ERU ELLILÍFEYRISÞEGAR SKULDABRJÁLÆÐINGAR??

 

Eru ellilífeyrisþegar skuldabrjálæðingarnir sem ríkið ætlaði að kasta út á guð og gaddinn??  Í RUV-fréttinni sem fylgir kemur fram að fjöldi ellilífeyrisþega sem gengist hefur í ábyrgð fyrir aðra sé á leið undir hamarinn.  Er landið ómennskt?  Eru stjórnvöld ómennsk að leyfa bönkum og fjármálafyrirtækjum oftöku og rán af fólki??  Viljum við búa í svona landi?  Og núverandi ríkisstjórn heimtar að gjaldþrota gamalmenni á götunni borgi ólöglegt ICESAVE.

Íslenska fjármálakerfið og lögin eru vandamálið, ekki meginþorri manna sem skuldar.  Við vitum að bankar voru rændir og nánast tæmdir að innan meðan eftirlitið svaf.  Við vitum að með þjófnaðinum kollféll gengið og olli óðaverðbólgu.  Hið ómanneskjulega íslenska kerfi og lög, leyfðu skuldum grunlauss fólks að fljúga upp úr þakinu með löglegri vísitölutryggingu tengda við óðaverðbólgu.  Óðaverðbólguna sem bankaþjófarnir sjálfir ollu.  Finnst stjórnvöldum ekkert rangt við það?  

Nú rukka sömu bankar og fjármálastofnanir stórhækkaðar skuldir og af ómanneskjulegri hörku.  Skuldir sem stórhækkuðu vegna óðaverðbólgu sem þeir sjálfir ollu.  Sökudólgarnir sjálfir komast upp með að innheimta af ótrúlegri grimmd meðan stjórnvöld þegja.  Löglega.  Kalla stjórnvöld það eðlilega skuldsetningu sem menn eigi bara að sætta sig við þegjandi??  Nei, það kallast rán og þjófnaður.  Mönnum er kastað út á kalda götu og feður hafa framið sjálfsvíg.  Oft ekkert vegna neins kæruleysis, heldur vegna óðahækkana skulda sem þeir ekki lengur ráða við.  

Og enginn hefur verið dæmdur eða sektaður.  Og enginn hefur heldur verið dæmdur eða sektaður fyrir ólöglegu gengislánin sem voru líka innheimt af grimmd og hörku.  Í 9 ár meðan stjórnvöld þögðu.  Skuldir eru ekki sama og þjófnaður.  Nei, skuldir eru skuldir og þjófnaður þjófnaður.  Og nú verður að skila þýfinu.  Ekki pína fólk og niðurlægja.  Ætli gamla fólkið í eftirfarandi frétt sé sekt, kannski stórsekir ofurskuldabrjálæðingar sem ekki vilja borga skuldirnar sínar eins og bankarnir og stjórnvöld kalla ofsahækkanirnar?:

ELDRA FÓLK MISSIR HÚS; FJÓLDI ELDRA FÓLKS Á LEIÐ UNDIR HAMARINN.

HVÍ HAFA LÖGBRJÓTANDI BANKARNIR OG FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIN EKKI VERIÐ DÆMD??  OG SEKTUÐ??  SKULDARAR SEM BROTIÐ VAR ILLA Á ÆTTU AÐ FÁ HÁAR SKAÐABÆTUR FRÁ LÖGBRJÓTUNUM. 

E.S.:  NÝ FRÉTT OG SAMMÁLA ÖGMUNDI:

ÖGMUNDUR VILL FLATA NIÐURFÆRSLU.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Kjarni málsins Elle, og þeir sem eru mennskir, þeir skilja óréttlætið í þessu.

Spurning er því bara ein, hvert fór mennskan??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 17:28

2 Smámynd: Elle_

Mennskan bara hvarf, Ómar.  Lögin í landinu halda alls ekki utan um mannréttindi og snúast alltof mikið um peningaöfl.  Og eins og þú og ýmsir hafa bent á, hafa hagsmunahópar eins og bankar alltof mikið um lögin að segja, gætu bara opnað skrifstofu í bakhúsi alþingis þessvegna úr því þeir bakstýra öllu þarna.  Landið fer að tæmast af mennsku fólki, Ómar, og við verðum nokkur okkar ein eftir með nokkrum pólískum villimönnum.  

En beina útsendingin af björguninni í Chile (http://www.livestream.com/ilicco) fluttist hingað:

Elle_, 13.10.2010 kl. 19:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hún hvarf, og eftir situr hnípin þjóð í vanda.

En fréttir að utan eru góðar, þegar vonin ein er eftir, þá gerast stundum kraftaverk.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 20:19

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skuldir búna til af öðrum enn Ríkinu er þjófnaður. Það bara vill svo að mörgum fannst ekki að Ríkið ætti að hafa einkarétt á að búa til peninga með skuldum og fóru að gera það sama að vísu með annari aðferð. Og þar eru við núna...

Óskar Arnórsson, 16.10.2010 kl. 17:56

5 Smámynd: Elle_

Strákar mínir, þakka ykkur - eruð þið ekki annars strákar??  Svara ykkur seinna.  Vil endilega setja inn þennan link meðan pistillinn er enn opinn.  OG SAMMÁLA ÖGMUNDI:

ÖGMUNDUR VILL FLATA NIÐURFÆRSLU.


Elle_, 16.10.2010 kl. 19:38

7 Smámynd: Elle_

Ómar, já, takk og hef engu við þín orð að bæta.  Við vorum víst búin að ræða málið líka í þinni síðu og við erum sammála um það.   

Óskar, já, pólitíkusar og þar með ríkið nefnilega setti það í lög að bankar, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir gætu ofrukkað almenning í óðaverðbólgu með vísitölutryggingunni sama hvernig veður snúast í lofti.  Og sama hvort bankar, fjármálastofnanir og lífeyrissjóðir brjóti lög gegn lánþegum og misnoti.  Það er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast núna eftir fall glæpabankanna og fólk grætur og fremur sjálfsvíg.  Við erum með ömurlegt stjórnarfar.   

Elle_, 16.10.2010 kl. 23:59

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum lýðræðið og það er okkar að hreinsa út úr stjórnkerfinu og bankanum!

Sigurður Haraldsson, 18.10.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband