FORSENDUR FÖÐUR FYRIR LÖGLEYSU. SIGURBJÖRN SVAVARSSON SVARAR.

Miðað við yfirsögnina Á BARNIÐ MITT AÐ BORGA ICESAVE3 gat maður haldið að þarna færi faðir sem ætlaði ekki að sætta sig við vinnuánauð barna Íslands fyrir bresku og hollensku ríkiskassana. 

En þegar ég las lengra skildi ég að þarna fór bara enn einn af fylgjendum hóps JÁ manna við ICESAVE.  Manna sem fæstir skirrast við að hóta okkur grímulaust Argentínum og Kúbum, frostavetrum, heimsendum og ísöldum og þar fram eftir götunum ef við segjum ekki JÁ og OK við handrukkun gamalla lénsvelda sem vilja níðast á okkur.  

Og rökin eru engin.  Nákvæmlega engin nema brenglanir og villusýn um að bankar láni bara ofurskuldugum.  Maður með fullri rænu veit að það er þvættingur að hann ætti að bæta á sig skuldum sem koma honum ekki við og sem hann ræður heldur ekki við og geti næst farið út í banka og vaðið í peningalánum. 

Og hvað kemur okkur það annars við hvort menn úti í bæ fái peningalán?  Ættum við
á þeim forsendum að haga okkur eins og óvitar og semja á löglausum og ómennskum forsendum við hótandi villimenn? 
 
Fyrir utan lögleysuna værum við að skrifa undir óútfylltan tékka gegn börnum okkar þar sem við vitum ekkert um endalok málsins sem gæti endað í tæpum 700 MILLJÖRÐUM ef við segjum ekki NEI. 
SIGURBJÖRN SVAVARSSON
svarar kolröngum forsendum mannsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband