Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

UPPLOGIN SKULD

Ísland hefur orðið fyrir árás, í einni árásarlotunni sem kennd er við ICEsave, er þjóðin krafin um 100 milljónir í vexti á dag.  Þessi orð skrifar Ómar Geirsson:
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/990042/

Ómar endurtekur þar orð Júlíusar Björnssonar um eðli efnahagsárása á lönd.  Og ég hef sett upp megininntak þessara orða Júlíusar í spássíunni til hægri á síðunni.  

100 milljónir alla daga skulum við borga fyrir upplogna skuld.  Lygaskuld sem við skuldum ekki.  Þór Saari Alþingismaður og hagfræðingur heldur því fram að það muni taka skatttekjur yfir 79 þúsund okkar Íslendinga af 150 þúsund skattbærum mönnum árlega bara til að borga okurvexti af upplognu skuldinni sem Lepparnir ætla að rukka okkur um í sköttunum okkar.  Halló, það eru tekjuskattar yfir 50% skattbærra manna landsins.  Og allt í vasa útlendinga sem heimta að við borgum skuldir óreiðumanna af því þeir voru víst líka íslenskir eða þannig og af því gungurnar sem stýra landinu vilja ekki verja okkur.   Þó veit ég ekki með Björgólf Thor Londonbúa . . . . . en það er víst nýtt í Evrópu að íslenska ríkið og íslenska þjóðin ábyrgist skuldir allra óreiðumanna sem hafa stigið fæti í Keflavík.    

Við megum eyða kannski næstu öldinni í að borga platskuld sem við skuldum ekki upp á kannski langt yfir 1000 milljarða (1000 000 000 000).   Ekki 1000 milljórnir (1000 000 000) eins og ég held að ofbeldisfylkingin haldi.   En þeir vita ekki hvað þeir gjöra.  Og guð einn veit hvort við getum nokkuð borgað 1 eyri í höfuðstólnum fyrr en eftir kannski 90 - 100 ár.   En þangað til munum við alltaf verða að borga okurvextina segja þrælahaldararnir.   Og við vitum ekki einu sinni hvað lygaskuldin er há!  Halló, veit fólk ekki vanalega hvað það skuldar???   Ekki ef það býr á Íslandi, eða hvað???  Kannski erum við að verða efnahagsnýlenda Breta og Hollendinga eins og Árni Johnsen heldur???   

Við megum ekki hlíta dómi segja þrælahaldararnir.  Við megum hins vegar kannski af þeirra náð ræða við þá seinna um dóminn sem við vinnum.  Og Leppstjórninni finnst það höfðinglega gert fyrir okkur aumingjana sem erum ábyrg fyrir öllum skuldum óreiðumanna af íslenskum toga.  Og líka útlendinga sem lentu í Keflavík.  Hverjum var mútað???   Hótað lífláti???   Það er það sem ég vil vita. 

 

 Ekkert Ice-save.

 http://indefence.is/

 

 


EFNAHAGSÁRÁSIN GEGN ÍSLANDI - ÓHEILINDI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Lögleg rannsókn verður að fara fram á endalausum óheilindum núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokkanna í Icesave-málinu.  Sýknt og heilagt koma fram ný gögn um óheilindi stjórnarinnar og síðast núna í dag um leynisamskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og leyniskjöl þegar þeim var lekið á heimsvefinn.  Hverjum er mútað?  Hótað lífláti???  Hvatinn að halda vinstri stjórn og komast inn í Evrópubandalagið er þarna vitum við.  Og skal þegnum landsins blæða fyrir það?  Gleymum ALDREI að þau ætluðu fyrst að pína Icesave1 óséðu gegnum Alþingi.  Þau munu hafa af okkur fullveldið verði þau ekki stöðvuð. 
 
Endurtekið hafa þau falið gögn og skjöl sem hefðu átt að vera opinber og Alþingi og þjóðin hefðu átt að vita um.  Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa logið endurtekið að Alþingi og þjóðinni.  Ofbeldi hefur verið beitt gegn stjórnarandstöðunni og bókstaflega öllum ráðum verið beitt til að pína í gegn niðurlægjandi og stórhættulegu Icesave sem við skuldum ekki.  Icesave sem getur valdið okkur missi á fullveldi landsins, missi á friðhelgi auðlinda og ríkiseigna og ekki síst tapi þeirra til útlendinga eins og gerðist í Argentínu, Bolivíu, Panama og víðar.  Einn stærsti glæpur núverandi stjórnar er að hlýða í einu og öllu helstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, nokkurn veginn eins og Ómar Geirsson orðaði það.  
      
Í Argentínu voru öll ríkisfyrirtæki einkavædd að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Í Bolivíu fengu útlendingar einkaleyfi fyrir öllu vatni og bann var lagt við að fólk safnaði regnvatni.  Landsmenn gátu ekki lengur fengið vatn nema dýrum dómum.  Í Panama var siglingaleiðin í gegnum landið einkavædd af útlendingum og allur arðurinn fór úr landinu. 
 
Ekkert landanna hagnaðist af auðlindum sínum, allur arður fór beint í vasa auðmanna og úr landi til útlendinga.  Og þegnarnir lifðu við óþolandi fátækt og niðurlægingu.  Svipað mun kannski gerast á Íslandi fari ekki AGS landstjórinn og Icesave-stjórnin frá völdum.  Verð á heitu vatni og rafmagni gæti hækkað upp úr öllu valdi.  Fari sem horfir mun núverandi stjórn valda okkur alvarlegri fátækt til langframa og stórtjóni. 
 
Ríkisstjórnin þarf að fara frá völdum.  Þau eru EKKI að vinna fyrir landið og þjóðina, heldur gegn okkur.  Ljóst er nú að þau komust til valda með földum skjölum og innantómum orðum.  Þau samskipti sem hafa verið á milli AGS og ísl. fjármálaráðuneytisins og var lekið í wikileaks.org eru óþolandi og sýna handrukkaraeðli sjóðsins svart á hvítu.  Og ýta enn frekar undir það að AGS þarf að rannsaka og ísl. stjórnin að víkja.  Stjórnarflokkarnir eru að valda okkur stórskaða með því að fylgja tryggilega skemmdarstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Kannski væri ekki úr vegi að skipta um nafn á þeim sjóði og kalla hann Alþjóðaglæpasjóðinn?  Og stjórnarflokkarnir hafa niðurlægt okkur með ótrúlegum gunguskap gegn stærri veldum.  Þau feta í fótspor leiðtoga landa sem hafa lagt lönd sín nánast í eyði.
 
 
EKKI GENGIÐ AÐ AUÐLINDUM ÍSLANDS SEGIR RUV-
 

Það má segja að sá möguleiki að auðlindir gengju upp í skuldir þjóðarinnar, að þjóðin sé á því augnabliki komin í greiðlsuþrot. Því hlýtur sá möguleiki um gjaldþrot þjóðarinnar að svipta alla þingmenn möguleikanum að samþykkja IceSave samninginn, að öðrum kosti væru þeir að framkvæma landráð. Hjáseta er af sömu rökum ekki gerleg heldur. 
 
 
 
EVA HEFUR LÖG AÐ MÆLA-

Eva Joly kveður sér hljóðs á siðum dagblaðanna . . .
Íslendingar geta ekki borgað IceSave hvað svo sem þeir reyna með niðurskurði og skattahækkunum.

Gunnar Skúli Ármannsson:
http://skulablogg.blog.is/blog/skulablogg/entry/924109/

 
 
Ekkert Icesave.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.