EFNAHAGSÁRÁSIN GEGN ÍSLANDI - ÓHEILINDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Lögleg rannsókn verður að fara fram á endalausum óheilindum núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna í Icesave-málinu.  Sýknt og heilagt koma fram ný gögn um óheilindi stjórnarinnar og síðast núna í dag um leynisamskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og leyniskjöl þegar þeim var lekið á heimsvefinn.  Hverjum er mútað?  Hótað lífláti???  Hvatinn að halda vinstri stjórn og komast inn í Evrópubandalagið er þarna vitum við.  Og skal þegnum landsins blæða fyrir það?  Gleymum ALDREI að þau ætluðu fyrst að pína Icesave1 óséðu gegnum Alþingi.  Þau munu hafa af okkur fullveldið verði þau ekki stöðvuð. 
 
Endurtekið hafa þau falið gögn og skjöl sem hefðu átt að vera opinber og Alþingi og þjóðin hefðu átt að vita um.  Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa logið endurtekið að Alþingi og þjóðinni.  Ofbeldi hefur verið beitt gegn stjórnarandstöðunni og bókstaflega öllum ráðum verið beitt til að pína í gegn niðurlægjandi og stórhættulegu Icesave sem við skuldum ekki.  Icesave sem getur valdið okkur missi á fullveldi landsins, missi á friðhelgi auðlinda og ríkiseigna og ekki síst tapi þeirra til útlendinga eins og gerðist í Argentínu, Bolivíu, Panama og víðar.  Einn stærsti glæpur núverandi stjórnar er að hlýða í einu og öllu helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nokkurn veginn eins og Ómar Geirsson orðaði það.  
      
Í Argentínu voru öll ríkisfyrirtæki einkavædd að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Í Bolivíu fengu útlendingar einkaleyfi fyrir öllu vatni og bann var lagt við að fólk safnaði regnvatni.  Landsmenn gátu ekki lengur fengið vatn nema dýrum dómum.  Í Panama var siglingaleiðin í gegnum landið einkavædd af útlendingum og allur arðurinn fór úr landinu. 
 
Ekkert landanna hagnaðist af auðlindum sínum, allur arður fór beint í vasa auðmanna og úr landi til útlendinga.  Og þegnarnir lifðu við óþolandi fátækt og niðurlægingu.  Svipað mun kannski gerast á Íslandi fari ekki AGS landstjórinn og Icesave-stjórnin frá völdum.  Verð á heitu vatni og rafmagni gæti hækkað upp úr öllu valdi.  Fari sem horfir mun núverandi stjórn valda okkur alvarlegri fátækt til langframa og stórtjóni. 
 
Ríkisstjórnin þarf að fara frá völdum.  Þau eru EKKI að vinna fyrir landið og þjóðina, heldur gegn okkur.  Ljóst er nú að þau komust til valda með földum skjölum og innantómum orðum.  Þau samskipti sem hafa verið á milli AGS og ísl. fjármálaráðuneytisins og var lekið í wikileaks.org eru óþolandi og sýna handrukkaraeðli sjóðsins svart á hvítu.  Og ýta enn frekar undir það að AGS þarf að rannsaka og ísl. stjórnin að víkja.  Stjórnarflokkarnir eru að valda okkur stórskaða með því að fylgja tryggilega skemmdarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Kannski væri ekki úr vegi að skipta um nafn á þeim sjóði og kalla hann Alþjóðaglæpasjóðinn?  Og stjórnarflokkarnir hafa niðurlægt okkur með ótrúlegum gunguskap gegn stærri veldum.  Þau feta í fótspor leiðtoga landa sem hafa lagt lönd sín nánast í eyði.
 
 
EKKI GENGIÐ AÐ AUÐLINDUM ÍSLANDS SEGIR RUV-
 

Það má segja að sá möguleiki að auðlindir gengju upp í skuldir þjóðarinnar, að þjóðin sé á því augnabliki komin í greiðlsuþrot. Því hlýtur sá möguleiki um gjaldþrot þjóðarinnar að svipta alla þingmenn möguleikanum að samþykkja IceSave samninginn, að öðrum kosti væru þeir að framkvæma landráð. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur. 
 
