KOFI ANNAN, FORSETINN OG PALESTÍNURÍKI.

FORSETINN OG KOFI ANNAN

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kofi Atta Annan og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.


Kofi Annan, fyrrum leiðtogi Sameinuðu Þjóðanna (United Nations) og friðarverðlaunahafi Nóbels, kom til landsins í dag í boði forsetans og HÍ.  Hann gat ekki sagt nei og endurskipulagði fyrirætlanir sínar, sagði hann á blaðamannafundi í dag með forsetanum á Bessastöðum. 

Hann sagði á sama blaðamannafundi að ´persónulega finnist honum að þeim ríkjum sem eigi fast sæti í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna beri söguleg, lagaleg og siðferðisleg skylda til að tryggja stofnun Palestínuríkis.  Til að hjálpa við að fullgilda ályktun 181.  Og honum finnist að þeir sem fjalli um málið hjá Sameinuðu Þjóðunum ættu að hafa það í huga, málsaðilarnir þurfi hjálp, alþjóðasamfélagið og Sameinuðu Þjóðirnar og fjórveldin verði að vinna með þeim við að leysa málið og tryggja að sjálfstætt ríki verði stofnað.´ 

Með orðum Annan: ´And I personally believe that the UN - and particularly the permanent members of the security council, have a historic, legal and moral obligation to finish the work that was started in 1948, to implement - to help implement fully resolution 181.  And I think those who will discuss this issue at the UN should bear this in mind.  The parties need help, they have been at the table for 20 years and we´ve seen no real progress.  So we need to - the international community and the UN and the Quartet - it has to work with them to resolve this issue to ensure that the second state is established´.

Persónulega get ég ekki nema verið hjartanlega sammála honum og öllum öðrum sem vilja sjálfstætt ríki Palestínu.  Og vil að öllu landi sem Ísrael stal af Palestínuþjóðinni með ófyrirgefanlegu ofbeldi og yfirgangi frá 1947 verði skilað.  Með valdi ef þarf. 

Menn sem afsaka kúgun og yfirgang Ísrael gegn Palestínu frá 1947 og vísa í biblíu eru ekki viðræðuhæfir í málinu.  Menn sem segja að Palestína eigi að vera í tvíhliða viðræðum við kúgara sinn, mættu setja sig í spor hersetinna og nánast hlekkjaðra og kúgaðra manna.  Hvað mundu þeir sjálfir gera ef þeir og börn þeirra sjálfra væru hlekkjuð og kúguð?  Og það í eigin landi? 

Gat ekki sagt nei

Lagaleg og siðferðisleg skylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.