LEPPALÚÐASÖGUR Á JÓLUNUM.

Leppalúði.

 

Ekki skuli skrifa ljóta hluti um almenna bankaræningja á jólunum heyrist yfir bæjum og bönkum, níðingarnir eigi jú börn og þau haldi líka jól eins og við hin.  Einn og einn gagnrýnandi skrifanna á jólunum er samt svo ósvífinn sjálfur að segja höfundi eins slíks pistils að leita sér hjálpar.  Já, á sjálfum jólunum.  Hann gleymdi alveg að gá að því að höfundurinn gæti sjálfur átt börn sem halda jól á jólunum. 

En bankaræningarnir, og pólitíkusarnir sem ruddana studdu með mútuþægni og óeðlilegum pólitískum veljvilja á kostnað barna, foreldra þeirra og gamalmenna landsins, hafa sjálfir eyðilagt jólin fyrir þúsundum barna og rænt sum börn feðrum sínum sem hafa framið sjálfsvíg í örvæntingu.  Ljótir hlutir gerast líka á jólunum.   NEI, við getum ekkert hlíft níðingum og þagað á jólunum. 

Við getum ekki heldur hlíft pólitíkusum sem studdu myrkraverkin og ollu nánast gereyðileggingu og niðurrifi á innviðum landsins.  Þar fer gruggug og kattahatandi og mútuleg og hrollvekjuleg og ógeðslega samstíga fylking fremst í flokki með hatur sitt á gamalmennum og lífeyrisþegum og fyrir stuðningi við ræningja og stórþjófa.

 

E.S.: Ætla að passa rosalega vel að setja ekki pistilinn inn fyrr en eftir miðnætti.  Þá verður sko kominn 27. des. og allir mega skrifa ljótar Leppalúðasögur á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl Elle! Nú hefur nýr flokkur komið undir,spurning hvernig stefnuskráin hljómar,ef marka má efndir slíkra.   Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2010 kl. 02:25

2 Smámynd: Elle_

Sæl Helga, já, það er flokkur sem vill koma okkur inn í kúgunarbandalagið.   Einu plúsarnir sem ég sé við slíkan flokk er 1. Hann gæti veikt hrollvekjufylkinguna.  2. Hann gæti styrkt stjórnarandstöðuna í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum þar sem við gætum og höfum losnað við Evrópusinna þaðan. 

Elle_, 27.12.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Elle_

Og eins og þú veist eru HÆGRI GRÆNIR líka nýr flokkur, þeir eru andvígir bæði landsölu okkar/yfirtöku Sovétbandalagsins og ICESAVE kúguninni.

Elle_, 27.12.2010 kl. 23:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Jebb! Ég er búin að snúa sólarhringnum við!  vildi ég gæti snúið aðildarsinnum,ætla á gamlárskvöld að Bessastöðum að sníkja Fálkaorðu!!!!!¨¨¨¨         Ætla að lýsa forsetahjónin upp,einu en sterku von okkar,senda þeim yl af blysum og hugarþeli okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2010 kl. 05:43

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Böööö.

Þetta er eina Leppalúðasagan sem ég kann.

Og virkar vel, vildi að hægt væri að segja hana í gamla tukthúsinu, þá sæju menn  kannski að sér.

Síðbúnar jólakveðjur, og keep on running.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2010 kl. 15:17

6 Smámynd: Elle_

Ómar, þú náðir ekki öllum skærupistlunum með orðinu ´böööö´.   Hélt þú værir í hýði en sé nú að þú ert kominn í víggallann og farinn að vega mann og annan.  Megum við Helga vera með í skærunum?  Okkur leiðist að kjafta hér einar um allt og ekkert og hundleiðinlega pólitíska flokka.  Og Leppalúðinn minnir nú óneitanlega á 1-2 stjórnmálamenn í það minnsta, sleppi lýsingunum. 

Elle_, 29.12.2010 kl. 19:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, reyndar ekki Elle, Böööö-ið hefði sagt allt, en eldri en 6 ára ekki vísir með að skilja.  Þess vegna er það aðeins meiri vinna að koma saman pistlum.

En mér fannst ég draga samt ágætlega saman þína ágætu gagnrýni, allavega ef ég endursegði pistilinn fyrir drengina, þá myndu þeir stinga höfði undir sæng og neita láta sjá sig aftur fyrr en Bööö-ið hætti.

En Elle, ég er í friðargalla, með lárviðarkrans um höfuð og í hippamussu.

Byrjaði reyndar vegna þess að ég fékk gott tækifæri til að hnýta fyrir ergilsið sem Jóhann Hauksson kveikt í mér í jóladagblaðinu, og var Jón mjög þakklátur að gefa mér tækifæri til að fullkomna skotið, sem og reyndar Ögmundi fyrir að miða byssunni.

En ég losna ekki við skuldavanda heimilanna úr höfði mínu, ætla að reyna að jarða þann draug á afmælisdaginn minn, þó ég viti ekki almennilega um tímann sem ég hef til þess.

Kristján var ánægður með pistil dagsins, þannig að tötsið er ennþá til staðar, en neistann vantar, því miður.  Það liggur við að ég þakki fyrir síðustu svik í ICEsave, annars nennti ég þessu ekki hreinlega.  

Af hverju er maður að rífa kjaft þegar þjóðin er sátt??????

Og United gerði jafntefli, og konan fjárfesti í Stöð sport í des svo ég gæti horft.  Finnst tíma mínum miklu betur varið í það, upplifi að smáfuglar eru komnir til heitari landa, það heyrir enginn tíst okkar lengur.  En uppfræðsla sona minna um fótboltann (þeir fræða pabba sinn, eru búnir að horfa á HM mörgum sinnum á spólu), hún svíkur ekki, hún kveikir líf í gömlum glóðum áhuga og spennu, sem tíminn hafði hulið mistri.

Þið Helga reddið skærunum, Völvan spáir kvennaári skilst mér.

Og það er þetta með flokkinn, hann kemur, en ekki á þessum forsendum.

Hann mun snúast um framtíðina, að velferð barna okkar verði varin, og það sé gert sem þarf að gera.

Helga mun strax þekkja hann þegar þar að kemur, jafnvel vera einn af stofnfélögum hans.

En þangað til, við megum ekki gleyma hinu málinu, rán verð og gengistryggingar má ekki líðast.

Aldrei, forsendubrestinn þarf að viðurkenna, og leiðrétta óréttlætið.

Að þeim orðum slepptum í pistil, þá mun ég skála fyrir nýju ári, og horfa glaður á leiki nýja ársins, allavega til 4. janúar.

Gleymum heldur ekki að Grýla kerlingin var alltaf skassið.  AGS fór á rólið þegar kella hætti.  

Í raun eru Leppalúðar allra tíma fórnarlömb.

Ég vorkenni þeim en fyrirlít AGS af öllu hjarta, með öllum mínum mætti.  Þar liggur meinið.

Kveðja Elle, heyrumst vonandi áður en árið er úti.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband