NÓG KOMIÐ AF RANGFÆRSLUM ´FRÉTTAMANNA´.

 Mynd: Björn Malmquist.

´Fréttamaður´Bloomberg og Reuters á Íslandi, Ómar Valdimarsson, skrifaði erlendum miðlum rangfærslur um mótmælendurna frá 4. október, sl. mánudagskvöldi.  Hann alhæfði um 8 þúsund manns, mest friðsama og hljóða mótmælendur sem þarna voru.  Hann sagði MÓTMÆLENDUR hafa kveikt eld og kastað ´eldsprengjum´(firecrackers), málningu og öðru að lögreglu og hafa reynt að brjótast í gegnum stálgirðingu:
http://www.bloomberg.com/news/2010-10-04/icelanders-hurl-eggs-red-paint-at-parliament-walls-as-thousands-protest.html


Halló, Ómar Valdimarsson, gleymdirðu ekki neinu, gleymdirðu ekki að taka fram að meginþorri mannhafsins var friðsamur??  Lögreglan staðfesti það: http://www.logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=16234  Gleymdirðu ekki að segja að það voru bara nokkrir sem köstuðu??  Ómar Valdimarsson hefur áður farið með miklar rangfærslur í erlendum miðlum þar sem hann sagði okkur "SKULDA ICESAVE": Iceland owes the British and Dutch governments the money for losses related to the collapse of "Icesave" online bank accounts in late 2008, but repayment terms have yet to be settled: Iceland seeks int´l mediation on Icesave. AMX skrifaði um hann í apríl sl.: HINN ÓÐÁÐI FRÉTTARITARI REUTERS Á ÍSLANDI.

Ætli Ómar Valdimarsson að skrifa ´fréttir´, mætti hann hafa þann manndóm að fara með hluti eins og þeir eru, ekki mistúlka út í loftið.  Gættu orða þinna, Ómar, við munum ekki sætta okkur við slíkan málflutning og kvartað hefur verið um ónákvæmu skrifin þín við ritstjóra erlendra miðla, Bloomberg, Reuters og víðar.  Ekki halda að samlandar þínir séu svo miklir afdalamenn að lesa ekki erlenda fréttamiðla.  Nú mættir þú sjá sóma þinn í að lagfæra rangfærslurnar.  Þinn bjagaði ´fréttaflutningur´er skaðlegur þegar hann dreifist um allan heim.  Nóg komið af rangfærslum í fjölmiðlum.  Getur verið að Ómar sé að verja Icesave-stjórnina??

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mjög slæmt mál og eins og þú sagðir þá virðist hann vera á bandi stjórnvalda! Fréttamennskan hefur kostað mig vinnuna nú síðast var birt mynd af mér einkennisklæddum í viðtali á stöð-2 í gærkvöld og eftir það viðtal var hringt í mig og ég beðin að skila skýrteini og einkennisfötum! Mafían er allstaðar og togaði í spotta til að ná sér niður á mér sem mótmælanda því miður.

Sigurður Haraldsson, 7.10.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle og blessaður Sigurður baráttujaxl.

Það er ekki félegt orðspor sem um þig er dreift á útlendum tungum.  En nafni minn er ekki á mála stjórnvalda, svo aum eru þau ekki. 

Þetta er auðmannsleppur, hvaðan honum berast laun veit ég ekki.  Ætli það sé ekki úr svipaðri pyngju og Jóhann sem er til sölu fær úr laun sín.  Og þú lætur oft plata þig þegar Jóhann segir þér spillingarsögu úr fortíðinni.  Gætir ekki að þér að spyrja hvaða hagsmunir í núinu reka hann áfram við að koma ICEsave kúguninni á þjóð sína.

Ef þú veist hver borgar jeppann, þá veistu af hvaða rótum málflutningurinn er kominn.  Sönnun, á einu ári fór ákveðinn prófessor, fyrrverandi róttæklingur, að skrifa um gæði kvótakerfisins.  Og hann fékk sér Boss, í stað slitna flauelsjakkans, og svartan jeppa í stað Volvosins (man það ekki en það er flott að bendla ´68 við Volvo en ég man eftir flauelsjakkanum).  

Og ekki skrifaði hann gegn sægreifum, onei.

Og Sigurður, þú berð í staðinn einkennisbúning þjóðar þinnar, réttláta reiði.  Hana er ekki hægt af þér að taka.

Takk Elle, fyrir pistilinn, munum Cohen, fyrst leggjum við auðvaldið hér, svo tökum við slaginn úti.  Tími sjálftökunnar og leppa hennar fer senn að líða.

Fólkið mun taka málin í sínar hendur.  Við munum flytja út byltinguna.

Kveðja að austan.

PS. svo langt síðan að ég hef mælt byltingarorð, enda á fullu í að skamma fyrrverandi byltingarmenn, að ég stóðst ekki mátið.

Byltingarkveðja til allra komma sem þetta blogg hýsir.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill!

Þetta er undirbúningur stjórnvalda áður enn þeir beita valdi á íslenska borgara og þá mæta þeir samúð og skilningi útlendinga og til að afsaka sig útávið. Hvað ætli þessi fréttamaður fá borgað mikið?

Fær hann borgað fyrir hverja lýgi fyrir sig, eða fær hann ákveðna upphæð fyrir hverjar 10 lygasögur?

Óskar Arnórsson, 7.10.2010 kl. 14:05

4 Smámynd: Elle_

Ómar, Óskar, Sigurður, svara ykkur seinna, gáið að því að ég bætti inn í pistilinn link í lögregluvefinn, fyrir ofan miðju nokkurn veginn.

Elle_, 7.10.2010 kl. 15:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki hægt að ætlast til þess, að frétta- og blaðamenn séu hlutlausir (neutral) um stjórnmál – hvers lags gauð væru það? – En það verður að ætlast til HLUTLÆGNI (objektivitets) af þeim, að þeir segi satt og rétt frá og fegri eða sverti ekki neitt til hagsbóta fyrir þau öfl sem þeir aðhyllast. Það verður ennfremur að ætlast til þess, að sem fréttamenn dreifi þeir ekki ósannindum og áróðri, hvort sem það er fyrir þeirra eigin stjórnvöld eða (hvað þá!) fyrir erlend ríki og ríkjabandalög.

En Ómar Valdimarsson er rammhlutdrægur í skrifum sínum, þeim sem þú raktir hér, Elle, og vart verður þess að vera fréttaritari Reuters. Um Moggablogg hans getur auðvitað gegnt öðru máli en hér að framan var frá sagt, þar getur hann viðrað eigin skoðanir fyrst og fremst. En ankannalegt þótti mér, þegar hann lokaði einfaldlega á innlegg frá mér, fyrir engar sakir, enga ókurteisi eða neitt af því taginu, og ekki hafði ég brotið neina skilmála sem hann hefði sett þeim, sem skrifa þar athugasemdir.

Maðurinn keyrir á að mæla með Icesave og ESB og stjórnvöldum hér. Ekki verður séð, að það mæli með honum ...

Jón Valur Jensson, 7.10.2010 kl. 15:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi maður virðist hafa fengið hjá einhverjum óþekktum? vinnuveitanda leyfi til að flytja þær fréttir frá Íslandi sem hentar stjórnmálaástandi á hverjum tíma.

Þetta er nú fremur hvimleitt og maður leyfir sér að efast um málstaðinn sem þarfnast svona fréttaburðar.

Árni Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 15:36

7 identicon

Heil og sæl Elle; og þið aðrir - gestir hennar, hér á síðu !

Ómar karlinn; er löngu hættu að koma mér á óvart, svo;; nokkru nemi, hagar seglum eftir vindi, hverju sinni.

Auðvitað; er hann taglhnýtingur valdhafanna, gott fólk, eins og fram kemur, í skrifum hans. 

Vaktara (lögreglu) þátturinn; er svo sér kapítuli. Uppskafningar; að meginþorra - enda; hafa flestir þeirra, undirgengist kerta prófið, þeirra Stefáns Eiríkssonar og Geirs Jóns Þórissonar, það er að segja : blásið er, í annað eyra viðkomandi - og slokknar samstundis, á kertinu, við hinn vangann. Væri einhver döngun; í þessu liði, væri það fyrir löngu, búið að ganga til liðs, við Alþýðuna, gott fólk.

En; fyndnasti maður Íslandssögu 21. aldar, Óli Björn Kárason, stóð sig vel, við girðingar VÖRZLUNA, þar syðra.

Það er þó, óumdeilanlegt; ykkur, að segja.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:37

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sæl Elle! Ég þakka þér fyrir að eiga hlutdeild í í baráttu þinni,sem er að mega teljast ein af skoðanasystkynum þínum,í frelsun frá esb og Icesave. Barátta þín og svo margra hér,er aðdáunarverð. Sendi þér bréf!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2010 kl. 18:00

9 Smámynd: Elle_

Þakka ykkur öllum. 

