DAUTT MÁL?

Ólafur Ragnar Grímsson tekur við undirskriftunum á Bessastöðum í dag.
Forseti Íslands tekur við undirskriftunum gegn ICESAVE á Bessastöðum.

Ætti málið ekki að vera löngu dautt, eins ólöglegt og það er nú?  Nú býst ég ekki við að forsetinn skrifi undir 3ja ofbeldi alþingis í ódæðismálinu.  En hvað ef?  Já, hvað þá? 

Getur alþingi, forsetinn eða hluti þjóðarinnar kosið lögleysu og ofbeldi yfir hinn hlutann?  Og næst pínt hann til að borga ólöglega skatta vegna þess?  NEI.  Ekki heldur stærrihlutinn. 

Landslög og Evrópulög banna ríkisábyrgð á bankainnstæðum og 77. g. stjórnarskrárinnar leyfir ekki ICESAVE.  Nú, þá er málið búið, er það ekki?  Og snýst um að Hæstiréttur kasti kúguninni út í opið haf?

Stærrihlutinn getur nefnilega ekki brotið lög eða stjórnarskrána gegn minnihlutanum.  Stjórnarskráin er ætluð til að verja minnihlutann gegn ofbeldi og ofríki meirihlutans.  Og þó það væru allir landsmenn gegn einum manni.

Stjórnarskráin er líka ætluð til að verja okkur gegn ofbeldi, ofríki eða hvers konar skaða af völdum óhæfra eða skaðlegra stjórnmálamanna eða valdhafa.  Stjórnarskráin er ekki bara flott bók sem má rykfalla uppi í hillu.  Verður málið þá ekki fljótlega grafið ofan í kattasandi Jóhönnu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    D'AIÐ,,,,,nú kom ein af figúrum Ladda upp í hugann.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2011 kl. 03:49

2 Smámynd: Elle_

ER ICESAVE OKKAR VANDAMÁL?: FÉLAGI ÓMAR SVARAR. 

Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????: Ómar Geirsson.

Helga, setti pistil eftir Ómar hingað inn, tengist efninu.  Og svo svaraði hann svo snilldarlega, eins og honum er tamt, í öðrum pistli að ég heiðraði það með nýjum.

FRÉTTABLAÐSFALSANIR UM ICESAVE??

VÍSISBLEKKINGAR???

Steingrímur og ICESAVE-STJÓRNIN selja börnin okkar í nýlenduþrælkun og enda vonandi á sakamannabekk.

Elle_, 26.2.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband