HVAÐ KEMUR EVRÓPUSAMBANDINU ICESAVE VIÐ?

european union cartoons, european union cartoon, european union picture, european union pictures, european union image, european union images, european union illustration, european union illustrations

Nú hefur Evrópusambandið aftur hafið gömlu og grófu innanríkisafskiptin af okkur.  Stjórnvöld þar eru aftur farin að skikka okkur til að semja um ICESAVE.  Hvað veldur að Evrópuríkið heldur sig geta skikkað okkur og skipað okkur fyrir verkum?  Kannski Jóhanna, Steingrímur og Össur geti svarað þessu?  Hafa þau kannski gefið þeim grænt ljós?  Kannski skærgrænt ljós??  Hvers vegna halda menn í stjórn Evrópusambandsins að þeir geti skipað okkur að semja um ólögvarið ICESAVE?  Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að krafa sambandsins sé að við förum eftir EES-samningnum.  Og við höfum farið eftir honum.  Hvergi stendur í EES-samningnum eða í lögum að íslenska ríkið ábyrgist ICESAVE.  Það ætti að vera krafa að ríkisstjórn landsins verji okkur gegn erlendri kúgun.

Hví hafa íslensk stjórnvöld verið svo yfirmáta viljug að semja við 2 yfirgangsveldi í Evrópu um skuld sem enginn fótur er fyrir að íslenska ríkið, og þar með íslenskir þegnar, borgi Bretum og Hollendingum?  Nauðung og upplogna skuld sem ríkisstjórnir landanna 2ja með dyggri hjálp Evrópusambandsins, hafa rukkað okkur um með ólýsanlegri frekju og yfirgangi án nokkurs dómsúrskurðar.  Og það gegn lögum þeirra sjálfra.  Jú, vegna þess að Evrópusambandið ætlar að nota tækifærið vegna Evrópuumsóknar núverandi stjórnvalda og þvinga okkur undir ICESAVE.  Ráðum við kannski ekki okkar innanríkismálum sjálf?  Ráðum við ekki okkar skuldamálum og utanríkismálum?  Örugglega gerum við það nema íslensk stjórnvöld leyfi þeim að ráða okkar málum.

KRAFA UM VÍÐTÆKA AÐLÖGUN (OG ÞÓ ÖSSUR HARÐNEITI).

MISSKILNINGUR JÓNS BJARNASONAR: ÖSSUR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú er stórt spurt Elle,

og sem betur fer svarar þú spurningunni.

Ekki baun í bala.

Takk fyrir mig Elle, og haltu áfram þinni eldheitu baráttu.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 12:28

2 Smámynd: Elle_

Nei, Evrópuríkinu kemur ICESAVE víst ekkert við, Ómar.  Lýsir rosalega ranglætinu sem við getum búist við ef Jóhönnu og Össuri og co. heppnast að draga okkur óviljug þangað inn.  Og takk, þú lýstir nýlendustjórnuninni vel sjálfur:

Nýlendunni sagt skilmerkilega fyrir verkum.



Elle_, 28.10.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.