Sigurður, voðalegt að heyra, skil ekki fyrir hvað þú varst rekinn og hver sektin þín á að hafa verið.  Ætla atvinnurekendur nú að fara að reka fólk fyrir friðsöm mótmæli eða var það af því þú varst í einkennisbúningnum? 

Ómar, já, tími leppanna og ræningjanna fer vonandi að líða, allavega núverandi leppa og þjófa.  Nú verður að herða lög um eftirlit með bönkum og fyrirtækjum.  Og lög um jakkafataþjófnaði.  Það gengur ekki að eltast bara við unga stráka sem stela tyggjópakka. 

Óskar, já ætli hann skrifi fyrir þóknun?  Veit ekki.  Hver vill borga honum?  Hann er lélegur penni með sorakjaft.  Nema kannski hann hafi hag af lygunum og ósómanum sjálfur?  Hann er skringilega viljugur að fara með bull og rugl ef það er fyrir ekki neitt. 

Jón, já ég er sammála að ekki sé hægt að ætlast til að fréttamenn séu hlutlausir.  Hann skrifar alltof hlutdrægt eins og þú segir, rammhlutdrægur, og bara óheiðarlega og ætti ekkert að mínum dómi að vera fréttaritari neinsstaðar, ljúgandi skuldum upp á okkur út um allan heim og svertandi fólk að ósekju.

Árni, kannski hefur hann fengið leyfi hjá e-m óþekktum, já eða ómerkilegum og þekktum?  Mér hefur nú fundist hann hljóma ansi samfylkingarófétislegur í því litla sem ég hef nennt að lesa eftir hann.  Fer aldrei úr veginum og les neitt sem hann skrifar.  Vil þó ekki sleppa að skoða ruglið í honum ef það er fyrir framan mann. 

Óskar Helgi, hann kemur mér heldur ekki á óvart.  Hann er líka pirrandi.  Og hann skrifar sannarlega eins og hann sé hallur undir Jóhönnuflokkinn og þeirra óþverrastefnu í öllu.  Og þeirra endalausa Icesave.  Held ekki heldur að nokkur heiðarlegur maður geti haldist við þann ljúgandi flokk.

Helga, já við erum víst öll að ofan skoðanasystkini bæði gegn EU og Icesave-skrattanum, merkilegt, ég hafði ekki hugsað það langt.  Og við erum sterk saman þó ég segi það sjálf.  Núna held ég bara að stærri hluti þjóðarinnar sé með okkur. 

Elle_, 7.10.2010 kl. 19:50

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Flottur pistill hjá þér Elle, alltaf gott að vita af fólki sem fylgist með svona hlutum og bendir á þá, takk fyrir það 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2010 kl. 23:19

11 Smámynd: Elle_

Dóri, takk fyrir það.  Kemur einn skoðanabróðir okkar enn, í bæði Evrópubandalagsmálinu og Icesave.  Við getum nú lesið erlenda miðla þó ýmsir Evrópubandalagsstuðningsmenn kalli okkur afdankaða afdalamenn og moldarkofabúa.

Sigurður, verð að svara þér aftur, það kemur fram í fréttamiðlum að bílstjóri Össurar hafi keyrt á þig þar sem þú stóðst með mótmælaskilti og þú hafir lent á húddi bílsins og kastast af honum.  Hefur bílstjórinn ekki verið kærður?  Menn geta ekki komist upp með að keyra á fólk eða keyra niður fólk, Sigurður.  Hvílíkt ofbeldi. 

Þú varst að nota þinn lýðræðislega rétt að standa þarna og mótmæla friðsamlega.  Og fyrirtækinu kom það ekkert við.  Stend fullkomlega með þér í þessu, Sigurður.  Og heyri almenna borgara í ÚSögu hringja inn og taka upp hanskann fyrir þig.  Þeir kasta hinsvegar fyrirtækinu út í ystu myrkur og hvetja fólk til að hætta að gera viðskipti við það. 

Elle_, 8.10.2010 kl. 11:13

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður pistill og þarft verk að koma þessum upplýsingum á framfæri. Ómar hefur tekið sér stöðu með Icesave-stjórninni og kýs að verja hana á þann hátt sem henntar. Ef það sem betur hljómar á við að hans mati þá fær það að hljóma.

Ragnhildur Kolka, 9.10.2010 kl. 18:45

13 Smámynd: Elle_

Takk, Ragnhildur.  Já, Ómar Valdimarsson ætlaði að verja Icesave-stjórnina og vandaði sig ekki einu sinni við það.  Kannski kann hann ekki að vanda sig?  Hann getur ekki hjálpað neinum eða stutt neinn með galtómum og heimskulegum skrifum.

Elle_, 10.10.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband