FYRIRGEFNING SYNDANNA??

FORGIVENESS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Alltof oft skrifar fólk og talar eins og fyrirgefning væri skylda manns.  En fyrirgefning er alls ekki sjálfsagður hlutur og kemur ekki samkvæmt kröfum og skipunum.  Maður fyrirgefur ef hann getur.  Og vill.   

Eða verð ég að fyrirgefa níðingi sem hefur kvalið og pínt son minn?  Verða foreldrar yfirleitt að fyrirgefa glæpamönnum sem hafa pínt barn þeirra eða kannski tekið líf þess?? 
 
Menn vísa oft í orð í bíblíu eins og þar væri skylda okkar fest í lög: >Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.
 
Persónulega finnst mér þetta hljóma eins og maður ætti þá bara að fyrirgefa svo guð í himnum fyrirgefi manni sjálfum.  Ekki væri nú mikil meining í þeirri sjálfselskulegu ´fyrirgefningu´.  Menn mega hafa sinn guð í friði, en orð þeirra guðs gilda ekki fyrir alla menn.
 
Hvað ætti maður að fyrirgefa níðingsskap oft?  Í hvert sinn sem sparkað er í mann og gerandinn segir endurtekið fyrirgefðu?  Í hvert sinn sem mann langar að brjóta gegn öðrum??  Liggur ekki viss spilling í kenningunni um að maður verði og ætti að fyrirgefa???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef í seinni tíð verið þeirrar skoðunnar að með því að fyrirgefa þá öðlist maður sálarró.  Allt er þetta þó talsvert aðstæðubundið. Ef einhver gerir á hlut manns og það er óafturkræfur gerningur sem ekkert fær breytt, þá getur fyrirgefningin verið góð leið til að losna við óæskilegar og gagnslausar reiðitilfinningar.

Oftast snýst þetta nú kanski um samskifti fólks sem tengist hvert öðru. Ef A gerir á hlut B (a.m.k. að mati B) og á þar með á hættu að missa stöðu sína þá biður A um fyrirgefningu af hálfu B. B veitir þá fyrirgefningu sína í þeirri von að A sjái að sér. Ef A sér ekki að sér og heldur áfram að "brjóta" af sér, þá endar með því að B hættir að fyrirgefa og A missir stöðu sina gagnvart B.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 00:49

2 Smámynd: Elle_

Bjarni, takk fyrir hugleiðinguna.  Ef brotið var alvarlega á manni getur honum fundist of erfitt að fyrirgefa það þó hann vildi sálarró.  En ég skil hvað þú meinar með að öðlast sállarró.  

Meti hann það sjálfur þannig að hann geti og vilji fyrirgefa og öðlast sálarró, getur hann það kannski.  Punkturinn minn er að enginn ætti að ýta honum út í það.

Komi maður sem hefur brotið á manni til hans og biðst fyrirgefningar og meinar það og bætir fyrir brot sitt, væri kannski ekki erfitt að fyrirgefa honum.     

Elle_, 4.11.2011 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.