ÖGMUNDUR, HAFNIÐ ICESAVE

HAFNIÐ ICESAVE KÚGUNINNI

Ögmundur, við skuldum ekki Icesave.  Enginn, ekki færustu lagaprófessorar, hafa getað vísað í nein lög sem gera íslensku þjóðina og ríkissjóð Íslands ábyrgan fyrir Icesave, ekkert frekar en bresku og hollensku ríkissjóðina og þjóðirnar.   Bretar og Hollendingar fóru með eftirlit bankans í þeirra löndum ekki síður en við og eru jafnsekir fyrir mistökunum.  

Það er ekki ykkar að velja hvort við verðum pínd inn í þrælasamning að ólöglegri kröfu Evrópubandalagsins, Breta og Hollendinga.  Það er ekki ykkar, Breta eða Hollendinga að ráða því að tekin séu af okkur þau sjálfsögðu mannréttindi að verja okkur fyrir dómi.  Sigurður Líndal og fjöldi lögspekinga hefur neitað lagalegri ábyrgð okkar fyrir Icesave.  Og siðferðileg skylda okkar er ENGU STÆRRI en Breta og Hollendinga sjálfra og Evrópubandalagsins í heild sinni.    

Hafnið þessari nauðung.  Haldi Bretar og Hollendingar sig hafa löglega kröfu á ríkissjóð munu þeir sækja okkur fyrir dómi.  Það vilja þeir þó ALLS EKKI vegna þess að þeir vita að Icesave krafan er ólögleg kúgun.  Við fórum eftir EVRÓPULÖGUM.  EES lögum sem segja skýrum orðum að EKKI MEGI gera ríkissjóði landa ábyrga fyrir innlánstrygginum hafi yfirvöld framfylgt lögunum eins og við gerðum.  Þeir vilja að við gjöldum laga þeirra sem gerðu ekki ráð fyrir allsherjar-bankahruni heils lands.  Þeir vita að ef þeir geta ekki gert okkur sek í hugum fólks muni fólk gera áhlaup á alla banka í Evrópu.  Þeir vita að EKKERT land getur staðið undir allsherjar-bankahruni.   Þeir vita upp á sig sökina, enda búnir að endurskrifa lögin og ætla aftur á bak með ólöglega kröfu á okkur.  Og aum íslensk stjórnvöld vilja ekki hafna nauðunginni.  Og Jóhanna Sig. hótar enn vetrarfrosti og öllu illu ef við ekki borgum reikning sem við skuldum ekki.  Glæpur út af fyrir sig.       

Hafnið þrælasamningi gegn litlum börnum og ófæddum börnum, foreldrum og gamalmennum þessa lands ef þið ekki viljið að allir flýji.  Hafnið Icesave alfarið og hættið að ræða þessa upplognu skuld í Alþingi.  Rukkið aðalskuldara Icesave, Björgólf Thor Björgólfsson Londonbúa og haldið okkur utan við Icesave.  

Og svo ég noti gömul orð Steingríms Joð: Það eru gungur og druslur sem ekki standa í lappirnar gegn yfirgangi.  Ykkur hefur ekki verið hótað lífláti og ykkur verður því ALDREI fyrirgefið ef þið ætlið að hleypa óendanlegri nauðunginni í gegn til að Jóhanna og co. geti dregið okkur niðurlægð inn í Evrópubandalagið til óvina okkar Breta og Hollendinga og til að þið getið haldið vinstri stjórn.  Það yrði ekki löng vinstri stjórn, Ögmundur.  Við látum ekki fara svona með okkur.
 

 

ES: Ég skrifaði þetta bréf í síðu Ögmundar Jónassonar í dag, 29. nóv., 09.   Hann birti það 2. des.:

http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/4913/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Okkur ber engin skylda til að greiða tap Icesave bankana í Evrópu og við eigum ekki að gera það.

Máli mínu til stuðnings vil ég benda á pistil bloggvinar míns Lofts Altice Þorsteinssonar sem styður þessa skoðun mína betur en ég kann að gera hér.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 29.11.2009 kl. 17:17

2 identicon

Heil og sæl; ElleE - og þið önnur, hér á síðu !

Ég bind hóflegar vonir við; að Ögmundur verði við þessarri áskorun, en,.......... útiloka þó ekki, hvar hann er af góðu fólki og göfgu kominn, í framættir allar.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 17:44

3 Smámynd: Elle_

Nei, örugglega ekki Ísleifur, því fer fjarri.  Fari hryllingurinn í gegn verður ekki líft í landinu.  Gott að þú bendir á Loft, hann hefur skrifað fullt af vönduðum pistlum sem sýna það svart á hvítu hvað Icesave rukkunin er mikil fjarstæða og ólögleg.   Hann og fjöldi góðs fólks sem finnst hér til hægri hliðar.  Takk, Ísleifur.

Elle_, 29.11.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Elle_

Líka ég Óskar, bara hóflegar, því Ögmundur hefur ekkert verið að tjá sig neitt upp á síðkastið og ég óttast að hann, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir muni ekki standa gegn nauðunginni.    Hinsvegar get ég ekki þagað.   Og veit að hann hefur verið opnari en fjöldinn í stjórnarflokkunum.  Þeim verður ekki stætt á neinum kúgunar-samningi gegn fólki.   Takk, Óskar Helgi.  

Elle_, 29.11.2009 kl. 17:55

5 Smámynd: Elle_

Ísleifur, ég vissi ekkert að Loftur hafði verið akkúrat núna að skrifa um ábyrgð Breta og Hollendinga á Icesave.  Ekki fyrr en ég kíkti þar inn núna.  Hef þó oft lesið um það í síðunni hans.   Við erum algerlega límd við þetta ógeðslega Icesave. Smilie

Elle_, 29.11.2009 kl. 18:58

6 Smámynd: Umrenningur

Ég tek undir þetta með ykkur, svo verðum við bara að vona að Ögmundur ætli sér að búa á Íslandi áfram en sé ekki að hugsa sér til hreyfings til esb ríkis.

Umrenningur, 29.11.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Elle_

Já, takk fyrir það, Umrenningur.  Við erum límd eins og þú sérð enda komin með óþol held ég öll að ofan fyrir þessum Icesave óskapnaði.   Og hann mun fara í gegn ef nokkrir VG menn stoppa hann ekki í Alþingi eða óvæntir hlutir gerist sem við ekki vitum um.  

Þó ég bindi pínulitla von við Atla Gíslason, Lílju Mósesdóttur og Ögmund Jónasson, hefur það þverrað þar sem þau hafa verið of hljóð um málið upp á síðkastið.  Og hef að vísu líka skrifað undir pistil Lilju Mósesdóttur að mig minnir í Pressunni og nokkrum sinnum skammast beint í Alþingi.   Ætli Ögmundur fari nokkuð?

Elle_, 29.11.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Frábært hjá þér ElleE að ýta við Ögmundi. Hann er örugglega sama sinnis og þú, en spurningin er hvort hann hefur skilning á því að Jóhanna slítur ekki ríkistjórninni vegna Icesave.

Ég er 100% viss um að hún mun átta sig á að hún á enga betri kosti, en áframhaldandi samstarf við VG, til að halda í ESB-vonina. Raunar tel ég að hún hafi undanfarnar vikur verið að undirbúa vendingu í málinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.11.2009 kl. 23:25

9 Smámynd: Elle_

Já, takk kæri Loftur.  Ekki finnst mér það mikill vafi að Ögmundur er okkar megin í Icesave.  Hinsvegar óttast ég að hann ætli að vinna með Steingrími Joð og halda aumri vinstri stjórn.   Já, hrikalegt, við skulum gangast undir þræla-samnng fyrir auma vinstri stjórn.  

Núna finnst mér að vísu að VG ætti að vita að stjórn með Evrópu-fylkingunni er glatað og glapræpi og vita vonlaust.  Fylkingin hagar sér eins og ómennskt óargardýr.  Núna hafa þau sýnt stjórnarandstöðunni ótrúlega grimmd og haldið þeim í gíslingu og ranglega sakað þau um málþóf og væl.  Og neita þeim um matarhlé.  Mannréttindabrot bara.

Og samt hefur stjórnarandstaðan augljóslega lagt mikla hugsun og vinnu í sinn málflutinig og komið með óvænt sterk rök gegn Icesave.  Hvað veldur?  Jú, stjórnarflokkarnir vilja ekki hlusta og vilja ekki rök því þeir ætla að þvinga helvítinu í gegnum Alþingi og helst sem mest óséðu og óskildu.   Nú er komið nægt efni í nýjan pistil!?  Og fari Icesave í gegn verður það kannski efni fyrir Mannréttindadómstól.  Kúgun er jú ólögleg. 

Elle_, 30.11.2009 kl. 00:30

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Áfram ElleE.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.11.2009 kl. 15:33

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ágæta Elle, ég líki þér við Jeanne d'Arc í pistli sem ég varð að skrifa til að vekja athygli á þessu opna bréfi þínu til þingmannsins, svo sterk eru vopn þín, og málstaður þinn – og landsins okkar – er sannarlega háleitur. Hafðu heilar þakkir fyrir þetta.

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 15:41

12 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir Axel Þór og Jón.   Nú eru 3 vinir búnir að dreifa pistlinum mínum og ekki að undra hvað IP-tölurnar hafa flogið upp miðað við það að ég er óskráð í öllum listum og nokkurn veginn í felum -_-  

Já, við getum ekki bara þagað og leyft aumum ríkisstjórnum, erlendum og innlendum, að brjóta lög Alþingis og draga okkur um í svaðinu og pína okkur inn í þræla-samning.  Við látum ekki vaða svona yfir okkur. 

Nú hafa yfir 15 þúsund manns skrifað undir áskorun til Forseta Íslands á um 3 dögum og stjórnarflokkarnir heimta enn að stjórnarandstaðan ljúki við þræla-samninginn.  Hóta ljónum og úlfum, vondum veðrum og öllu illu ef við ekki sættumst á drápsklyfjar og niðurlægingu næstu öldina.   Stjórnarliðar halda stjórnarandstöðunni í gíslingu í Alþingi dag og nótt og mæta ekki og hlusta ekki sjálf nema einn og einn, ranglega saka þau um málþóf og væl og neita þeim um matarhlé.   Stjórnarliðar skirrast ekki við að blekkja og ljúga að Alþingismönnum og þjóðinni. Og það er alveg sama hvað almenningur, fræðimenn og stjórnarandstöðumenn koma með mikið af gögnum og rökum.   

Hvað er að þessu fólki???   Hvílík grimmd og ósvífni.  Það er naumast þau halda að landsmenn séu miklir aumingjar.  Og persónulega hef ég komist á þá skoðun að það mætti í alvöru fara að saka stjórnarflokkana í heild sinni um mannréttindabrot.  Og taka eðlileg skref þar að lútandi.  Hvar er ríkissaksóknari??? 

Áskorun til forseta Íslands:

Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög:

http://indefence.is/

Elle_, 30.11.2009 kl. 16:30

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek heilshugar undir innihald bréfsins.

Hef reynt af veikum mætti að mótmæla þessum þrælasamningi, en því miður virðist eiga að samþykkja hann "af ástæðum, sem ekki er hægt að segja frá", eins og Steingrímur J. sagði á þingi í dag.

Axel Jóhann Axelsson, 30.11.2009 kl. 16:52

14 Smámynd: Elle_

Já, takk Axel Jóhann.  Já, stjórnarflokkarnir vilja víst ekki gögn og rök, Icesave drápsklyfjarnar SKULU í gegn og sama hvað það kostar okkur mikla niðurlægingu, mikið óréttlæti, mikla peninga.   Enda hafa engin rök komið frá stjórnarliðum sem réttlæta slíka kúgun.   Hvað er það sem þau ekki skilja???  Og ætli þau haldi kannski að milljarður sé það sama og milljón?   

Elle_, 30.11.2009 kl. 17:11

15 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ég tek heilshugar undir með þér ElleE og kann þér bestu þakkir fyrir frábært blogg.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 30.11.2009 kl. 20:18

16 Smámynd: Elle_

Já, takk Dóra.  Landssalan er hafin af AGS handrukkurum og vinstri stjórn.  Hvað sem fólk kann að efast um að AGS vinni svona, efast ég ekki.  Næg eru verksummerkin. 

Óttast að næst muni auðmenn og glæpa-sjóðir stýra öllu nái ekki fólkið sjálft eða stjórnarandstaðan að stoppa Icesave 3 og þessi ógnaröfl.  Munum að stjórnarflokkarnir ætluðu að þvínga Icesave 1 óséðu í gegnum Alþingi.  Og það skulu þau fá að skýra þó seint verði. 

Elle_, 30.11.2009 kl. 23:01

17 Smámynd: Elle_

Tæplega 17 þúsund manns hafa núna skrifað undir Indefence áskorunina til forsetans:     http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 07:11

18 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Flott bréf hjá þér þarna!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.12.2009 kl. 09:21

19 identicon

takk fyrir þetta

mikið er ég sammála

annars fór ég  á Enska pöbbin um helgina þar hitti ég ensk hjón , hjón frá hollandi og þýskalandi

ég spurði þaug öll hvor þaug hafi tapað á IceSlawe og öll sluppu við það en 1 áttu þessi hjón sameiginlegt

öll voru gáttuð á því að við ætlum að láta þjóðina borga fyrir sukk nokkura manna ??? 

Já þannig er þetta almenningur í þesssum lönum stendur með okkur

Magnus (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 10:25

20 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir Dóri og Magnus.  Það er ómetanlegt að fá svona stuðning.  Og merkilegt að heyra svona sögur af útlendingum um okkur, sko það er nefnilega ekki fólkið sjálft í löndunum í heild, sem vill að við borgum Icesave.   Það hefur oft komið fram.  Það eru útsmognir gróða-níðingar og ósvífin og mannréttindabrjótandi stjórnvöld landanna sem eru á bak við það og beita AGS innheimtu-stjórum í verkið. 

Elle_, 1.12.2009 kl. 11:11

21 Smámynd: Elle_

Og Indefence undirskriftirnar eru nú komnar yfir 17 þúsund:

http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 11:13

22 Smámynd: Elle_

17,395 nú: http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 12:13

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Enginn, ekki færustu lagaprófessorar, hafa getað vísað í nein lög sem gera íslensku þjóðina og ríkissjóð Íslands ábyrgan fyrir Icesave"

"IN THE MATTER OFTHE RIGHTS OF DEPOSITORS WITH ICELANDIC BANKS

SUBMISSIONS OF THE UK GOVERNMENT

Iceland is in breach of the principle of non-discrimination in the EEA Agreement tothe extent that it has treated non-Icelandic depositors less favourably than Icelandicdepositors.
...
Iceland is also liable under the EEA Agreement to compensate depositors withIcelandic banks to the extent that the Icelandic deposit protection scheme does notpay depositors the minimum amount"

http://www.island.is/media/frettir/28.pdf

Enginn, ekki færustu lagaprófessorar, hafa getað vísað í nein lög etc.

Geisp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2009 kl. 13:08

24 Smámynd: Elle_

Hvar eru lögin, Ómar???  Þú ert EKKI að vísa í nein lög og ætlar að halda endalaust uppi lygunum um að við skuldum Icesave.

Elle_, 1.12.2009 kl. 13:52

25 Smámynd: Umrenningur

Ómar Bjarki.

Þú ættir að láta vera að reyna að gera lítið úr heiðvirðu fólki eins og ElleE. Það eina sem vinnst við það er að þú gerir lítið úr sjálfum þér og þínum málsstað.

Íslandi allt

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 13:58

26 Smámynd: Elle_

Og blessaður ekki bara ryðjast inn á fólk með ruddaskap eins og þarna í lokin ef þú kemur aftur hingað inn. 

Elle_, 1.12.2009 kl. 13:59

27 Smámynd: Elle_

Takk Umrenningur.  Var ekki að svara þér þarna. 

Elle_, 1.12.2009 kl. 14:01

28 Smámynd: Umrenningur

Tók það alls ekki til mín, ég er ekki þekktur fyrir ruddaskap og verð vonandi aldrei.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 14:10

29 Smámynd: Elle_

Ekkert svar, Ómar?  Hvar eru lögin???

Dirk Bezemer (hollenskur háskólakennari), Gunnar Tómasson (hagfræðingur), Michael Hudson (bandarískur prófessor): ICESAVE: FJÁRKÚGUN:


http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/31/segja_islendinga_beitta_fjarkugun/

http://extra.volkskrant.nl/opinie/artikel/show/id/4009/EU_moet_geen_deurwaarder_spelen

http://mbl.is/media/81/1681.pdf

Icesave: Ólafur Ísleifsson hagfræðiprófessor, okt., 09:

Tjöldin eru fallin. Icesave samningarnir eru knúnir fram af hálfu handrukkara sem gengu á lagið eftir ítrekuð mistök íslenskra stjórnvalda. Íslendingar horfa undrandi upp á meintar vinaþjóðir á Norðurlöndum taka þátt í leiknum. Bréf Stoltenbergs til Jóhönnu tekur af tvímæli um hlut norskra stjórnvalda í innheimtustarfinu. Yfirlýsing fjármálaráðherranna þriggja jafngildir viðurkenningu á misbeitingu á AGS. Einangrun landsins sem á sér enga formælendur (að undanskildum Færeyingum) er yfirþyrmandi:


http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/olafur-isleifsson-i-stad-thess-ad-axla-abyrgd-gera-bretar-og-hollendingar-ser-vexti-ad-fethufu-

Sigurður Líndal Lagaprófessor skrifar um Icesave, 13/10/09:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

Takk aftur, kæri Umrenningur. 

Elle_, 1.12.2009 kl. 15:02

30 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi skýrsla sem Ómar Bjarki er að vísa til er álíka ómerkileg og allar hans aðrar tilvísanir. Þær eru bara lap úr skál nýlenduveldanna, sem hann ver af kappi. Takið eftir undirskriftunum: K.P.E. Lasok og R. Williams. Ekki einu sinni full nöfn og ekki getið um á hverra vegum þeir starfa. Þetta er kröfugerð nýlenduherranna og Ómar Bjarki tekur andköf af hrifningu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.12.2009 kl. 15:06

31 Smámynd: Júlíus Björnsson

Breski málsstaður sem ÓB heldur fram, stenst ekki Íslenskan málstað heiðarlega meirihlutans sem ég þekki.

Bretar sjálfir segja mismun takmarkast miðað við eigin efnahagslögsögu, líka sjálfsábyrgar skattalögsögu jafnar samkeppni innan EU einangrunarinnar.

Submission er lögfræðileg túlkun Breta til að setja í gerðardóm.

Eins og málið er vaxið er eðlilegt að Bretar fari með málið í Dóm. Íslenska túlkunin er góð og lög EU eru mörg og það er dómshæfra að kveða upp úr um hvað vegur þyngst. Bretar hafa að sjálfsögðu ekki dómshæfi þegar þeir setja málið fram sem milliríkja deilu.

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 15:09

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Nafni minn.

Þú ert enn einu sinni mættur með breta rökin.  Og stoltur af eins og venjulega.  Ekki veit ég hvað þú hefur oft skellt þessu fram og hlaupið svo í felur, en við skulum reyna þig hvað þú gerir núna.

Þú ert að vísa í jafnræðisregluna, og það tel ég mikla framför hjá þér.  Gott að þú sért búinn að læra um merkingu skilyrta setninga, því til skamms tíma skildir þú ekki hvað það þýddi að Aðildarríki væru ekki í ábyrgð, ef þau hefðu komið á fót kerfi innstæðutrygginga sem uppfyllti tilskipun ESB nr 94/19 um innlánstryggingar.  Gott að Íslendingar skuli hafa getað lamið þeirri íslensku kunnáttu inn í þitt höfuð.

En snúum okkar þá bretavinarökum þínum.  Í það fyrsta, hefur þú aldrei lesið EES samninginn???  Eða þau rök sem beint er til þín??  Ég veit ekki hvað ég hef margoft peistað beina tilvísun í þann ágæta samning þar sem skýrt er tekið fram um hvernig á að meðhöndla ágreining sem fram kemur um framkvæmd tilskipana ESB, og eins hvernig málsmeðferðin er ef "einhver aðili" telur lög og reglur einstakra aðildarríkja brjóta gegn EES samningnum.  

Það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér um þessa jafnræðisreglu, það skiptir engu máli, það hefur enginn lögbær aðili skorið úr um það.  Hvenær ætlar þú að skilja það?????

Og ég skal fara í gegnum þetta ferli með þér aftur.  Ef þessi "einhver aðili", bretar eða þú, hafa rökstuddan grun um brot á jafnræðisreglunni vegna hinna íslensku neyðarlaga, þá kæra þeir eða klaga, til ESA, Eftirlitsstofnun EFTA.  Sú stofnun fjallar um hið meinta brot (brot er ekki brot fyrr en búið er að fella um það úrskurð) og ef hún telur jafnræðisregluna brotna, þá reynir hún að ná fram leiðréttingu á viðkomandi lagasetningu, og málið endar með sátt, eða deilunni er vísað til EFTA dómsstólsins.  Sem síðan kveður upp úrskurð.  Og þá aðeins þá geta bretar höfðað mál, og það fyrir íslenskum dómsstólum, EFTA dómsstóllinn hefur það eina vald, þegar neyðarlög brjóta jafnræðisreglu, að telja að brotið jafngildi uppsögn EES samningsins.

Og enginn íslenskur dómsstóll hefur vald til að ganga gegn neyðarlögum, hann getur fellt þau úr gildi vegna vanreifaðra  forsenda, og þá eru sett ný neyðarlög, en hann dæmir ekki gegn þeim.  Því það er eðli neyðarlaga, herlaga og annarra slíkra laga, sem ríki grípa í á neyðartímum, að þau yfirtaka önnur lög.  Og það eru ekki til æðri alþjóðalög en lögin um fullveldi og tilverurétt ríkja.

Og nafni minn þetta vita allir, nema föðurlandsóvinir allra ríkja, eins og til dæmis alþjóðasinnaðir kommúnistar sem á sínum tíma töldu það sína æðstu skyldu að koma löndum sínum í bræðralag með Stalín.

Og já, meðan ég man þá hefur ESA ekki ennþá fellt úrskurð um þessa deilu, þannig að fjárkröfur breta og stuðningsmanna þeirra hér á Íslandi eru ekki bara ólöglegar, þær eru skýrt brot á afdráttarlausri grein EES samningsins sem þú getur lesið þér til um í þessum kafla:

"

SAMNINGUR MILLI EFTA-RÍKJANNA UM STOFNUN
EFTIRLITSSTOFNUNAR OG DÓMSTÓLS

"

Og finnst á EES setri utanríkisráðuneytisins.

Og loks að lokum nafni smá spurning, hvenær ætlar þú að hætta að lemja hausnum í stein með að neyðarlögin mismuni eftir þjóðerni eins og bretar halda fram????  Ertu að reyna að sanna að höfuð þitt sé úr harðari efni en demantur??

Neyðarlögin mismuna eftir aðildarríkjum, ekki þjóðerni.  Ísland hefur ekki rétt til að setja neyðarlög fyrir önnur lönd en sjálft sig.  Hefði  það þann rétt, þá hefði íslenska stjórnin sett neyðarlög fyrir breskum rétti þar sem ICEsave reikningarnir hefðu verið settir inn í The Royal Bank of Scotland, ásamt eignum á móti.  Sú lagasetning hefði verið viðbót við skýr brot Breta á jafnræðisreglu ESB þegar þeir aðeins aðstoðuðu banka á breskum innlánsmarkaði, sem höfðu breska eigendur, en skýrara er ekki hægt að brjóta EES samninginn, og fjórfrelsis ákvæði ESB reglna, þar sem heimilisfesti (eins og það er orðað) eiganda hefur ekkert gildi þegar að slíkum aðgerðum kemur.  

Og þar sem þú ert ákafamaður um jafnrétti þegna ESB og hina helgu jafnræðisreglu, þá legg ég til að þú stefnir réttbærum aðila, sem er breska ríkið, fyrir að koma ekki ICEsave reikningseigendum til hjálpar, bara vegna þess að eigendur bankans voru íslenskir.  Það hefur kannski farið fram hjá þér að bretar björguðu aðeins "breskum " bönkum.

Sýndu nú dug þinn og manndóm og gerðu það sem rétt er, í stað þess að ljúga skuld upp á mig og mína.

Kveðja að austan. 


  •  
    •  
      •  
        •  
          •  
            •  
              •  
                •  
                  •  
                    •  
                      •  
                          1) Þannig breytt með bókun hinn 17. mars 1993 og með samkomulagi Íslands og


Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 15:20

33 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ómar Geirs er frábær

Axel Þór Kolbeinsson, 1.12.2009 kl. 15:27

34 Smámynd: Umrenningur

Þyrfti að vera einn Ómar Geirs á hverju heimili.

Umrenningur, 1.12.2009 kl. 15:32

35 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér þykir rétt að forða misskilningi og taka fram, að skálin sem ég nefndi í athugasemd minni hér fyrir ofan, er "hundaskál".

Loftur Altice Þorsteinsson, 1.12.2009 kl. 15:33

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt sem Ómar Geirs segir er eigi relevant þessu viðvíkjandi.  Því miður.  Sem eitt dæmi, þetta með mismunina þá er hann algjörlega á villigötum.  Í tilfelli icesavedæmisins þá flokkast það sem mismunun.  Alveg borðleggjandi.  Gróf mismunun.  Afar gróf.  Svona orðhengilsháttur eins og hann er með þessu viðvíkjandi - egi relevant.  Því miður.

Náttúrulega ef fólk fæst ekki til þess að lesa breska álitið og stingur höðfinu bara í sandinn - nú, þá auðvitað nær það ekkert lengra.

Það hefur enginn hrakið brska álitið.  Þorir enginn að snerta á því !

Sko, heldur fólk vikilega að eg hafi eitthvað gaman að þessu ?  Að mér finnist eitthvað skemmtilegt hve málstaður íslands er dead meat ??  Halló ! Er ekki í lagi !!

Eg sé mig bara tilneyddan til að koma staðreyndum málsins á framfæri til að leiðrétta og koma í veg fyrir misskilning sem ber á hérna  , því fjölmiðlar gera það eigi.  Og lagasnillingar flestir skilja þetta ekki - nema td Stefán Geir hrl.  Hann var alveg á réttri braut einsog sjá má á island.is. - en ég hugsa samt að fleiri skilji, en þeir vilji bara ekki blanda sér í málið opinberlega - því eins og sjá má oft á tíðum eru eigi glæsilegar kveðjurnar er maður fær þega maður í mesta sakleysi og góðmennsku bendir á einfaldar staðreyndir mála.

Svo er nú það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2009 kl. 17:25

37 Smámynd: Júlíus Björnsson

ÓB á minni Íslensku ert þú að halda upp vörnum fyrir Breska Ríkið sem sannanlega hefur mismundi álit á spursmálum eftir hver á í hlut.

EU er skipt upp í sjálfsábyrgar efnahagslögsögur í Samkeppni.

Bretar geta gert kröfur til einkabankanna Glitnis og Landsbanka sem þeir tiltaka sérstaklega til að fá bættan þann skaða sem þeir telja þeir hafa valdið innan sinnar dómslögsögu sem efnahagslögsögu.

Eg sé mig bara tilneyddan til að koma staðreyndum málsins á framfæri til að leiðrétta og koma í veg fyrir misskilning sem ber á hérna  , því fjölmiðlar gera það eigi.  Og lagasnillingar flestir skilja þetta ekki - nema td Stefán Geir hrl.  Hann var alveg á réttri braut einsog sjá má á island.is. - en ég hugsa samt að fleiri skilji, en þeir vilji bara ekki blanda sér í málið opinberlega - því eins og sjá má oft á tíðum eru eigi glæsilegar kveðjurnar er maður fær þega maður í mesta sakleysi og góðmennsku bendir á einfaldar staðreyndir mála.

Það sem er staðreynd í anda Breskra hagsmunasjónamiða er ekki nauðsynlega staðreynd annarstaðar.  Réttarkerfið bíður upp á að hæfir Dómarar skeri úr málum sérstaklega þegar flestir lagasnillingar botna ekki í spursmálunum.

Breskir fjölmiðlar eru þjóðhollir og halda sínum þjóðarhagsmunum fram og þykir það siðmenntað og við hæfi. 

Submission Breta er ekki dómsúrskurður um staðreyndir málsins sem vega þyngst.

Mannréttinda mismuna ákvæðið í EU lögum er eitt margra ákvæða.

Dæma alla Íslendinga fyrir skaða einnar klíku [ eða viðskiptahagsmuna Breta] er mismunun sem skiptir mig og fleiri miklu máli.

Þessi góðmennska þín kemur okkar málstað ekki að gagni.

Íslendingar settu umdeild neyðarlög til að tryggja alla innstæðueigendur lánstofnanna inna sinnar lögsögu. Það getur verið að þessi lög séu gölluð. En tilgangur er ekki að mismuna heldur að tryggja áframhaldandi samkeppni möguleika inn  EU markaðanna m.a. og vernda sinn innri markað.

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 18:16

38 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir, kæru Axel, Loftur, Ómar, Júlíus, Umrenningur.  Þið eruð frábærir.  Ómar Geirrson kom þarna með óvænt og þvílíkt sterk rök eins og hans er vani og ég óttast að hinn Ómarinn hafi kannski drukknað.  Hvort það var í lapskálinni hans Lofts veit ég ekki en bið Loft að gá.  Og hann sjálfur hefur nú líka komið með endalaus rök gegn ÓLÖGLEGU Icesave-kúguninni hans Ómars Kristjánssonar.

Og skrítið með firrurnar hans endalausu um mismunum: Sko hann man aldrei að fjöldi annarra ríkisstjórna, björguðu líka bönkunum sínum í neyð og voru, samkvæmt Ómars Kristjáns rökum, að mismuna okkur.

Lögin hans Ómars Kristjánssonar hafa enn ekki borist og nú hef ég beðið róleg eftir þeim í tæpa 5 tíma.  Hann heldur fram hlutum út í loftið.   Getur verið að hann vinni fyrir AGS í handrukkun???   Skömm að hann skuli ekki flytja til Bretlands eða Hollands. 

Hins vegar hafa hagfræðingar og lögmenn, erlendir og innlendir, og stjórnarandstaðan okkar komið með heilmikil rök gegn ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave.   Ómar Kristjánsson hins vegar kemur ekki með nein lög og hefur engin rök.  

Þó ég hafi fulla samúð með öllum þeim útlendingum sem töpuðu peningum, ekki síður en Íslendingum, get ég ekki með neinu móti skilið fólk eins og Ómar Kristjánsson sem vill að blásaklaus lítil börn, foreldrar þeirra og gamalmenni sæti kúgun og niðurlægingu þræla-samnings.  Læknar á spítölum, gamlir haltir menn, verkamenn í litlum þorpum skulu borga hrikalegar skuldir glæpamanna sem þeir stofnuðu til í ókunnum löndum.  Og það gegn öllum lögum í þokkabót.   

Elle_, 1.12.2009 kl. 18:21

39 Smámynd: Elle_

Og takk aftur Júlíus, þarna hittirðu naglann á höfuðið sem oftar. 

Ekkert Ice-save.

                    http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 18:31

40 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Hvað á ég að segja, á ég til dæmis að segja að "relevant", sé þetta ekki þú, heldur andhverfa þín úr samhliða heimi, eða "relevant" þá sé þetta spjall okkar ekki að eiga sér stað.  Þín vegna þá vona ég að þú hafir ekki notað þessa röktækni oft á prófi.

En ég er ekki með "relevant" rökstuðning.  Ég hef peistað lögin svo oft til þín að ég nenni varla að gera það aftur.  En spáðu í það hvað segir í þessum texta, og síðan skal ég segja þér hvað stendur ekki.

 Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Tekur þú eftir því að það stendur ekki "að þegar Ómar Bjarki telur að um brot á jafnræðisreglu sé að ræða, þá greiði íslenska ríkið breskum stjórnvöldum 1.000 milljarða með vöxtum". 

Og ef þú skilur ekki að í réttarsamfélögum, þá kveða dómsstólar upp úrskurð um réttarágreining, en ekki þú, þá verð ég að spyrja; Hvað er það sem þú skilur þá???  

Og áttar þú þig ekki á því hvað þú ert rökþrota þegar eini maðurinn sem þú getur teflt fram gegn okkar færustu lögfræðingum, er Stefán Geir.  Fór það fram hjá þér þegar á hann var gengið með beinum tilvísun í lagatexta, að þá fór hann undan í flæmingi, benti á að hann hefði samið þetta álit sitt í tímahraki, eftir beiðni, og það væri engin lögfræðileg úttekt.  Svona svara menn þegar þeim hefur orðið á, ekki svona " Svona orðhengilsháttur eins og hann er með þessu viðvíkjandi - egi relevant.  Því miður."  En þegar menn hafa rök, og geta bent á lög og reglur máli sínu til stuðnings, dómsfordæmi eða annað, þá hjóla menn beint í gagnrýnanda sinn og hrekja málflutning hans.

Hvað varðar þetta heilaga breska lagálit, þá vitnar enginn í það lengur, ekki einu sinni bretar.  Það er hroðvirknislega unnið, dómsfordæmi þess eru svo augljóslega röng, að klúður breska utanríkisráðuneytisins, þegar það vitnaði í prófritgerð háskólastúdents sem sína aðalheimild um gereyðingarvopnaeign Íraka, er vel unnin rökstuðningur miðað við þau ósköp.  Svona mistök gera hugsanlega menntaskólanemendur, ekki nemar í lögfræði, hvað þá alvöru lögfræðingar.  Síðan eru það ekki rök í deilumáli að viðurkenna að skýr lagatexti kveði á um "ekki" ríkisábyrgð á innlánum, en almenn túlkun almennra laga, sem þú að vísu getur ekki nefnt með einni einustu tilvísun, en hinsvegar telji embættismenn sem sömdu lögin að hið þveröfuga hefði átt að standa.

Hver einasti dómsstóll hlær að svona rökvísi, og sá hluti "lagaálitsins" sem þú vísar i er rangur, og það hefur margoft verið sýnt fram á.  Neyðarlögin mismuna ekki eftir þjóðerni, Pólverjar á Íslandi fengu líka sín innlán millifærð yfir í nýju bankanna, og ef breskur banki hefði haft útibú á Íslandi, sem hefði fallið, þá hefðu innláneigendur þar líka fengið sömu meðferð.  Fullyrðingar um annað eru beinlínis rangar.

Það eina sem EFTA dómsstólinn hefði getað tekið afstöðu til, er hvort neyðarréttur þjóða sé æðri jafnréttisreglu fjórfrelsisins.  Þar hefði hann í fyrsta lagi þurft að finna lagaheimild um að EES samningurinn geti gengið gegn fullveldi aðildarríkja hans, en neyðarréttur er æðsti réttur fullvaldra ríkja, og ef EFTA dómsstólinn hefði undirskrifaðan samning frá Alþingi Íslendinga um slíkt fullveldis afsal, þá hefði hann síðan þurft að taka afstöðu til sambærilegra neyðaraðgerða annarra þjóða á EES svæðinu.  Því dómur gegn Íslandi skapar dómsfordæmi gagnvart öðrum ríkjum á EES svæðinu.  Og hefði dómur fallið gegn Íslandi, þá hefðu allar sértækar aðgerðir til varnar Kreppunni í ESB fallið líka, og þá fyrst sæjum við fjármálahrun.  

En nafni minn, þetta er ekki allt.  Því síðan hefði EFTA dómurinn þurft að útskýra af hverju lögin hefðu verið svona orðuð, að ekki einu sinni ESA skyldi þau á annan veg en íslensk stjórnvöld, og síðan hefði hann þurft að taka afstöðu til skaðbótaábyrgðar vegna hinna óskýru reglna ESB um innlánstryggingar.  Því íslensk stjórnvöld voru í góðri trú um réttmæti sinna laga.

Og ég skal segja þér nafni, að jafnvel dómsstólar Stalíns hefðu ekki getað fundið þeim lagakrókum farveg að dæma gegn Íslandi, án þess að leggja allt í rúst í Evrópu í leiðinni.  Þó beið þeirra riffilsveit ef þeir stóðu sig ekki í stykkinu.

En "relevant" er tunglið úr osti, drengurinn minn segir það (ætla ekki að segja frá lagaheimild hans) og ef þú vilt ekki skilja það  "og stingur höðfinu bara í sandinn - nú, þá auðvitað nær það ekkert lengra."

Bið að heilsa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 20:43

41 Smámynd: Júlíus Björnsson

Staðreyndin er sú að raunin átti sér stað utan [efnahags]lögsögu Íslands, það er hlutlausra Dómstóla að skera úr um hvort um sök sé að ræða í samhengi aðstæðna. Í mínum augum var þetta einkamál og ótrúlegt af Bretum að snúa þessu upp í ofsóknir geng Íslensku þjóðinni og gera þetta að milliríkja máli.

Leyndin gefur vísbindingar um að leyndarákvæðum EU sé beitt og þau geta allir kynnt sér.

Íslensk lög er líka skilyrt hvað var lengd.

Margur verður af aurum api. Forréttinda fyrirbrigðið Kjaradómur hefur greinlega skilað sínu. Tekjur allra ríkisstarfsmanna eiga að taka mið af fjárlögum síðast árs, þingmenn sér í lagi koma og fara í virku lýðræði.  

Hinn almenn skattgreiðandi fylgir ekki launum æðstu stjórnendum fyrirtækja, þeirra laun eiga ekki að hækka nema heildartekjurnar hækki og þjóðartekjurnar hafa minnkað á einstakling síðan 1990 miðað við rýrnun Dollarans og aðgerðir EU í þágu Breta.

Auðþekktur er asninn á eyrum: tekjur og titlar breyta því ekki. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 21:15

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ómar, ertu að djóka eða hvað ?  Afhverju lestu ekki breska álitið.  Taktu þér 2-3 daga til þess.  Það er margslungið og sýnir vel hve bretarnir eiga innkomu allstaðar.  Þeir eru með allt sín megin.  Allt.

En sjáðu til, mismununarfaktorinn er bara borðleggjandi.  þetta er bara miklu alvarlegra en þú telur. Þú neitar bara að horfast í augu við alvarleika málsins  (það er ef þú ert að meina þetta í alvöru sem eg efast reyndar um) .  Og afhverju hefur engin ísl.  lagasnillingur" hrakið breska álitið ?  Það hefur enginn minnst á það - nema eg !  Og það er ósköp skiljanlegt að ísl. stjórnvöld, hver sem þau hafa svo sem verið þetta tímabil, hafi ekki viljað að málið fari í dómsfarveg.  Mjög skiljanlegt. 

"Article 4 of the EEA Agreement prohibits discrimination on grounds of nationality.
That includes indirect, or disguised, discrimination as well as direct discrimination - that is, differential treatment ostensibly on a basis other than  nationality but which operates mainly to the detriment of nationals of other Contracting  Parties.

28. Residence is clearly an indirectly discriminatory criterion - see Case C-388/01Commission v Italy (Italian Museums) [2003] ECR 1 721, paragraph 14. Likewise,more favourable treatment afforded to those that hold accounts at branches in Iceland (the Protected Customers) will operate mainly to the benefit of residents of Iceland (who are more likely to be nationals of Iceland) and to the detriment of those persons who do not live and carry out branch banking in Iceland (and who are more likely to be
nationals of other Contracting Parties).

29. The prohibition on discrimination, including indirect discrimination, is not  limited toany class of depositor, but applies both to retail depositors and other  depositors"

Þetta er alveg svaklegt bara.   Segi eins og kallinn, nú er það svart laxmaður !

Nei, eg skal segja þér það að það svíður mitt hjarta hvernig sjálfstæðisflokkurinn er búinn að fara með þetta land.  Blessaða ættjörðina.  Þyngra en tárum taki.  Nístir inn að hjartarótum.

Og það er þá vonandi að fólk læri eitthvað af þessu !

Að innbyggjarar landsins hafi nú greind til að kjósa ekki þennan flokk til valda næstu 100 árin eða svo !!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2009 kl. 21:49

43 Smámynd: Elle_

Ekkert að ofanverðu lýsir neinni ábyrgð íslensks ríkissjóðs og íslenskra skattborgara á Icesave, Ómar Krístjánsson.   Dómar og lög ráða niðurstöðunni, ekki handrukkarar Breta og Hollendinga.  Og ekki leppar þeirra heldur.  Og ekki hvað þú og fólk úti í bæ viljið.  Hvar er dómurinn???  Hvar eru lögin???  Og hvað sem líður öllum stjórnmálaflokkum og stjórnum getur engin stjórn verið verri en núverandi Evrópu-fylking og leppstjórn Breta og Hollendinga.

Ekkert Ice-save.

http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 22:38

44 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Nafni, er að fara að sofa.  Það er ef ég lendi ekki í leiðindum við einhverja ungtyrki áður.

En núna verð ég að hrósa þér fyrir svarið, þetta kallast að rökstyðja sitt mál.  Svo er annað hvort menn séu sammála eður ei.

En Stefán og Lárusi tóku á þessum þætti bretaraka, og mig minnir að ég hafi einhvern tímann peistað því á þig.  Og öll dæmin sem þeir nefna eru "unrelavant".  

Og þó þau væru öll "relavant", þá eru hvorki þeir eða þú búnir að lesa EES samninginn.  Nema þeir hafi gert það og forðist dómsstóla eins og heitan eldinn.  

En þetta er bara "discussion", hvorki ég eða þú, eða þeir eru dómarar.

Og meðan ég man, þá eru tilvitnanir þínar rangar, þær útskýra ekki eðli eða tilgang neyðarlaganna.  Eða var ég kannski búinn að segja það áður.  Og Sigurður Líndal tók á þessu lagaáliti líka, lestu hann líka, og þá hlýtur þú að hætta að fullyrða að bretunum hafi ekki verið svarað.  

En takk fyrir mig og góða nótt.

Ómar Geirsson, 1.12.2009 kl. 22:49

45 identicon

Heil og sæl; ElleE - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Ómar Bjarki Kristjánsson; krötunum brennimerktur - er ætíð; við sinn músarholu munna, í orðræðu allri.

Hann hefði gott af; ásamt öðrum meðlima Evrópu trúar safnaðrins, að stilla upp, Heims kortinu - í sæmilega útfærðum mælikvörðum, og velta fyrir sér, hvað þessi litli útnári, frá hinni miklu Asíu - Evrópa; er svo agnarlítil - þó; tekist hafi, að valda meiri hörmungum - í samanlagðri þekktri sögunni, en nokkur önnur Heimsálfa, hefir nokkurn tíma náð, að valda.

Og; enn eru Ómars vinirnir að; í ''lýðræðis'' væðingunni, austur í Mesópótamíu (Írak) og Baktríu (Afghanistan), undir merkjum AGS/ESB/NATÓ þríeykisin, auk annarra, af svipuðum meið.

Skyldi Ómar; ekki mega hreykinn vera ? Og dönsk (af Eyja álfu upprna, reyndar) prinsessa - úr puntudúkku safni ESB, af Danmerkur meið - er að þvælast austur þar, þessi dægrin.

Sem betur fer; er farið að hilla undir endalok vestrænu bleiknefja yfirráðanna - víðs vegar um veröld, og mega Ómar og aðrir tilbiðjendur vestrænnar gerfi mennsku, fara að búa sig undir þá tíma - að Kínverjar - Indverjar og aðrir nágrannar þeirra, fari að taka við meiri völdum og áhrifum, á Heims vísu, og löngu tímabært reyndar; hvar, Evrópsku ESB amlóðarnir, og bandarískir heimsvaldasinnar, mega nú senn - láta undan síga.

Og; þó fyrr hefði verið, gott fólk !

Með beztu kveðjum; sem ætíð, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:51

46 Smámynd: Elle_

Kæri Óskar Helgi, takk fyrir.  Og já, nenni næstum ekki lengur að lemja höfðinu utan í vegg og halda uppi rökum við þann mann sem vill endilega að blásaklaust fólk verði kúgað og niðurlægt undir ólöglegar rukkanir.  Og vona að hann Ómar Kristjánsson lofi okkur að vera í friði.  Við munum hvort eð er aldrei sætta okkur við Icesave á meðan við drögum andann.

Og eins og ég var að segja í blogginu hans Ómars Geirssonar, flý ég heldur í kofa upp á öræfi með son minn og undan sköttunum, svipað og ungur sonur Jóns stakk upp á að gera.  Það væri skárra en vinna fyrir sköttum sem fara beint úr landi í vasa (eða bankahólf) þrjóta.

Ekkert Ice-save.

http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 23:20

47 Smámynd: Elle_

Og Ómar, ég sá þig ekki þegar ég var að svara Óskari Helga.  Kannski er ég orðin svona nærsýn??  -_-  Allavega, þið eruð ómetanlegir og nú nenni ég ekki lengur að þrasa við Ómar Kristjánsson og hina Icesave-sinnana.  Get endurtekið þó að þeir mega vel borga það sjálfir og geta ekki krafist þess af okkur hinum.   Hann og hinir sinnarnir ættu akkúrat núna að fara niður í gamla fangelsið við Lækjargötu og skrifa undir óendanlega háan og óútfylltan víxil fyrir Jóhönnu Sig. og Steingrím Joð.  Og ef það dugar þeim ekki geta þeir pakkað ofan í töskur og flutt.

Ekkert Ice-save.

http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 23:38

48 Smámynd: Elle_

Og nú hafa tæplega 19 þúsund manns skrifað undir Indefence ákorunina til forsetans.   Núna í millitíðinni ætla ég að binda von við stjórnarandstöðuna og pínulitla von við nokkra úr VG: Atla Gíslason, Lilju Mósesdóttur, Jón Bjarnason, Þuríði Backmann og Ögmund Jónasson.

Ekkert Ice-save.

http://indefence.is/

Elle_, 1.12.2009 kl. 23:48

49 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Article 4 of the EEA Agreement prohibits discrimination on grounds of nationality.
That includes indirect, or disguised, discrimination as well as direct discrimination - that is, differential treatment ostensibly on a basis other than  nationality but which operates mainly to the detriment of nationals of other Contracting  Parties.

Þetta gildir um meðferð Breta og EU á Íslenskum einkafyrirtækjum og öllum öðrum kennitölum Íslenskum.

Þvingunar aðgerðir þeirra einskorðuðst ekki við Glitnir og Landsbankan eins og allir vita.

Hinsvegar var ekki um neinar beinar eða óbeinar aðgerðir af hálfu Íslenskra Ráðamanna í þá þátt að skaða einstaklinga annarra þjóða.

Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 00:25

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi orð, sem Júlíus vitnar hér í kl. 0.25 og Ómar Bjarki hafði hamrað á, eru EKKI bein tilvitnun úr neinum EES-reglum, heldur endursögn – og hugsanlega með viðbættri túlkun (frá og með "That includes ...") brezku málssækjendanna á þeim.

Óbein og leynd mismunun er líka skv. þessum einum texta ekki eitthvað, sem Ómar Bjarki getur hrópað upp að þýði það sama og gert var hér á Íslandi. En því halda bretarnir hans vitaskuld fram, en menn athugi, að í innleggi Ómars Bjarka kl. 21:49 er enski textinn – a.m.k. frá og með paragraff-númerunum 28 og 29 – úr brezku álitsgerðinni, ekki úr neinum EES-reglugerðum eða lögum. Þar er hins vegar, í byrjun paragr. 28, vísað í dómsúrskurð, sem gæti verið (en þarf ekki að vera) dómsfordæmi, með þessum orðum: " Residence is clearly an indirectly discriminatory criterion - see Case C-388/01Commission v Italy (Italian Museums) [2003] ECR 1 721, paragraph 14." – Við erum hins vegar að "treysta" hér alfarið á brezkt plagg og þá túlkun mála sem bretanum finnst hagkvæm, en EKKI að vitna hér beint í dómsorðið um þessi ítölsku söfn. Vitaskuld þyrfti að skoða það dómsorð til að sjá fyrir víst, hvort það er eitthvert dómsfordæmi eður ei, til að hafa til hliðsjónar fyrir okkar ugglaust miklu stærra og e.t.v. eðlisólíka mál.

En atgangur Ómars Bjarka í þessum efnum er vissulega óviðfelldinn og andþjóðlegur, ég tek undir það. Hitt hygg ég rangt, Elle, að hann sé að vinna fyrir AGS. Miklu lengur en að fjalla um þessi Icesave-mál hefur hann verið á vefsíðum að agitera fyrir Evrópubandalags-innlimun okkar. Ég held menn ættu að horfa til Brussel, ef ÓBK er grunaður um að vera á snærum útlendinga.

En þvílíkt heilnæmi að lesa þessa rökræðu og hvernig Ómar Geirsson hefur tætt í sig málflutning nafna síns fyrir austan (og eru reyndar báðir fyrir austan!). Ég þakka Ómari okkar hjartanlega fyrir alla hans vinnu og uppsafnaða þekkingu. Það hefði verið komið að tómum kofunum hjá mér um margt af þessu, ef ég hefði átt að vera til andsvars, en Ómar þekkir jafnt innlend lagaþrætuspursmál þessu viðvíkjandi út í hörgul eins og líka Evrópu-reglugerðirnar etc.

Kærar þakkir, Ómar minn Geirsson, og ég vona, að andinn verði áfram með þér í fyrramálið og að þú veitir þá mótrökum nafna þíns náðarhöggið.

Og hjartans þakkir, gestgjafi okkar, EEElle! fyrir vettvanginn sem þú markaðir hér umræðunni með þínum ágætum.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 03:32

51 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

"Article 4 of the EEA Agreement prohibits discrimination on grounds of nationality.
That includes indirect, or disguised, discrimination as well as direct discrimination - that is, differential treatment ostensibly on a basis other than  nationality but which operates mainly to the detriment of nationals of other Contracting  Parties.

Það er vel hægt að setja rök gegn því að þessi partur eigi við í þessu máli þar sem fólki var ekki mismunað eftir búsetu eða ríkisfangi. Allir reikningar hér á íslandi voru tryggðir, það skipti ekki máli hvar viðkomandi bjó í heiminum eða frá hvaða landi viðkomandi hefur ríkisfang.

Residence is clearly an indirectly discriminatory criterion - see Case C-388/01Commission v Italy (Italian Museums) [2003] ECR 1 721, paragraph 14

Síðan er spurningin hvernig á þetta er litið það var ekki mismunað eftir því hvar fólk bjó eða frá hvaða landi það var (Residence), ef breskur ríkisborgari sem bjó í bretlandi áttir reikning hér í Íslenskum banka þá fékk hann það bætt eins og Íslendingar og fólk frá öðrum þjóðum, sömuleiðis fengu Íslendingar sem búa á Íslandi ekki bætur fyrir þá reikninga sem þeir áttu inni á Icesave reikningum í bretlandi.

Því er erfitt að halda því fram að það hafi verið mismunað eftir þjóðerni eða búsetu fólks.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.12.2009 kl. 10:21

52 identicon

Svona skirfaði Loftur Altice og fl. sjálfstæðismenn í feb. sl.: 

c.       ÁBYRGÐIR RÍKISINS Í REYND. Almenningi var ekki gerð grein fyrir þeim möguleika að ábyrgð á hundruðum milljarða króna, í formi innstæðna í Bretlandi lægi hjá íslenska ríkinu.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 10:23

53 Smámynd: Elle_

Dóri, Jón og Júlíus, þakka ykkur aftur fyrir.  Sveinn, veit ekki hvað þú ert að fara með þessu.  Getur verið að Loftur hafi ekki vitað fyrir tæpu ári það sem hann veit núna???   Hef ekki lesið þetta frá honum og veit ekki hvaðan þú tókst það.  Lestu öll lagarökin að ofan og víðar gegn ríkisábyrgð á Icesave.  Og ekki síst þessa frétt:

Nýr pistill í Morgunblaðinu:

Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, Stefán Már Stefánsson prófessor og Sigurður Líndal prófessor, skrifa grein í Morgunblaðið í dag, þar sem þeir telja það vart standast stjórnarskrá að skuldbinda ríkið með þeim hætti sem gert er samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave.

Höfundarnir benda einnig á að hægt sé að halda því fram að verið sé að ganga á lýðræðislegan rétt kjósenda með því að binda hendur Alþingis gagnvart erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar framtíðar við skuldbindingar sem geta reynst þjóðarbúinu ofviða og eru þar að auki líklega umfram lagaskyldu. Slíkt fær vart staðist 1. gr. stjórnarskrárinnar um löggjafarvald Alþingis:

http://www.amx.is/stjornmal/12037/

http://www.amx.is/skjalasafn/49026cd1a3d4963bc6590f0138898215/original.pdf

Ekkert Ice-save.

Yfir 19.300 manns:

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 10:28

54 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle og þið öll hin.

Kíkti aðeins við til að efla andann.

Í það fyrsta Elle þá er Sveinn Ungur, og það ber að virða við drenginn að þó reyna að taka þátt í þjóðmálaumræðu, og hann mun þroskast eins og aðrir.

Takk fyrir hvetjandi orð Jón Valur.  Ég kom aðeins inn undir lokin til að geispa með nafna mínum.  En ég met þó vilja hans til að rökræða, það er ekki þannig að maður verði ekki að þekkja rök andstæðinga sinna.  Og það er rétt hjá þér að ESB trú hans stjórnar gjörðum hans, og reyndar held ég líka, þó hann geti staðfest það sjálfur, þá hefur hann raunverulegar áhyggjur af "stóru skuldinni", að allur kostnaður ESB af bankahruninu falli á íslensku þjóðina.

En annars var ég búinn að svara honum í fyrra innslagi um rökvillu breta og fleiri reyndar, um að íslensku neyðarlögin mismuni eftir þjóðerni, þau mismuna eftir landamærum, því íslenska ríkið hefur ekki vald til að tryggja hagsmuni ICEsave eiganda í Bretlandi.  Og Nafni minn er ekki að skora prik í rökræðunni með því að endurtaka sömu vitleysuna með stærri tilvitnun.  En þetta dómsfordæmi sem hann vísar i hefur einhvers staðar verið svarað, það tekur ekki á sambærilegu máli, ekki frekar en önnur dómsmála sem bretarnir vísa í.  En þó ég hafi verið að hæðast af þeim þá hafa þeir greyin engin dómsfordæmi máli sínu til stuðnings, enda vitnar enginn lengur í þetta lögfræðiálit nema nafni minn.

Auk þess hnykkja þeir Halldór og Júlíus mjög vel á rökum okkar gegn hinum aumu bretarökum.

En það sem ég vil vekja athygli á, sem einhver góður bloggari mætti gera pistil úr, það er þessi ábending mín um að vegna valdleysis íslensku ríkisstjórnarinnar i Bretlandi (sem er náttúrlega mjög eðlilegt), að þá gat hún ekki verndað hagsmuni ICEsave reikningseiganda þar í landi eins og hún hefði viljað.  

Því bretar mismuna, þeir björguðu bönkum eftir eignarhaldi, sem má ekki samkvæmt jafnræðisreglunni.  Og lagarök þeirra á við þá sjálfa.  

Article 4 of the EEA Agreement prohibits discrimination on grounds of nationality.
That includes indirect, or disguised, discrimination as well as direct discrimination - that is, differential treatment ostensibly on a basis other than  nationality but which operates mainly to the detriment of nationals of other Contracting  Parties.

Þeir létu banka falla sem voru í íslenskri eigu en björguðuð sínum eigin.   Og þar með mismunuð þeir breskum innistæðueigendum eftir því í hvað banka þeir áttu sínar innistæður.

Skýrara lögbrot á jafnræðisreglunni er ekki til.

Og það er allt í lagi að vekja máls á þessu, til að hnykkja á fráráð þess málflutnings sem telur einhverja jafnræðisreglu geta gert heilu þjóðirnar gjaldþrota.  Þeir sem ræna eigur annarra þjóða með tilvísun í þessa reglu, þeir sjálfir eru hinu sönnu brotamenn jafnræðisreglunnar.

En baráttukveðjur, gangi ykkur öllum vel að lemja á bretavinum og landráðafólki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2009 kl. 11:10

55 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sveinn hinn Ungi hefur lesið: 1. drög - Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?

 

Þetta er einstök skýrsla Sjálfstæðismanna um það hvað fór hugsanlega úrskeiðis í aðdraganda efnahagshrunsins. Enginn annar flokkur á Íslandi gerði svipaða úttekt á hugsanlegum mistökum sinna manna. Líklega er þessi úttekt einsdæmi í heiminum og ber samvitskusemi og heiðarleika Sjálfstæðismanna skýrt vitni.

 

Sveinn hinn Ungi hefur líklega einnig lesið Viðauka 1, sem ég samdi og birti í skýrslunni. Fyrir hina sem ekki hafa lesið skýrsluna, set ég hér Viðaukann:

 

Viðauki 1 - Rökstuðningur Lofts Altice Þorsteinssonar um að innganga í EES hafi verið mistök í stjórnartíð flokksins;  Innganga í Evrópska efnahagssvæðið (EES). Alþingi getur leyft, bannað eða takmarkað athafnir landsmanna. Hvað sem það gerir, ber það ábyrgð á ákvörðuninni. Skaðabóta-ábyrgð myndast ef Alþingi gætir ekki eðlilegs meðal-hófs. Hins vegar ber Alþingi ekki ábyrgð á Stjórnarskrár-ákvæðum. Þar stendur þjóðin sjálf til ábyrgðar.   Með inngöngu í EES 1.janúar 1994 var stigið skref sem við fyrstu sýn virtist sumum heilladrjúgt, en átti eftir að verða örlagaríkt. Beint orsakasamband er á milli inngöngunnar og þeirra stórkostlegu erfiðleika sem Icesave reikningar Landsbankans eru að valda okkur. Alþingi hafnaði kröfu margra um þjóðaratkvæði og kaus því að bera sjálft ábyrgð á inngöngunni í Evrópska efnahagssvæðið.   Inngangan í EES kom í stað tvíhliða fríverzlunar-samnings frá 1972, sem landið hafði við Efnahagsbandalag Evrópu (EB).  Tvíhliða samningurinn hefði ekki leyft stofnun innlánsreikninga Íslendsku bankanna erlendis og því var með inngöngunni gerð stefnubreyting, sem sannanlega leiddi til Icesave hörmunganna og var samningurinn algjörlega á ábyrgð Alþingis. Hin neikvæðu áhrif samningsins eru staðreynd og þau hverfa ekki þótt einhver jákvæð áhrif megi mögulega rekja til hans.   Ákvörðun Alþingis um inngöngu í EES var umdeild og samþykkt með naumum meirihluta þingmanna, eða 33 þingmönnum af 63. Andvígir voru 23 en 7 sátu hjá. Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn um málið, þótt flestir þingmenn hans hafi greitt atkvæði með samningnum. Aþýðuflokkurinn var einhuga um EES samninginn, eins og ávallt þegar afsal landréttinda var til umræðu. Samfylkingin, rétt borinn arftaki Alþýðuflokks, er enn við sama heygarðshornið.   Heimild: http://www.endurreisn.is/uppgjor-laerdomur/drog/hvad-atti-sjalfstaedisflokkurinn-ad-gera-betur/1/   

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2009 kl. 11:19

56 identicon

Skrifar undir skjal þar sem Icesave er sagt vera á "ábyrgð ríkisins í reynd", en fáum mánuðum síðar skrifar sami maður að það séu landráðamenn sem vilji ganga til samninga.

Alveg rosalegur heiðarleiki.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 11:55

57 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sveinn hinn Ungi hefur ekki fylgst vel með atburðarásinni. Hvað var samþykkt Alþingis á Icesave-ábyrgðinni, annað er "ábyrgð ríkisins í reynd" ?

Er Sveinn hinn ungi ekki að hjálpa til við að koma Icesave-klafanum á Íslendska þjóð ? Er hann ekki að reyna að koma á "ábyrgð ríkisins í reynd" ?

Eða veit Sveinn hinn Ungi ekkert um hvað hann er að tala ? Veit hann ekki hvað "í reynd" merkir ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2009 kl. 12:07

58 Smámynd: Elle_

Dóri, Júlíus og Ómar, takk fyrir sterk rök gegn vitleysunni um mismunun.  Hefði ekki getað sagt þetta svona skýrt og vel. 

Og eftir öll rökin skil ég ekki að hinn Ómarinn skuli endalaust koma og lemja á órökum breta með litlum staf, sem eru ætluð til að blekkja og fjárkúga.

Það er heldur ekki eins og þið séuð að lýsa þessu fyrir honum í fyrsta sinn, slíkur er eindreginn vilji hans og Icesave vinanna að koma helvítinu ofan í kokið á gömlum mönnum þessa lands síðusta daga lífs þeirra.  Fyrr má nú vera ósvífnin. 

Ekkert Ice-save

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 12:10

59 Smámynd: Elle_

Og Loftur, takk fyrir að svara Sveini.  Gat ekki svarað honum vel því ég skildi hann ekki.  Jú, hann virðist endilega vilja koma ríkisábyrgð á Icesave yfir á gamla menn líka.  Get ekki skilið hann neitt öðruvísi.

EKKERT ICESAVE

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 12:17

60 Smámynd: Elle_

19.577 skráðir: http://indefence.is/

EKKERT NIÐURLÆGJANDI ICESAVE 

Elle_, 2.12.2009 kl. 12:40

61 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 ÁBYRGÐIR RÍKISINS Í REYND.Almenningi var ekki gerð grein fyrir þeim möguleika að ábyrgð á hundruðum milljarða króna, í formi innstæðna í Bretlandi lægi hjá íslenska ríkinu.

Ég get ekki séð út úr þessum texta sem þú vísar í Sveinn, að Loftur sé að halda fram ábyrgð ríkissins á Icesave, þarna setur hann fram að það sé möguleg ábyrgð (gæti það verið eins og einhver benti á að á þessum tíma var hann ekki búinn að kynna sér málið vel en eftir nánari eftirgrennslu séð ljósið!!).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.12.2009 kl. 13:09

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt við Loftur, Elle, Halldór Björgvin, Ómar Geirsson, Axel Þór, Axel Jóhann, Júlíus, Óskar Helgi, Halldóra, Ísleifur og fjöldi annarra höfum barizt með kjafti og klóm gegn þessari ríkisábyrgð, verðum við þó að viðurkenna að stefnan á hana (meirihlutasamþykktin fyrir henni) er þó til á lagasafni ríkisins, en þá ber að hafa í huga, að það er SKILYRT ábyrgð, háð því, hvort Bretar og Hollendingarnir fallist á fyrirvarana.* Þar að auki hefur ríkisábyrgðin sem slík ekki verið staðfest og sett í gang, heldur hefur fjármálaráðherra vald til þess, en einungis ef þessir nefndu fjendur okkar í málinu fallast í einu og öllu á fyrirvarana, en því harðneita þeir og vilja því ekkert með þau ríkisábyrgðarlög hafa. Hér er því engin ríkisábyrgð á Icesave.**

Svo má bæta því við, að í Icesave-ólögunum í ágúst var veitt ríkisábyrgð á löngu orðinn hlut, og þetta er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá." Nánar um það HÉR! Þess vegna eru þetta ólög, sem verða úrskurðuð að vera það, þegar heilbrigður meirihluti kemst (vonandi) á í Alþingi Íslendinga.

* Sjá Lög um heimild til handa fjármálaráðherra ..., 1. grein (leturbr. og hornklofainnskot jvj): "Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, er heimilt að veita Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta ríkisábyrgð vegna lána [sic!!! – það er búið að setja höfuðlygi inn í lagasafnið!!!] sjóðsins frá breska og hollenska ríkinu samkvæmt samningum dags. 5. júní 2009..." – og 2. grein: "Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá. Enn fremur að lánveitendur samkvæmt þeim lánasamningum sem greinir í 1. mgr. viðurkenni að skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta séu háðar sömu fyrirvörum og ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum. Ríkisábyrgðin afmarkast að öðru leyti af ákvæðum samninganna og fyrirvörum þeim sem koma fram í lögum þessum. Fyrirvararnir eru óaðskiljanlegur hluti ríkisábyrgðarinnar." – Q.e.d.

** Forseti Íslands undirritaði líka lögin með sérstökum eigin skilmálum, þar sem hann hamraði á mikilvægi fyrirvaranna.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 14:49

63 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir þetta ElleE, góð grein, sammála þér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.12.2009 kl. 14:57

64 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Góð athugasemd Jón Valur, að benda á að ábyrgðin hefur ekki verið virkjuð af fjármálaráðherra. Því er það formlega rétt, að engin Icesave-ábyrgð er í gildi. Er hægt að treysta Steingrími til að spara blekið ?

 

Þótt Steingrímur vildi skrifa undir, þá er að minnsta kosti eitt skilyrði ábyrgðarinnar sem verður að vera uppfyllt. Það er eftirfarandi:

 

Forsendur fyrir veitingu ríkisábyrgðar samkvæmt lögum þessum eru:  1. að lánasamningarnir verði túlkaðir í samræmi við hin umsömdu viðmið sem samþykkt voru 14. nóvember 2008 á milli Íslands, Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkja, þannig að tekið verði tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.

 

Til að þetta ákvæði sé uppfyllt, verða Bretar og Hollendingar að ná samkomulagi við Alþingi um TÚLKUN ákvæðisins. Ef ágreiningur er fyrir hendi og hann er ekki leystur á formlegan hátt, þá getur Alþingi einhliða afnumið ábyrgðina, án þess að Bretar og Hollendingar geti einu sinni hreyft mótmælum.

 

Alþingi á svo alltaf þann kost að fella ábyrgðir Icesave-samninganna niður, af þeim ástæðum sem því sýnist. Enginn getur hindrað fullvalda þjóðþing að grípa til slíks úrræðis, nema það sé gert með vopnavaldi.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.12.2009 kl. 15:27

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Loftur. Þakka þér að leiða þetta hér í ljós.

Jón Valur Jensson, 2.12.2009 kl. 17:16

66 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ómar Bjarki Kristjánsson þú talar um að mismunun hafi átt sér stað og að Icesave samningurinn hindri að Ísland verði dæmt til að borga öllum innistæðueigendum í þessum löndum. Ef satt væri sé ég ekki að staðfesting samningsins leysi það mál þar sem það þýddi í raun að neyðarlögin haldi ekki og þá kæmu þau til viðbótar greiðslu Icesave samningsins þar sem vitað er að það verður látið á þau reyna. Ef þau halda ekki eru þau ein og sér nægar drápsklyfjar án þess að greiðsla á Icesave sem okkur ber enginn lagaleg skylda til að greiða komi því til viðbótar. Þessi staðfesting á Icesave má ekki fara í gegn, hún er landráð.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 18:15

67 Smámynd: Elle_

Nú er ég búin að bíða þolinmóð eftir lögunum um meinta ábyrgð ísl. ríkisins á fjárkúgun frá hinum Ómarnum í 1 + 1/2 dag og ekki sést enn votta í þessi lög.  Kalla enn eftir þessum merkilegu lögum - kannski geta Icesave vinir hans og Sveins skilað þeim inn til okkar hinna vegvilltu svo við megum sjá Icesave ljósið???

Og enn bætist við gögnin og rökin út um allt, frá almenningi, í Alþingi frá stjórnarandstöðunni, frá fræðimönnum,  í fjölmiðlum og frá skörpum mönnum að ofanverðu.  Og nú hafa Adda og Tómas bættst í hópinn og ég þakka þeim og ykkur öllum ofsalega vel fyrir vaktina.  

Þetta Icesave mál verður dularfyllra daglega og enn enginn heimsendir í sjónmáli þrátt fyrir langsóttar og glæsilegar viðvaranir Jóhönnu Sig. og Steingríms Joð og enn ekkert voðalegt skeð, ekki neitt - bretar og hollendigar með litlum stöfum hafa ekki enn komið í orustuflugvélum og hafa enn látið fiskinn okkar og varðskipaflotann í friði.  Hvað er það þá sem átti að gerast 23. október sl. og 30. nóvember og gerðist ekki ???   Man ekki betur en það hafi bara verið rólegur föstudagur og mánudagur.  Nema það eina sem skyggði á var að Jóhanna og Steingrímur voru fúl.  Heldur fólk að við séum fífl???  Logið hefur verið að okkur.  GLÆSILEGA. -_- 

Ekkert Icesave

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 19:01

68 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, auðvitað leysir það stærsta hlutann.  Bretar og hollendingar eru búnir að taka á sig það sem er yfir 20.000 evrur samkvæmt samningnum.

Eftir stendur samt samtök og sveitarfélög o.þ.h,  (auk þeirra sem áttu yfir 100.000 evrur í hollandi)

Þeir eru hinsvegar settir í hóp forgangskröfuhafa.

Allt gæti þetta stutt að neyðarlögin haldi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 19:04

69 Smámynd: Elle_

Mundu bara Ómar að Icesave er ekki okkar skuld.  Icesave er fjákúgun hvað sem þú og Icesave vinirnir viljið heitt að við verðum höfð að féþúfu og fíflum.

EKKERT ICESAVE

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 19:33

70 Smámynd: Umrenningur

Sæl verið þið góða fólk og önnur hér. Mig langar að benda á færslu sem skírir að miklu leiti röksemdafærslugetu þrælasamningsfylgjenda.

 http://baldher.blog.is/blog/baldher/entry/987652/

Ég á sérstaklega við komment #9 en það er betra að hafa vasaklút við höndina til að þerra tárin sem koma stundum við ofsahlátur.

Umrenningur, 2.12.2009 kl. 21:12

71 Smámynd: Júlíus Björnsson

Persónulega síðan ég var unglingur hefi ég alltaf haldið mig við frumheimildalestur, til þess m.a. vöktu tungur annarra þjóð áhuga minn.

Það er til saga um fjöður sem varð að níu hænum. Fræðingum verður ekki síður fótaskortur en öðrum sér í lagi þeim sérhæfðu utan sinnar lokaritgerðar. Sérhæfing og einhæfing geta valdið þröngsýni að mínu mati. 

Júlíus Björnsson, 2.12.2009 kl. 23:36

72 Smámynd: Elle_

Í dag fullyrti Össur Skarphéðinsson í Alþingi að ALLIR efnahagsfyrirvararnir væru enn inni í nýjasta Icesave frumvarpinu.  Og þrátt fyrir að hann viti vel að þeim hefur verið nánast eytt.  Hann segir þessi ósannindi blákaldur í Alþingi þvert gegn fullyrðingum fræðimannanna að ofan.  Og eins og Guðlaugur Þór sagði er það grafalvarlegt mál að sjálfur utanríkisráðherra skuli halda þessu fram.  Er Össur að ljúga??  Guðlaugur spurði hvort hann væri rökvilltur.  Og ég tek undir með honum.  Hann hefur skelfilega ofsatrú á Evrópubandalaginu og Icesave og alveg í linu við hans flokk. Stjórnarliðar hlusta illa og mæta illa, enda þurfa þeir það ekki því þeir ´vita´að Icesave frumvarpið er´glæsilegt´.

Og Steingrímur Joð sagði í dag að EU væri með GRÍMULAUSAR HÓTANIR við Alþingi og segi að við munum hafa verra af ef við göngum ekki frá Icesave.  Og samt vill hann að við tökum það á okkur!?   Vissum við ekki alltaf að þeir væru að hóta okkur og kúga til að taka á okkur Icesave???   Það var dregið upp úr Jóhönnu loksins í október í að þeir væri að neyða okkur og Össur sagði í október, 08 að þeir væru að beita okkur aflsmuni.   Samt vilja þau ólm að við tökum á okkur Icesave og vilja ganga þar inn!? 

Pétur Blöndal sagði í kvöld að velferðarstjórnin væri að búa til fátækt. Þór Saari sagði stjórnina vera að valda fátækt og mannflótta og gagnrýndi harðlega spá Seðlabanka Íslands væri röng og að ríkisstjórnin hengdi sig í spá bankans.

Og enn saka Icesave-stjórnarflokkarnir stjórnarandstöðuna um málþóf þó þeir harðneiti. Það segja þeir sem hafa ekki verið að hlusta.

Og Júlíus og Umrenningur, takk fyrir þetta.

EKKERT ICESAVE

http://indefence.is/

Elle_, 2.12.2009 kl. 23:44

73 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Ég vissi strax að bréf þitt væri frábært, og það ætti alla athygli skilið.  En mig renndi ekki í grun um þá góðu umræðu sem hér skapaðist.  

Og þar megum við ekki gleyma framlagi Nafna míns og hins Unga.

Ég hef oft lesið rök Nafna, og glímt við þau, okkar kynni byrjuðu á Silfrinu forðum daga.  Og hann er einlægur í sinni ESB trú.  Og í brjósti hans býr raunverulegur ótti um eitthvað miklu verra bíði Íslensku þjóðarinnar ef hún borgar ekki ICEsave.  Þó ég hafi aðeins hæðst að honum (og það var geispinu hans að kenna, þoli ekki svona hótfyndni í húsum minna (blogg)vina) þá vissi ég vel af þessari röksemd, sem hann kom með síðast.  Reyndi að kalla hana fram með þeirri fullyrðingu að hann hefði áhyggjur af öllum kostnaði ESB af fjármálahruninu.

En núna er hún komin fram.  Og um hana má margt segja.  Til dæmis trúir þú á jólasveininn???  Eða trúir þú á að einhver dómsstóll geti dæmt þjóðir í slíka skuldaánauð???  Það hefur ekkert dómsvald þann rétt, jafnvel þó að Landsbankinn hefði verið ríkisbanki en ekki Landsbanki.  

Aðeins vopnavald tryggir slíkar greiðslur, og þær eru gegn öllum meginreglum alþjóðalaga um fullveldi ríkja og eðlileg samskipti þeirra á milli.

En aðal rökvilla Nafna míns, sem honum er reyndar vorkunn með því bæði las hann um hana í breska lagaálitinu, sem og hitt að Jón Baldvin hefur líka haldið henni fram af mikilli rökvísi, en engri kunnáttu í staðreyndum, er sú að íslenska ríkið hefur engin innlán ábyrgst.  Augljóst mál, en það er með þetta eins og köngulóafobíu, engin skynsemi býr að baki óttanum, og því afneita hörðustu Borgunarsinnar þessari staðreynd.  Vitna þá í orð Geirs Harde, eins og þau væru einhver lög, eða staðreynd.  Ef svo væri þá hefði ekkert Hrun orðið.

En þessi ótti er meginþráður Borgunaráráttu Nafna míns, og annar mætur Nafni, þjáist af því sama.  

Þess vegna legg ég til að þeim Nöfnum verði útvegaður sálfræðingur í tíma, annars gæti þjóðin sett upp sóttkví, þar sem allir Nafnar mínir yrðu settir í einangrun.  Og ég hef enga tryggingu fyrir að sleppa við hana.  

Byrgjum því brunninn áður en barnið verður að óforbetranlegum Borgunarsinna.  Er enginn sálfræðingur inn á þessum þræði??

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 3.12.2009 kl. 00:07

74 Smámynd: Elle_

Ómar, þú ert flottur og passar ekkert við hina Ómarana.  Og svara þér á morgun. 

EKKERT ICESAVE

http://indefence.is/

Elle_, 3.12.2009 kl. 00:39

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Ómar okkar er makalaust góður, hress í sinni nálgun og eitilharður á rökunum og forsendum þeirra: þekkingunni á frumstaðreyndum málsins: lagaverkinu, atburðum og ástandi mála. Það væri betur, að 200.000 Íslendingar vissu af þessu, en ekki einungis 200 til 1200.

Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 03:25

76 Smámynd: Elle_

Jón og Ómar, takk fyrir.  Ómar, já, af hverju ætli Jón Baldvin Hannibalsson og Ómarar og vinirnir haldi fram ábyrgð ísl. ríkisins á Icesave?  Eins og Jóhanna og Össur og öll heila skelfilega Samfylkingin.  Og þó það þýddi að við yrðum ný efnahags-nýlenda.  Ofbeldi og valdníðsla kallaði Árni Johnsen Icesave kröfuna í nótt og spurði hvort það geti verið að Ísland sé að verða efnahags-nýlenda 2ja velda.  Pétur Blöndal sagði í andsvari að hann héldi ekki að rikisstjórnin vildi það, en hann héldi að þau áttuðu sig ekki á því. 

Sigurður Líndal, lagaprófessor, skrifar um Jón Baldvin Hannibalsson, 13/08/09: Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra skirrist ekki við að beita uppspuna og ósannindum og villa þannig um fyrir öllum almenningi:

Af 150 þúsund skattgreiðendum Íslendinga fara allar skatttekjur yfir 79 þúsund okkar beint úr landi bara fyrir vexti af Icesave, núna árið 2009.  Þór Saari hefur nokkrum sinnum lýst þessu í Alþingi og síðast seint í gærkvöld. 

Samfylkingin leggur lítið til málsins nema hótanir og skammir.  Þau mæta illa á kvöldfundina og næturfundina sem þau pína stjórnarandstöðuna í með fjölda atkvæða.   Hver Samfylkingar-maðurinn á fætur öðrum hefur sakað og skammað stjórnarandstöðuna fyrir málþóf að ósekju.  Og þau sem hlusta ekki á rök í þessu máli.  Skammararnir eru Árni Páll, Björgvin G. Siguðsson, Ólína Þorvarðardóttir, Magnús Orri, Sigmundur Ernir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson.  Og skömm þeirra er mikil.  Og nú saka þeir, Björgvin G. og Magnús Orri, stjórnarandstöðuna um að halda  þinginu í gíslingu, þó það séu stjórnarflokkarnir sjálfir sem halda stjórnarandstöðunni í gíslingu kvöld eftir kvöld og nótt eftir nótt.

Og Magnús Orri hótaði nú í morgun að annaðhvort yrði ÍSÖLD EÐA ICESAVE.  Hljómar líkt og hótun Jöhönnu Sig. um FROSTAVETUR.  

Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingu, mismunar fólki eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Þórunn Sveinbarnardóttir fékk alveg í friði fyrir forseta Alþingis að öskra óvkæðum að stjórnarandstöðunni.  Það ætti að klaga mismunina og ofbeldið.  

EKKERT ICESAVE, EKKERT OFBELDI

http://indefence.is/

Elle_, 3.12.2009 kl. 12:01

77 Smámynd: Elle_

Pétur Blöndal sagði núna um 12:15 að fullyrðing Steingríms J. í gær um að EU hefði haldið uppi grímulausum hótunum gegn okkur, segði honum það að Icesave væri nauðungar-samnngur og að nauðunarsamningar væru ólöglegir.  Hann hefur nokkrum sinnum kallað Icesave kúgun og nauðung.

EKKERT ICESAVE, EKKERT OFBELDI

http://indefence.is/

Elle_, 3.12.2009 kl. 12:20

78 identicon

Því ekki að setja vantraust á þessa ríkisstjórn og afturkalla alla þá vitleysu sem hún hefur gert varðandi samningum sem hún hefur gert vegna Icesave.

Íslenska ríkisstjórnin virðist hafa unnið á þessum málum með vankunnáttu, hræðslu svo hótunum frá Bretum og Hollendingu án þess að taka tilits til sinna íslensku þjóðar né alþjóðar fjármálasérfræðigum sem hafa reint að leggja fram tillögur og sannfæringu að þetta sé hrein kúgun á þjóðina og góð leið til að komast yfir náttúruauðlindir þjóðarinar. .

Það væri hægt að láta reina á það hjá dómstólunum í Haag hvort það séu einhver rök fyrir því að  íslenskir  þjóðarbúar sé ábyrgir fyrir skuldum og ráni sem samlandar þeirra hafa staðið í á erlendri grund.

Hvers vegna hafa bretar og hollendingar ásamt íslenska ríkinu ekki farið á eftir þeim einstaklingum sem eru sekir  ásamt því að taka eignartaki á þeirra eignum upp í þeirra skuldir.

Það er enginn stæða fyrir því að einstaklingar á Íslandi séu ábyrgir fyrir Icesave.

kristín (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 21:15

79 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég kóað ekki með meintu m glæpamönnum og geri það heldur ekki í dag. Það kallast að vera vitorðsmaður og mér líst vel á Haag.

Júlíus Björnsson, 3.12.2009 kl. 22:00

80 Smámynd: Elle_

Júlíus og Kristín, takk fyrir.  Kristín, Alþingismenn hafa rætt um að hefja rannsókn á hegðun ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu öllu.  Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa ekki unnið fyrir okkur í þessu máli, heldur hefur stjórnarandstaðan ein gert það dag og nótt.  Og það er vegna þess að ofbeldisflokkur Jóhönnu Sig. ÆTLAR að draga okkur niðurlægð inn í himnaríkið hennar Evrópubandalagið, til óvina okkar. 

Og einu rök ofbeldisflokksins eru hvað matsfyrirtæki muni gera og ekki gera ef við tökum ekki á okkur hundruða eða þúsinda milljarða skuldir sem við skuldum ekki.  Hverjum er ekki sama hvað aum matsfyrirtæki sem vissu ekkert um yfirvofandi fall bankanna gera???   Og flokkurinn æpir bankaleynd, ísöld, matsfyrirtæki, málþóf, vetrarfrost.   Og að við fáum að vera í ´samfélagi þjóðanna´af þeirra náð ef við hlýðum skipunum.  Þau hafa víst aldrei heyrt um lög???   Og kannski halda þau líka að milljarður (1000 milljónir) sé það sama og milljón???   Ekki væri ég hissa því þau stíga ekki í vitið.  Og ég hef líka séð fólk rugla saman milljónum og milljörðum.  

Alþingismaður Árni Johnsen vill kæra Breta og Hollendinga til Nato og Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna og ég held Alþingi ætti að gera það.  Og líka Evrópubandalagið.   Það er eitthvað gruggugt og undarlegt þarna sem tengist AGS.  Allt málið er ógeðslegt.   Kúgun og ofbeldi og yfirgengileg niðurlæging.

Ekkert Ice-save.

http://indefence.is/

Elle_, 3.12.2009 kl. 23:35

81 Smámynd: Elle_

Atli Gísalson kom seint í gærkvöld/nótt og skammaði Alþingismenn stjórnarandstöðunnar fyrir skipulagt málþóf og tafir á málum og fyrir að kvarta yfir forseta Alþingis.   Og ég hlustaði á hann í forundrun.  Hann sagði þeim að tala ekki niður þjóðina.  Hann skammaði menn fyrir að kvarta yfir 2 forsetum Alþingis úr Ofbeldisfylkingunni og sem ég lýsti að ofan og beittu Alþingismenn harðræði og niðurlægingu.  Hann varði Icesave og þar fór vonin um að hann standi gegn nauðunginni.

Eins og herforingi hefur Björn Valur Gíslason, líka úr VG, verið iðinn við að rakka niður og skamma Alþingismenn stjórnarandstöðunnar og saka þá um upplogið málþóf.  Hvaða vald heldur hann sig hafa?   Hann gerði lítið úr skoðunum Sigurðar Líndals lagaprófessors um ólögmæti Icesave og dregur upp Eirík Tómasson sem er þekktur fyrir að vera já-maður ríkisins og lyftir honum upp á stall.   Hann gekk líka svo langt að ljúga því að fjármálin varðandi Icesave væru skýr.

Steingrímur J. Sigfússon hefur gjörsamlega snúið við blaðinu í öllu síðan hann var í stjórnarandstöðu sjálfur:

Steingrímur J. í janúar, 09:

"Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina
að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð
landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk
innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar
bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við
skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á
grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa
gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í
þessu sem öðru."

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628

Nú brýtur hann lýðræðið og nánast krefst þess að Alþingi samþykki fjárkúgun í flýti og hvelli og offorsi.  Munum að hann og Jóhanna Síg. ætluðu að koma hættulegu Icesave 1 í gegnum Alþingi óséðu.  Og eins og Atli Gíslason, sakar hann líka stjórnarandstöðuna um að tala niður þjóðina.  Missti hann af öllum hótunum Jóhönnu og co. um frostavetur og ísaldir ef Alþingi drífur ekki Icesave í gegn nákvæmlega eins og útlendingar skrifuðu lagafrumvarpið fyrir Alþingi?  Eintómar hótanir og engin rök.  Hann hjálpar Jóhönnu við að stofna fullveldi landsins í voða.   

Og þó stjórnarandstaðan væri með málþóf væri það varnar-málþóf og öryggi gegn Icesave-kúguninni.   Og ég hvet stjórnarandstöðuna til að vera með málþóf ef það er það sem þarf til að koma í veg fyrir efnahagsárás og valdníðslu.

EKKERT NIÐURLÆGJANDI ICESAVE  

http://indefence.is/

Elle_, 5.12.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband