HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??

Ég var orðlaus í gær yfir frétt í mbl.is og kannski voru aðrir það líka.  Í það minnsta náði enginn nema einn maður að blogga við fréttina, sem hófst með þessum orðum: Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar, samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave  Já, þarna stendur VAXTAKOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS Í TENGSLUM VIÐ ICESAVE-SKULDBINDINGARNAR.  Nú vitum við vel að ICESAVE er ekki okkar skuldbinding, heldur skuldbinding gamla Landsbankans og TIF.  Við vitum líka vel að engin ríkisábyrgð er á skuldbindingu Landsbankans og TIF.  Hvaðan kemur þá þessi frétt í mbl.is?

Næst segir: - - samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Já, þarna kemur það: SAMKVÆMT PENINGAMÁLUM SEÐLABANKA ÍSLANDS.  Már Guðmundsson, hvaða vextir og af hvaða skuldbindingum?  Næst vísar fréttin í orð Össurar Skarphéðinssonar frá í fyrradag um að samkomulag um ICESAVE muni liggja fyrir fyrir lok ársins: Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við Reuters.
Lausn Icesave fyrir lok árs 

Ja-há, núna í nóvember eða í desember ætla ríkisstjórnarflokkarnir að pína yfir okkur landsmenn
ólöglegri rukkun Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.  Gegn lögum og þvert gegn okkar vilja.  Með hjálp Seðlabankans væntanlega.   Seðlabankastjóri ætti að útskýra málið fyrir okkur opinberlega.  Ekki þýðir neitt að spyrja Össur.  Núverandi stjórn hefur komið litlu gagnlegu í verk og hefur þó tekist að eyða gríðarlegum dýrmætum tíma í að koma yfir okkur þessari ólöglegu rukkun bresku og hollensku ríkisstjórnannaHalda þeir í alvöru að við látum bara kúga okkur??  Og sættum okkur bara við að vera ólöglega sköttuð fyrir ríkiskassa 2ja velda eins og hver önnur nýlenda?? 

E.S.: Gerum ekki þau mistök að fara niður á plan vinnumanna rukkaranna að vera að ræða um útreikninga af vöxtum af nauðung eins og hefur sést.  Eins og við vitum verður eitthvað af engu alltaf ekkert og neðar okkar manndómi að ræða það einu einasta orði.  0,1% af engu er jafn vitlaust og 190 þúsund%.
 
Axel Jóhann: Ein mynd kúgunar

Styrmir Gunnarsson: Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Íslendingar eru fávitar. Það tekur engin mark á þeim og það vita stjórnmálamenn. Þeir taka ekki mark á sér sjálfir. Það er búið að ákveða að borga Icesave och það er bara verið að ræða ýmis smáatriði eins og vaxta kjör. Málið er útrætt.

Fólk má síðan ergja sig á þessu eins og það vill. Og óánægjan á vinsamlegast að koma fram einhversstaðar þar sem engin tekur mark á því, t.d. moggabloggi, berja tunnur eða eitthvað álíka gáfulegt, eða eitthvað sem fær ráðamenn til að geyspa af leiðindum.

Síðan ESB. Það er líka ákveðið að landið skuli vera með. Það á ekkert að vera að hlusta á fólk sem ekki kann fótum sínum forráð og það er alvarlegt og umhugsunarvert að stærsti hluti þjóðarinnar skuli ekki hafa náð þeim þroska að skilja ESB.

Vegna þessarar barnalegu afstöðu þorra íslendingar verður því miður að hafa vit fyrir þeim...

...það er sorglegt að bara lítill minnihluti þjóðarinnar veit hvað okkur er fyrir bestu...

Óskar Arnórsson, 6.11.2010 kl. 23:06

3 Smámynd: Elle_

Já, Óskar, þú hittir naglann beint á höfuðið.  Ætlun föðurlandssvíkjandi stjórnmálamanna eins og Jóhönnu og Össur og co. hefur nefnilega aldrei verið að hlusta á hvað okkur landsmönnum finnist og ekki einu sinni meginþorra okkar. 

Heldur veður þetta heimska lið áfram með ótrúlegri fyrirlitningu og vanvirðingu fyrir annarra manna vilja.  Við skulum bara sætta okkur við að vera troðið undir erlenda og ógeðslega miðstýringu og yfirráð, við vitleysingarnir sem ekki getum stýrt okkur sjálf.  Og fyrir það verðum við að vera ICESAVE-þrælar.

Vissir þú að eini hvatinn minn fyrir að opna bloggsíðu var ICESAVE-ógeðið?  Og ég sem aldrei vildi vera neitt opinber, bara alls ekki á nokkurn veg.  Það segir mikið um hvað ICESAVE er grafalvarlegt, fólk eins og ég og Ómar Geirsson fórum að skammast opinberlega vegna ICESAVE.  Og við ætluðum aldrei að blogga opinberlega.  Fyrr skal ég dauð liggja en borga ICESAVE. 

Elle_, 6.11.2010 kl. 23:38

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Málið er að við verðum ekki spurð álits. Allt er fyrir löngu ákveðið, klappað og klárt, þannig að hver og einn þarf að fara að ákveða sig hvort hann vilji eyða lífinu í að mótmæla einhverju sem ALDREI verður hlustað á,

Ég oppnaði bloggsíðu vegna bankahrunsins og bankaránsins. Bankaránin eru enn í gangi og munu halda áfram undir vernd Ríkissins mörg ár til...

Óskar Arnórsson, 7.11.2010 kl. 00:22

5 Smámynd: Elle_

Ekki segja mér það, Óskar.  Mig hryllir, bæði við áframhaldandi bankaránum og EU-miðstýringu.  Veit þó vel að ætlun Össurar og co. hefur aldrei verið að gá hvað við viljum.  Það kemur honum ekkert við.  Hættulegur hópur manna.  Við megum ekki og skulum ekki láta EU og ICESAVE gerast.  Við erum að að þessu endalausa rövli fyrir ekkert. 

Elle_, 7.11.2010 kl. 00:57

6 Smámynd: Elle_

Við erum EKKI að þessu endalausa rövli fyrir ekkert. 

Elle_, 7.11.2010 kl. 00:59

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skil hvað þú meinar Elle. Nei auðvitað vil ég trúa að allir hafi einhverskonar áhrif í rétta átt í sambandi vi Icesave og ESB.

Og það hefur komið skýrt fram hvað fólk með nýfengin völd er tilbúið að svíkja allt og alla fyrir eigin vinning. Þessi Össur er hreinn glæpamaður og veit sjálfsagt ekki af því sjálfur...eða lifir bara í fantasíu, langt í burtu frá raunveruleikanum.

Óskar Arnórsson, 7.11.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Er nema von að reiði okkar brjótist út. Elle eins var um mig gamlingjann,sem aldrei hafði verið pólitísk,fyrr en nú. Ég get ekki ,mun ekki sætta mig við að stjórnvöld hagi sér líkt og hefnigjarn mafíosi,þar sem hefndin ,sem ætlað var að bitna á pólitískum andstæðingi,bitnar fyrst og fremst á almenningi,sem uggir ekki að sér. Já tek undir Össur er hættulegur,hann er með völd,mín trú er að Steingrími geðjist ekki að honum. Elle,athsemd þín kl. 23,38 gæti hljómað álíka hjá mér,nema það yrði tilkomu meira,héngi á styttu Jós Sigurðssonar.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 01:40

9 Smámynd: Elle_

Helga og Óskar, gleymdi að gá hingað inn, steingleymdi ykkur!  En Steingrímur og Össur eru báðir hættulegir stjórnmálamenn að mínum dómi og allur flokkurinn hans Össurar, veit allavega ekki um undantekningu hvað viðkemur fullveldisafsalinu og ICESAVE í þeim óskiljanlega flokki.  Skömm að hafa styttuna af Jóni Sigurðssyni standandi gegnt þeim sem vinna dag og nótt við að gefa landið hans og okkar.

Elle_, 8.11.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband