ER ICESAVE OKKAR VANDAMÁL?: FÉLAGI ÓMAR SVARAR.

Smámynd: Ómar Geirsson Blessaður Lúðvík.

Hvað hefðir þú sagt að til að borga ICEsave skuldina, þá hefði hún gert eigur þínar og annarra í sjávarútveginum upptækar?

Ég vænti að þú hefði bæði tekið mark á þeirri yfirlýsingu, og þú hefðir ekki leitað til dómsstóla til ógildingar þeirrar yfirlýsingar.  Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, hvað er það????

Eða ertu ekki sjálfum þér samkvæmur??????????????

 
Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, ég skipti mér ekki almennt af skoðunum annarra, þeir færa fyrir þeim rök.  Undantekningin er Baldur Hermannsson, hann þarfnast yfirbótar.

En þar sem þú ert dæmi um mann sem færir alltaf rök, góð rök fyrir þínu máli, og þeir sem eru ósammála þér, þurfa þá að eiga rök á móti sem standast skoðun, þá gat ég ekki látið þessa færslu þína í friði.

Og góðfúslega benti ég þér á hvað hún þýddi.  

Yfirlýsingar ráðamanna eru ekki lög. 

Og þvingaðar yfirlýsingar ráðamanna eru ólög.  Það gildir um vilja ríkisstjórnar Geirs Harde að semja við breta, eftir að þeir stöðvuðu allt gjaldeyrisstreymi til landsins.

Legðu þetta saman, og reyndu að réttlæta stuðning þinn við núverandi ICEsave samning, án þess að fara með bull.  Mér þykir leitt að segja það, en tilvísun þín i yfirlýsingu ráðamanna er bull.

Sem betur fer, annars gætu þeir stjórnað öllu, framhjá lögum og stjórnarskrá.

Til dæmis, "allur kvóti innheimtur á morgun", eða "allir sem heita nöfnum sem byrja á L, þeir afhenda eigur sínar ríkinu".

Lúðvík, þú ert miklu betri en þetta, þú ert maður sem maður vitnar í, ég þarf að eiga rök á móti þeim skoðunum þínum, sem ég er ekki sammála.

Þessi rök eru ekki dæmi um það.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, þú rekur fyrirtæki, myndir þú lýsa því yfir að þú borgaðir allar skuldir allra í bænum, líka í næsta bæ, og í allri sýslunni.

Gott og vel, kannski gerir þú það, og það má vel vera að fólk tæki mark á þér, og færi að taka lán í trausti þess a þú borgaðir.  Og þegar að skuldadögum kæmi, þá myndir þú reyna að borga, myndir selja af þér hverja einustu spjör.

Og það dygði fyrir skuldum þínum, og kannski 4-5 nágrönnum þínum.  Eftir stæðu aðrir í bænum, næsta bæ, og í allri sýslunni.

Finnst þér líklegt að einhver tæki mark á þínum yfirlýsingum????

Nei, eins er það með þennan tryggingasjóð, hann lýtur sínum lögmálum og reglum, er fjármagnaður af fjármálafyrirtækjum sem málið varðar, ekki ríkisvaldinu sem stendur á bak við.  Ef mörg fjarmálafyrirtæki eru í honum, þá ætti hann að þola áföll, ef þau eru fá, þá stendur hann verr. 

Þess vegna er ESB að hanna reglur sem gera ráð fyrir einum tryggingasjóð á einum markaði, tryggingasjóð ESB.

Ef hann hefði verið hugsaður á þeim forsendum að þú ábyrgðist hann, þá hefði það verið tekið fram, þín yfirlýsing dygði ekki.  Og af hverju er hún einskis metin, þrátt fyrir þinn góða vilja??'

Jú, þú hefur ekki getuna til þess. 

Þess vegna var ekki hannaður sjóður sem þú ábyrgðist.

Og þess vegna var ekki hannaður sjóður sem einstök aðildarríki ábyrgðust, vegna þess að þau geta það ekki, alveg eins og þú.

Lichenstein ábyrgist ekki Austurríki, Luxemburg ábyrgist ekki Belgíu, Holland ábyrgist ekki Þýskaland.  Vegna þess að það er ekki raunhæft, allar eigur viðkomandi landa duga ekki til.

Þetta er hugsunin Lúðvík á bak við tryggingasjóði þvert yfir landamæri, að þeir væru tryggingasjóðir fjármálafyrirtækja, eins og skýrt kemur fram í regluverkinu, ekki einstakra aðildarríkja.  

Slík trygging er líka andstæð hugsun fjórfrelsisins, sem er hugsað til  að fjarlæga ríkiskrumlur af markaðinum.

Já, Lúðvík, þegar tryggingasjóðir fara yfir landamæri, þá vil ég að reglur gilda.  Og lög.  Því annað stangast á við raunveruleikann, alveg eins og ef þú værir í ábyrgð fyrir meira en þú ræður við.

En þar fyrir utan, þá var ég ekki að skipta mér af þínum skoðunum, aðeins að benda þér á að þessi framsetning hér efst, væri ekki þinn stíll.

Vinur er sá sem til vamms segir.

 

Smámynd: Ómar Geirsson

Lúðvík, haltu þessum skoðunum á lofti sem víðast.

Um mínar skoðarni má lesa í frægum ræðum Churchil í breska þinginu í kjölfar Munchensamkomulagsins.  Ég er á móti ICEsave, jafnvel þó einhver reglusmiður hefði verið það heimskur að semja slík lög.

En margt má segja um ESB, en fagmenn semja reglur, kannski eru þeir að reyna hið óframkvæmanlega vegna sundurleitni sambandsins, en þeir reyna samt, á rökréttan hátt.

Rök mann eins og til dæmis Alain Lipitz, segja allt sem segja þarf.  Ég sagði það sama, löngu áður en ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér.  Það er enginn svo heimskur að láta smáþjóðir ábyrgjast stórþjóðir. 

Og það er þetta regluverk sem tengir okkur við Bretland og Holland, fram að því datt engu það í hug að stjórnvöld í einu ríki væru í ábyrgð fyrir stjórnvöld í öðrum löndum, jafnvel þó þegnar þess væru með rekstur.

Og það grátlegast við allar þessa ICEsave samninga, er að þeir viðhalda þessu eitri sem þú lýsir.  Annars fer hinn meinti kostnaður úr 60 milljörðum í 220 milljarða.

Og, já ég er svo heimskur að trúa á endalokin, en ég set þetta í samhengi við stóra lánið frá AGS, þegar allt er lagt saman, þá gerist það sama hér og annars staðar, að of há lán verða þjóðinni ofviða.  Slíkt vald hafa stjórnmálamenn ekki..

Ástæða þess að ég kom hingað fyrst inn Lúðvík, fyrir margt löngu síðan, er heilbrigð skoðun þín á gildi framleiðslu, sem gengi hvers tíma tjáir.  ICEsave, AGS eru dæmi um andstæður þinna skoðana, vil ég meina.

Og ég vil meina, að engin uppbygging verði fyrr en fólk átti sig á því sem þú ert að segja hér, og mjög oft áður.  Gjörsamlega óháð föðurnafni þínu, þá kann ég að tækla rök, og ég skil rök.

Og styð þau rök sem ríma við mínar lífsskoðanir.

Ef nokkur maður myndi hlusta á rök í víðari samhengi, þá væri ég líka að blogga á svipuðum nótum og þú, um gildi þess að vera sjálfbær.  En það gera það fáir, og ógnin sem ég upplifi af ICEsave og AGS, er það sterk að ég fókusa aðeins á þau skrímsli.

Ég ítreka, ég virði skoðanir, fannst aðeins framsetning þín í þessu bloggi vera villandi.

Bið að heilsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson

 

Kemur Ómar nokkuð í víggallanum og heimtar að ég eyði ofanverðu?

Voru þetta ekki opinberar upplýsingar, eða hvað??

Ef EFTA dómsstóllinn dæmir ekki eftir lögum, þá töpum við málinu: Ómar Geirsson.

Getur þjóðaratkvæði löghelgað ólöglegan samning??????: Ómar Geirsson. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, nei, læt það ógert að skjóta þig Elle.  Hélt annars að bloggið þitt væri lokað, og hef því ekki kíkt við lengi.

En gerðu það fyrir mig að breyta "hann" í "semja" í "Þess vegna er ESB að hann reglur sem gera ráð fyrir einum tryggingasjóð á einum markaði, tryggingasjóð ESB."  Gallinn við athugasemdir, fyrir utan að þær eru slegnar inn á hraðanum sem puttarnir ráða við, að maður getur ekki leiðrétt þær, eftir á.  

Kannski má taka fram að föðurnafnið er ábending að mér finnst það skipta skoðun Lúðvíks, sem mér finnst mætur rökfastur maður, engu máli, hann má vera skyldur öllum mín vegna.  En í athugasemd var bent á systkinatengsl hans við Katrínu iðnaðarráðherra.

Jæja, Elle, núna ætla ég að ritskoða síðasta pistil minn, og láta hann standa þannig í smá tíma.  Tel að þetta mál vinnist fyrir dómsstólum og vill þjóðarhreyfingu um málssókn.  Er því að vekja athygli á að ólög verða ekki lög, þó meirihluti þjóðarinnar samþykki það.

En dæmin sem ég tók, voru sett fram til að stuða, því ég vissi að ég fengi lestur.  En núna ætla ég að gera hann siveleseraði, taka stuðið úr honum.

Verð hérna Elle, en vorið kallar á mig, þarf að hugsa um annað.  Finnst allt hjá andstöðunni vera í svo góðum málum að gamlir slitnir skæruliða mega skreppa af vígstöðvunum, vaktin hefur verið svo löng, komin í tæplega 1800 pistla, fyrir utan allar athugasemdirnar.

Heyrumst í stríðinu Elle.  En ég verð ekkert hissa þó samningurinn verði dreginn til baka þegar þeir óttast annað 98-2.

Því sannleikurinn sigrar að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Elle_

Komdu sæll, Ómar.  Jú, ég læsti blogginu tímabundið og var samt búin að opna það fyrir þó nokkru.  Lastu pistilinn á undan: DAUTT MÁL? 

Heldurðu ekki að þú hafir ætlað að skrifa ´hanna reglur´ og bara gleymt seinna a-inu í ´hanna´?  Allavega skildi ég það þannig þegar ég las það.  En ég get vel lagað það og sett ´semja´, já, eða bætt a-i við og haft orðið ´hanna´. 

Elle_, 26.2.2011 kl. 14:41

3 Smámynd: Elle_

Ómar, þú ert of seinn, lagaði pistilinn.  Núna viss um að þú ætlaðir að nota orðið ´hanna´, það kom fyrir 2svar neðar í honum. 

Elle_, 26.2.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.