KÚGUNIN KOMIN Í HÖFN?

Það er hreint út sagt ótrúlega svívirðilegt að maður skuli finna eftirfarandi frétt núna 9. des í RUV, miðli allra landsmanna, 9 mánuðum eftir að yfir 90% þjóðarinnar hafnaði og kolfelldi ólöglegt ICESAVE:

ENDURGREIÐSLUR HEFJAST ÁRIÐ 2016.


Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, segir að Íslendingar hafi samþykkt að bæta Hollendingum og Bretum að fullu innistæður vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Alls nemur upphæðin tæplega 200 milljörðum króna á núverandi gengi. Samkvæmt samningnum byrja Íslendingar að greiða skuldina í júlí 2016 og lýkur greiðslum árið 2046. Að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar sagði hann þetta í bréfi til hollenska þingsins í dag.

Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni hollenska fjármálaráðuneytsins að Íslendingar muni greiða 3% vexti af því sem þeir skuldi Hollendingum og að skuldin við Breta beri 3,3% vexti.

Niðurstaðan verður kynnt á blaðamannafundi klukkan sex í dag. Fundinum verður sjónvarpað beint hér á vef Ríkisútvarpsins.

´SAMNINGURINN´ Á VEF HOLLENSKA FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS.

 

ENGIN RÍKISÁBYRGÐ Á

ICESAVE, EKKI 1 EYRIR.

VIÐ SKULDUM EKKI

ICESAVE.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ömurlegt að sjá það að sumir þingmenn sem voru á móti þessu icesave rugli hjá ríkisstjórninni virðist vera að taka þetta í sátt, t.d. Þór Saari sem segist ætla kjósa með þessum nýjasta nauðungarpakka frá bretlandi og hollandi, þessi maður tapaði öllu áliti sem ég hafði á honum með þessar yfirlýsingu þar sem hann virðist vera farinn að hlaupa með hjörðinni þó hún væri að hlaupa fram af kletti í staðin fyrir að hugsa sjálfstætt!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega það sama og ég hugsaði, Dóri.  Hef ekkert álit lengur á Þór Saari.  Við búum við ógeðsllega ofbeldisstjórn og stjórnarandstöðu og segir okkur bara að líklega er ekki búandi í þessu volaða landi. 

Elle_, 9.12.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þannig er það Elle, við búum við ofbeldi.  Það eru bara ekki allir búnir að átta sig á því.   

Það er alveg sama hvað er sagt það virkar ekki, það er alveg sama þó að 90% kjósenda segi nei það virkar ekki. 

Því meiri sem hörmungar þjóðarinnar verða, því öflugri og ósvífnari verður stjórnin.   Uppreisnir og borgarastyrjaldir eru heldur lítt spennandi siðuðu fólki. 

En kúgun, af hverju tæi sem er,  kallar á afl til varnar og þegar siðaðra manna samskipta tækni er niður troðin þá er fátt eftir annað en árás.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2010 kl. 00:26

4 Smámynd: Elle_

Algerlega Hrólfur, við búum við ógeðslega kúgun og ógeðslegt ofbeldi og þú lýstir hryllingnum vel.  Enginn í stjórnarflokkunum hlustar af neinni alvöru á vilja landsmanna og hvað sem við gerum og segjum, ekkert gengur, ekkert virkar.  Gamalmenni mega svelta í hel, en nægir peningar eru í ríkiskassanum fyrir ICESAVE-KÚGUNINNI.  Ríkiskassinn ræður sko vel við ICESAVE.  Við fáum ekki það sem við viljum, ICESAVE-STJÓRNIN vinnur ekki fyrir landsmenn.

Elle_, 11.12.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.