÍMUR JOÐ VILL ENN ICESAVE: HVAÐ VILL STEINGRÍMUR ENN RÆÐA?  OG JÓHANNA SIG. OG ÖSSUR SKARP. HEIMTA ICESAVE.  HVAÐ Í VERÖLDINNI GENGUR AÐ ÞESSU FÓLKI?

 

Gylfi segir stjórnvöld reyni að búa til eitthvert kerfi sem hægt sé að una við meðan enn ríkir óvissa um hvernig túlka eigi hæstaréttardómana þar sem gengistryggð lán voru dæmd ólögleg. 

Össur segir alla forystumenn íslensku stjórnmálaflokkanna hafa lýst því skýrt yfir að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar.
 
 
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði við fréttamenn í National Press Club í Washington í dag, að hann væri vongóður um að Íslendingar muni bráðlega ná samkomulagi í Icesave-deilunni.  

Gylfi Magnússon: „Við vonumst til þess að ná samkomulagi eftir að ný ríkisstjórn tekur við í Hollandi," segir Gylfi í viðtali við  Der Standard.  Hann segist vonast til þess að ekki komi til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef kjósendur hafna á ný samkomulagi við Hollendinga og Breta þá muni það hafa slæm áhrif á efnahag landsins. „Ég veit ekki hvort ríkisstjórn okkar lifir það af."

http://mbl.is/mm/frettir/thjodaratkvaedi/2010/06/21/ovist_hvort_stjornin_lifi_af_adra_atkvaedagreidslu/

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að það Íslendingar geti staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave og það væri hreint glapræði að stefna endurreisn Íslands og öllum samskiptum við umheiminn í stórhættu með því að neita að gangast við skuldbindingunum.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/01/glapraedi_ad_hafna_icesave_samningi/


Össur segir alla forystumenn íslensku stjórnmálaflokkanna hafa lýst því skýrt yfir að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar.  Hann gagnrýnir breska forsætisráðherrann fyrir að gefa sér ekki tíma til að semja um Icesave og telur að hann eigi eftir að sjá Breta beita sér gegn aðild Íslendinga að Evrópusambandinu.  Cameron misskilji málið alvarlega telji hann að Íslendingar ætli ekki að borga.

http://www.ruv.is/frett/ossur-gagnrynir-cameron

 

VIÐ EIGUM ENGA PENINGA OG ÞAU HEIMTA ICESAVE.  ÞAU ´VERÐA´ AÐ SKERÐA LÍFEYRI OG LÆKNAÞJÓNUSTU OG HEIMTA SAMT ICESAVE.  ÞAU VILJA DRAGA ÚR LANDVÖRNUM OG HAFA NÚ ÞEGAR LAGT NIÐUR VARNARMÁLASTOFNUN.  EN ÞAU HEIMTA ÖLL AÐ FÁ AÐ KOMA YFIR OKKUR HUNDRUÐUM MILLJARÐA, EF EKKI ÞÚSUND MILLJARÐA SKULD, SEM VIÐ SKULDUM EKKI SAMKVÆMT NEINUM LÖGUM.  SAMT HEFUR ENGINN DÓMUR FALLIÐ Í MÁLINU. 

EKKERT ICESAVE,

EKKI NÚNA, EKKI SEINNA.

icesave cartoons, icesave cartoon, icesave picture, icesave pictures, icesave image, icesave images, icesave illustration, icesave illustrations

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er púður í þessari,(myndin),tákn um það sem þarf að gera.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Elle_

Ekki veitir af að blessað fólkið fari að skilja að lýðræðið ræður.  Heitir ekki lýðræði fyrir ekkert.

Elle_, 23.6.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hana nú Elle.

En ég sá að þú hjóst eftir nýjustu uppfinningu spunakokkana, að láta sem allir flokkar séu tilbúnir til að greiða lágmarkstrygginguna, en deilan snúist um vexti.

Aðeins er skautað fram hjá þeim fyrirvörum, sem meðal annars koma skýrt fram í þeim lögum sem Samfylkingin nauðgaði í gegnum þingið, að lagalegur ágreiningur er um hvort lágmarkstryggingin sé skuldbinding íslenska ríkisins, og á það muni íslensk stjórnvöld láta reyna.  

Þeir eru sniðugir lygararnir, svona ef lygin væri ekki dauðans alvara.  

Góður pistill Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 13:43

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sjálfstæðismenn ætla ekki að samþykkja Icesave-kröfur nýlenduveldanna. Það er því fjarri öllu lagi, sem Össur er að básúna:

Össur segir alla forystumenn íslensku stjórnmála-flokkanna hafa lýst því skýrt yfir að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. 

Samkvæmt skilningi Össurar, eru skuldbindingarnar þær að greiða Bretum og Hollendingum, en samkvæmt skilningi Sjálfstæðismanna eru þær að fara að lögum.

Íslendingar hafa ekki aðrar skuldbindingar varðandi Icesave, en að fara að lögum sem við vitum að merkja að Íslendingum ber ekki að greiða neitt.

Bjarni Benediktsson og aðrir Alþingismenn Sjálfstæðisflokks hafa marg sagt þetta, en Össur heldur áfram að ljúga.

Um helgina verður haldinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins, þar sem staðfesta verður eftirfarandi afstöðu flokksins.

  • Kröfum um greiðslu Icesave verður hafnað.
  • Beiðni um innlimun landsins í ESB verður dregin til baka.
  • Endurskoðun verður gerð á EES-aðild Íslands.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.6.2010 kl. 20:36

5 Smámynd: Elle_

Ómar, já, ef lygin væri ekki dauðans alvara væru þau bara drepfyndin.  Lúmskir refir eru þau, það mikið er víst, stórhættulegir stjórnmálamenn.   Og svo ætlar strákurinn Magnús Orri að bæta ofan á skömmina, einu sinni enn, með utanför og nýju loforði um að standa við lygaskuldbindingarnar okkar.  Hann er alveg ótrúlegur.   

Loftur, það gleður mig óendanlega ef úr verður að öll stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig hafni Icesave.  Hefði það verið svo frá apríl, 09, værum við ekki í þessu endalausa rugli, er það nokkuð?  Hvílík skömm að þau skuli hafa náð völdum.  Stórhættuleg eru þau sjálfstæði okkar og öryggi.  

Elle_, 23.6.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.