 
 
EVA HEFUR LÖG AÐ MÆLA-

Eva Joly kveður sér hljóðs á siðum dagblaðanna . . .
Íslendingar geta ekki borgað IceSave hvað svo sem þeir reyna með niðurskurði og skattahækkunum.

Gunnar Skúli Ármannsson:
http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/924109/

 
 
Ekkert Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

IMF er stofnun í umboði SÞ og í eigu allra ríka heims.

EU er stærstir með um 30%, USA um 15% og Kína um 6% aðrir eiga flestir minna en 0,5%.

Með því að brjóta færa þjónustugeira úr höndum Ríkis þá minnkar fjárhagslegur varnarstyrkur þess.

Ég skynja ofurvaxinn eignahaldsfélög  fyrir eins og Ríki í Ríkjunni. Þar spilling er síst minni. 

Júlíus Björnsson, 7.12.2009 kl. 23:03

2 identicon

Heil og sæl; ElleE - sem og, þið önnur, hér á síðu !

Rétt; mælir þú, ElleE, um tilgang og markmið, þeirra Jóhönnu og Steingríms.

En; fyrirbyggja verður, með öllum tiltækum ráðum, að þeir Bjarni Benediktsson (yngri), og svo Sigmundur D. Gunnlaugsson, nái tangarhaldi, á þeim völdum, sem brýnt er, að koma þeim Jóhönnu frá, svo sannarlega.

Byltingarráði þjóðernissinnaðrar Alþýðu; þarf að koma á fót, sem allra fyrst, svo koma megi þessu andskotans þingræðis fyrirkomulagi, til ystu myrkra - um alla tíð.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef ríkisstjórnin fer frá völdum þá mega ekki verða kosningar fyrr en í maí hið fyrsta.  Það má ekki endurtaka sig leikurinn síðan í vor þegar kosningum var drifið í gegn svo ný framboð ættu erfitt með að skipuleggja sig.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.12.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Elle_

Axel Þór, Júlíus og Óskar Helgi, þakka ykkur fyrir. 

Axel Þór, ég skil þig vel og veit ekki hvað ég á að segja um nýja stjórn.  En í eðlilegu lýðræðisríki yrði lygastjórn að víkja.  Og í eðlilegu lýðveldi yrði fólk dæmt fyrir það sem nokkrir í ríkisstjórn og hjálparmenn og vitorðsmenn þeirra hafa nú orðið uppvísir að í tenglsum við AGS og allt Icesave málið í heild sinni.  

Júlíus, þarna sést nú hvað EU hefur mikið vægi til kúga okkur í Icesave.  Og ekki get ég sagt að ég hafi orðið hissa þegar leynipóstunum milli AGS og fjármálaráðuneytisins lak í wikileaks.org, eins hrikalegt og það nú er að fá þau myrkraverk í dagsljósið.   Hafði alltaf þá vissu að AGS væri að handrukka okkur fyrir EU, Breta og Hollendinga.  

Óskar Helgi, já, það er ekki nokkur vafi að þeim 2 og ýmsum öðrum í stjórnarflokkunum er ekki lengur stætt á að vera í Alþingi eða í stjórn landsins.  Hver maður gat séð að gruggugir og skítugir hlutir væru í gangi.  Veit ekki hvað ég á að segja um nýja stjórn, eins og ég sagði við Axel Þór, en verð þó að segja að mér finnst þó nokkrir menn í stjórnarandstöðunni hafa staðið sig ótrúlega vel gegn Icesave nauðunginni.  Líka Sigmundur.

Ekkert Ice-save.

 http://indefence.is/

 

Elle_, 8.12.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Elle_

Eitt get ég þó sagt með vissu um nýja stjórn: Við þurfum beint lýðræði, ekki svona platlýðræði með kolspilltu flokkavaldi.  Og nýja stjórnarskrá.  Við verðum að stofna beint lýðræði því þetta er ekkert lýðræði.

Ekkert Ice-save.

 http://indefence.is/

Elle_, 8.12.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband