EKKI ANDVÍG EVRÓPUMÖNNUM.

EVRÓPU-BANDALAGS-ANDSTÆÐINGAR ERU EKKI EVRÓPU-ANDSTÆÐINGAR. 

http://www.europeetravel.com/images/maps/europe-political-large.gif

 

HVERS VEGNA KALLA EVRÓPUBANDALAGSSINNAR OKKUR OFT EVRÓPU-ANDSTÆÐINGA, OKKUR SEM EKKI VILJUM VERA HLUTI AF RISAYFIRVALDINU???

 

     
 
EINS OG ÞIÐ SJÁIÐ, ER ÞETTA FÁNINN FYRIR RISA EVRÓPU-SKRIFFINSKU-YFIRRÁÐABANDALAGIÐ, UNITED STATES OF EUROPE.  
Fáninn er kominn í tætlur.  Og Evrópu-stórríkið er líka að fara í tætlur.  En það var samt ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í þessum pistli, heldur rangheitin sem við hin erum oft kölluð af Evrópubandalagssinnum.  En þeir hlusta ekki og halda ótrauðir áfram að kalla okkur Evrópu-ANDSTÆÐINGA.  Okkur, yfir 70% þjóðarinnar sem VILJUM EKKI ganga í Evrópuríkið og vorum ekki spurð.   Evrópubandalagsumsóknin var ólýðræðisleg og þvert gegn vilja stærri hluta þjóðarinnar.  Hví ættum við að vilja það frekar en í vera í öðrum bandalögum og ríkjasamböndum?  Og ættum við ekki heldur kannski að vera í bandalagi með Bandaríkjunum, Færeyjum, Kanada?  Við vildum ekki að sótt yrði um inngöngu þangað í fyrstunni og viljum að eyðslu milljarða í fáráðsumsóknina verði hætt.  Núna strax.  Málið er nánast einkamál eins pólitísks flokks, sem hafði 29% fylgi og fer síþverrandi.  Flokkurinn hverfur væntanlega að lokum en það er önnur saga.
 
En ekki er nóg með það að við séum kölluð AND-Evrópu og Evrópu-ANDSTÆÐINGAR,  eins og ég andmælti fyrir mest daufum eyrum undir þessum pistli Evrópubandalagssinna þann 27. sl: MESTI AND-EVRÓPUFLOKKUR Í EVRÓPU?  En þau ætla líka að koma upp á okkur þjóðernishyggju og oft þjóðernisrembu fyrir að vilja fullveldi og sjálfstæði landsins.  Og þessu  höfum við sum líka andmælt lengi af veikum mætti.   Hvað hefur fullveldi og sjálfstæði lands annars með þjóðernis-hyggju og rembu að gera??  Ekki neitt.  Fullveldi og sjálfstæði hefur með FULL-VELDI og SJÁLF-STÆÐI lands að gera.  Við erum alþjóðalið eins og einn maður orðaði það svo vel, skilja þau það ekki?  Við erum EKKI andvíg Evrópu og Evrópumönnum þó við viljum ekki miðstýringu Evrópu-risabáknsins.  Það er rökþrot að saka okkur um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég á svo gott að geta talið mig Dana þegar ég vil og dæmt Íslendinga sem meginlands millistéttar borgarbúar þröngsýna. Þótt ég geti fallið in í flestar þjóðir á meginlandi þá munu fæstir ESB geta það. Í fyrsta lagi heitir þetta Evrópska Sameininginn af þeim sem sýna henni tilhlýðlega virðingu.   Hollustan einkennir öll þjóðríkinn. Agaleysi og óþjóðhollusta er talið löstur á meginlandinu frekar en hitt. Íslandingar þurfa að teljast efnahagslega þroskaðir áður en þeir fara að semja við kurteisa Meginlands aðila um fjármál.  Það er minnst 30 ára verkefni ef byrjað er strax.

Ríkis elítur sem svelta og gera  almenna þegna sína að skuldaþrælum  eru settar í rusl flokk í EU. Skrítið að vilja sækja um að vera formlega í ruslflokki.

Júlíus Björnsson, 2.7.2010 kl. 04:23

2 Smámynd: Elle_

Júlíus, ég verð að taka undir agaleysið sem þú talar um.  Hérlendis ríkir algert agaleysi í allri stjórnsýslu og stjórnun og lög endalaust þverbrotin.  Og öllu stolið sem stolið verður og fæstir dæmdir nema litlir strákar sem stálu tyggjópakka eða götumaður sem stal Vodkapela.  Kannski ekki skrýtið það agaleysi sem maður finnur fyrir í landinu í heild sinni.  Fæstir stoppa fyrir börnum og gamalmennum á leið yfir götu, ruðst er fram fyrir börn og menn og vaðið yfir allt og alla í skítugum skóm.  Það hefur nefnilega leyfst, komandi úr stjórnsýslunni, að sparkað sé í náungann, trampað ofan á honum og hann rændur í bak og fyrir.  Heitir villimennska á mannamáli. 

Elle_, 2.7.2010 kl. 12:50

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að sumir vita vel að spilling þrífst best í mikill fjarlægð frá kjarna miðstýringar [Sikiley] þessir sömu vilja legga meðlimaskatta á okkur hin og útvegna sér grýlu til kenna um allt sem af þeirra sömu völdum fer illa hér.

Stærð stöðugs [lágra grunnvxta] fjármálgeira byggir á fjölda neytenda á  hans markaðsvæði. EU eru margir sjálfstæðir neytenda markaðir hver með sína neyslukörfu.  

Ef Íslenski fjármálageirinn þrífst  ekki vegna hárra raunvaxta kröfu þá skiptir fjöldi neytenda engu máli.

Íslendingum fjölgar ekki við að einangrast í lokaðri innri samkeppni þroskaðra þjóða efnahagslega sem hafa unnið fyrirfram.

Þótt Ríki EU vinni saman að útflutni út úr EU og saman að innflutning inn í EU, þá er þau öll í bullandi samkeppni við að passa hag sina neytendendar.

Meintir ESB sinnar hér virðast halda að EU sé eitt allsherjar jafnréttis samband það gildir mismunandi innan ríkja en alls ekki milli Ríkja þar sem barist er af fullri hörku við að vera sem efst í virðingarstiganum.

Sækja um að vera neðst sökks.

Júlíus Björnsson, 2.7.2010 kl. 19:33

4 Smámynd: Elle_

Eitt allsherjar-jafnréttis-samband, já, það er bara brandari, Júlíus.  Við vitum vel að svo er ekki.  Þar ráða þeir ríkari og stærri og sterkari mestu og við verðum pínulitlir og ósýnilegir fáráðlingar.   En það geta merkikerti sem ætla víst að ná háum og merkilegum stöðum innan bandalagsins ekki skilið, eins og Össur og þessi háværi sem hætti í Sjálfstæðisflokknum út af nýlegri and-EU-stefnu flokksins.  Eins og þú segir: Sækja um að vera neðst sökks. 

Elle_, 4.7.2010 kl. 00:05

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá EU bakkar upp útvíkkunarráðgerðina. EES er einn slíkum nágranna forréttinda samningum hvers ávinningur í fyllingu tíman er föst sæti í halelújakórnum í Brussel.

Samningarnir ganga út með hjálp Seðlabanka EU og Seðlabankakerfi EU og EU fjárfestingar bankans að skuldum flækja og sundra allri stjórnsýslu  þess Ríkis sem á svo að sækja um að verða formlega skattland.

Hér hefur aldrei verið fjallað um þetta ákvæði Stjórnskrár EU.

Hversvegna væri gaman að vita.

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband