ER ÞESSI ´FRÉTTAMAÐUR´ AF JÖRÐINNI?

Ekkert getur skuldbundið almenning í landinu og þar með æsku landsins til að borga ICESAVE-PENINGANA eins og ´fréttamaðurinn´ kallar það í sinni fáfræði.  Skuldbundið ungmenni þar til líf þeirra er hálfbúið til að vera skattaþrælar stórvelda í Evrópu.  Síðan hvenær urðu smáríki heimsins fjárhagslega og stjórnarfarslega ábyrg fyrir stórríkjum??

Engin lög voru um ríkisábyrgð á ICESAVE og ríkisábyrgð brýtur bæði gegn lagaákvæðum og stjórnarskrá.  Eftirlitið og leyfi bankans í öðrum löndum var þarlendra yfirvalda, ekki okkar.  Fall bankans og þjófnaður innan hans gerir okkur engan veginn sek.  Óhæfan sem þessi svokallaði ´fréttamaður´ og langtíma heitur ICESAVE-SINNI skrifar er næstum ekki leshæf og ekki svaraverð nema vegna hættunnar og skaðans sem slíkur ósómi gæti skapað okkur.  Embættismenn og pólitíkusar hafa bara alls ekki það vald að lofa útlendingum neinum ólögmætum skatti úr ríkissjóði.

Nú er þjóðin samkvæmt ´fréttakonunni´ orðin að löggjafa AÐ UNDIRLAGI FORSETANS. Halló, þú Þóra Kristín, forsetinn hefur einfaldlega farið að stjórnskipan landsins og hefur staðið með lýðræðinu, virt lýðræðið í landinu.   Megi forsetinn hafa miklar þakkir fyrir.  Og svo kallar ´fréttamaðurinn´ okkur LÝÐRÆÐISHER FORSETANS og kallar það RÚSSNESKA RÚLETTU að hafna að borga ólöglega og stórhættulega kröfu sem gæti gert okkur gjaldþrota.

Nenni ekki að fara nánar yfir allar brenglanirnar og skáldskapinn í þessum eymdarlega pistli manneskju sem rær hart að því að gera börnin okkar að skuldaþrælum að ósekju.  Samskonar kúgun hafa nefnilega Bretar og Hollendingar og önnur stórveldi Evrópu beitt lítil ríki um allan heim og valdið mikilli eymd og fátækt.  Fiji Islands eru þar á meðal.

Þóra Kristín, ekki skrifa um mál sem þú skilur ekki og enn síður um mál sem þú ætlar viljandi að skekkja og þvæla.  Við leyfum ekki innlendum leppum að ljúga að okkur og komast upp með að eyðileggja velferðarkerfið okkar og loka spítölum fyrir ólöglega rukkun sem við skuldum ekki.  Við fellum nauðungina 9. apríl næstkomandi, ellegar sækjum málið.  Í okkar lögsögu.

TÖKUM ICESAVE OG TROÐUM HONUM.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvenær tökum við til hendinni?

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Elle_

Helga, við fellum nauðungina með öllum ráðum.  Við höfum kannski ekki verið nógu sterk. 

Elle_, 1.3.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband