GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.

GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.

Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland.

Protesters in Reykjavik March 6 demand that the government do more to improve economic conditions in Iceland

Hvað ætli Bjarni Ben sé að vísa í þegar hann segir í fréttinni að neðanverðu:  "Nú hefur þegar verið boðin ríkisábyrgð og vextir. Ef það dugar ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðnum má hann fara héðan út".  Mann skal ekki undra þó, hann hefur alltaf verið hálf-aumlegur í málinu og aldrei verið nógu harður gegn, endalaust verið hálft í hvoru með og hálft í hvoru ekki með og kannski með og kannski ekki eða setið hjá eins og hann gerði í fyrri Icesave-nauðunginni sem var undirrituð 2. september, 09.  50/50 maður og aldrei með mótaða og þroskaða stefnu í málinu.  Og í nóvember, 08 talaði hann fyrir ríkisábyrgð á Icesave í ræðu.   Menn sem vilja semja um Icesave eru meðvirkir ICESAVE-STJÓRN Jóhönnu og Steingríms. 

Hvar er hin harða afstaða gegn Icesave sem flokkurinn lýsti yfir fyrir skömmu??  Það telst ekki hörð afstaða að vera sífellt semjandi við þrjóta um ólögmæta kröfu.  Hann og hans flokkur eru alls ekki ein um það þó.  Hver einasti flokkur í Alþingi er meðsekur.  Ætlar hann og hinir viljugu Icesave-semjendurnir ekki að fara að standa í lappirnar eins og menn??  Hættið að semja um Icesave.  Hættið að vera endalaust að draga niður alþýðu landsins og þvæla með Icesave-vitleysuna.  Við skuldum ekki óþverrann og sættum okkur heldur ekki við neina hálfa ríkisábyrgð á neinni nauðung.  Enda kolfelldum við Icesave í mars sl. með yfir 90% NEI-um. 
 

SAGÐIR MISNOTA STÖÐU SÍNA Í STJÓRN AGS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Umræðan er öll þarna, vil endilega hafa hana með:

GETA EKKI STAÐIÐ Í LAPPIRNAR.



Elle_, 9.9.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já E. Ericsson, sá sem einu sinni situr hjá er ekki til forystu hentugur.  Hélt að það væru bein í honum, en líklega er hann bara gúmmýkarl sem heldur puttum sínum hreinum.  

Ef Þorgerður ætlar að koma til baka þá þarf hún að gefa út yfirlýsingu sem trúverðug getur talist og ásættan leg , því ef ekki þá er Sjálfstæðisflokkurinn dauður og gildir þá einu þó ekki sjáist aðrir kostir.   Við tökum þá bara sundtökin og finnum strönd.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.9.2010 kl. 01:32

3 Smámynd: Elle_

Nei, maður situr ekki hjá ef maður hefur nógu skýra skoðun og sem maður ætti að hafa á grafalvarlegu máli ef maður er í pólitík, Hrólfur.  Og ekki heldur ef maður hefur ekki nógu mikla festu og manndóm til að standa við sannfæringu hans.  Slíkur maður er tæplega hæfur í stjórnmál. 

Og Þorgerði ætti alls ekki að leyfa að koma aftur í stjórnmál eða neina stjórn neinsstaðar fyrr en spillingamál hennar hafa verið rannsökuð ofan í grunninn.  Og líka hvaða farartæki nákvæmlega voru skrifuð á ráðuneyti hennar og fyrir hvaða notkun.  Og hvort notkunin hafi ekki verið persónuleg.  Hinsvegar hef ég aldrei stutt Sjálfstæðisflokkinn.  Skipti mér bara af honum eins og hinum pólitísku flokkum.  Og já, við finnum strönd, Hrólfur.

Elle_, 10.9.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband