NÝTT FRÉTTABLAÐ MEÐ ICESAVE-RANGFÆRSLUR Á FORSÍÐU.

 Getty Images.

Nýtt fréttablað, FRÉTTATÍMINN, kom inn um lúguna mína óbeðið nú um helgina og allt í lagi með það.  Þangað til ég las fyrstu orðin og rangfærslurnar á forsíðu blaðsins í yfirsögn:  Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar.  ORÐRÉTT.  Já, þarna stóð ICESAVE-SKULD ÞJÓÐARINNAR.  Hafa fréttamenn þar ekkert kynnt sér málið?   Ætla þeir að hefja göngu nýs blaðs með rangfærslum og þvættingi um að við, landsmenn, íslenskir skattgreiðendur, höfum nokkru sinni skuldað Icesave??   Það er engin ríkisábyrgð á Icesave, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.

Næst undir yfirsögninni stóð skrifað: Dómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina.  Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna.  Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Landsbankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt vegna bankans.  Fréttamaðurinn mætti vita: Forgangskröfur eða ekki forgangskröfur um Icesave koma ekki íslenskum skattgreiðendum nokkrum sköpuðum hlut við.

Og hinn kaldi fréttamaður sagði næst: Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur.  Með þessu lýkur fréttinni og rangfærslum fréttamannsins, Óskars nokkurs (oskar@frettatiminn.is), ekki.   Það er lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn sem ætla að koma með fullyrðingar um hættulegt Icesave hafi í það minnsta skoðað málið.   Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei haft leyfi til semja um neinn nauðungarsamning fyrir hönd okkar.  Og óskiljanlegt að stjórnarandstaðan hafi ekki fyrir löngu lýst yfir vantrausti á hann og stuðningsmenn hans eins og Guðbjart, Gylfa, Jóhönnu, Össur og dregið þau fyrir dóm vegna Icesave.  

NEI VIÐ AGS OG ICESAVE.

E.S. Getur verið að Evrópustórríkið hafi kannski með forsíðufréttina að gera eins og einn maður benti á eftir að hann pistilinn??  Hvað kallast það á mannamáli??  Hann kallaði það mútufé.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband