Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

FORSETINN: KJÓSENDUR SKULU HAFA LOKAORÐIÐ UM ICESAVE.

Icelandic President Olafur Ragnar Grimsson announces on January 5, 2010 in ReykjavÌk in a speech televised to the nation that he would not sign a controversial bill to compensate the British and Dutch governments over the failure of Icesave bank, instead
Forseti Íslands.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, stendur enn með þegnum landsins í ICESAVE-málinu ógeðfellda.  Hann sagði í viðtali við fréttamanninn Mark Barton, í fréttastofu Bloomberg í dag, að kjósendur ættu að hafa loka-orðið um hvort þeir borguðu kröfur Breta og Hollendinga vegna innlána í ICESAVE: Iceland's Grimsson Says People Should Have Final Say on Icesave  Forsetinn sagði líka að hver samningur sem væri gerður gegn vilja íslensku þjóðarinnar, væri ekki lífvænlegur eða líklegur til að standa. 

Hann sagði orðrétt í viðtalinu
: “If the people of Iceland are being asked to pay for the failure of a private bank, they should also have a say in the final outcome.” Og:  “So I don’t think any deal that is not in harmony with the Icelandic people is viable.”  Forsetinn sagði að ef ætlast væri til að íslenskur almenningur borgi fyrir fall einkabanka, ætti almenningur líka að hafa orðið um loka-niðurstöðuna.  Í fréttinni segir að orð forsetans gefi í skyn að forsetinn væri viljugur að synja ICESAVE samkomulaginu, sem ríkisstjórnin segir að sé væntanlegt fljótlega.  



GLÆSI-EVRA JÓHÖNNU OG ÖSSURAR.


ÓSTABÍLA EVRÓPUVELDIÐ LIÐAST Í SUNDUR?
Cartoon by Andrzej Krauze, published in Internazionale (Rome)

 

FORSETI Evrópustórríkisins óttast að GLÆSI-EVRA Jóhönnu og Össurar muni gera út af við EVRU-svæðið og þar með Evrópuveldið.  Nei, hann segir ekki?  Rosa sterka EVRAN sem átti að bjarga öllu??  Og Samfylkingin heimtar að við gefum upp fullveldi og sjálfstæði lands okkar fyrir af því við getum ekki stjórnað okkur sjálf??? 

Við sjáum það æ skýrar og skýrar hvað heimsveldið EUROPEAN UNION er orðið fátæklega veikt.  Og þarf í örvæntingu á okkar auðuga landi að halda, enda ÆTLA að koma okkur undir þeirra miðstýringu og yfirstjórn með öllum ráðum.  Ætli óstabíla Evrópuveldið sé ekki að liðast í sundur eins og Sovétskrímslið forðum??     

----------------------------------------------------------------------------------

17 November 2010

The European Union faces a 'crisis of survival' over its deepening debt problems, its president has warned.

In an astonishing intervention, Herman Van Rompuy said the financial meltdown engulfing Ireland, Greece and other EU countries could spark the collapse of the entire European project.

Mr Rompuy said: 'We must all work together in order to survive with the eurozone, because if we do not survive with the eurozone, we will not survive with the European Union.'


http://www.thisismoney.co.uk/news/article.html?in_article_id=518355&in_page_id=2&expand=true


SKRÍMSLI Í SOVÉTSTÍL.

SKRÍMSLI SEM VERÐUR AÐ EYÐILEGGJA?

Fyrrum andófsmaður gömlu Sovétríkjanna (USSR) óttast að Evrópusambandið sé að verða að nýjum Sovétríkjum.  Hann hefur varað við algjöru einræði sambandsins og segir það vera skrímsli sem verði að eyðileggja:

Vladimir Bukovksy, the 63-year old former Soviet dissident, fears that the European Union is on its way to becoming another Soviet Union. In a speech he delivered in Brussels last week Mr Bukovsky called the EU a “monster” that must be destroyed, the sooner the better, before it develops into a fullfledged totalitarian state.

 
 

UNDIRLÖGÐ EVRÓPA Í NAZISTASTÍL?

Click to see an enlarged picture

Og í eftirfarandi skjölum stendur að ólýðræðisleg samsetning Evrópusambandsins eigi rætur sínar í eftirstríðs-Nazisma fyrirætlunum um undirlagða Evrópu:

EU FACTS

The roots of the “Brussels EU”

Newly discovered documents reveal that the undemocratic structure of the “Brussels EU” has its roots in the post WWII plans of the IG Farben/Nazi-coalition in a conquered Europe.

Following are a few of the most important documents, to be used by teachers, politicians and anyone who is interested in preventing the “Brussels EU” from establishing a dictatorship of corporate interests in Europe.

http://www.eu-facts.org/en/roots/index.html

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1179902/Revealed-The-secret-report-shows-Nazis-planned-Fourth-Reich–EU.html

 


HALDIÐ ÞIÐ Í ALVÖRU AÐ VIÐ LÁTUM KÚGA OKKUR??

Ég var orðlaus í gær yfir frétt í mbl.is og kannski voru aðrir það líka.  Í það minnsta náði enginn nema einn maður að blogga við fréttina, sem hófst með þessum orðum: Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar, samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Enn óvissa um vaxtakostnað vegna Icesave  Já, þarna stendur VAXTAKOSTNAÐ RÍKISSJÓÐS Í TENGSLUM VIÐ ICESAVE-SKULDBINDINGARNAR.  Nú vitum við vel að ICESAVE er ekki okkar skuldbinding, heldur skuldbinding gamla Landsbankans og TIF.  Við vitum líka vel að engin ríkisábyrgð er á skuldbindingu Landsbankans og TIF.  Hvaðan kemur þá þessi frétt í mbl.is?

Næst segir: - - samkvæmt Peningamálum Seðlabanka Íslands.  Já, þarna kemur það: SAMKVÆMT PENINGAMÁLUM SEÐLABANKA ÍSLANDS.  Már Guðmundsson, hvaða vextir og af hvaða skuldbindingum?  Næst vísar fréttin í orð Össurar Skarphéðinssonar frá í fyrradag um að samkomulag um ICESAVE muni liggja fyrir fyrir lok ársins: Samningaviðræðum íslenskra stjórnvalda við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um lausn Icesave-deilunnar lýkur væntanlega fyrir lok árs, segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra í samtali við Reuters.
Lausn Icesave fyrir lok árs 

Ja-há, núna í nóvember eða í desember ætla ríkisstjórnarflokkarnir að pína yfir okkur landsmenn
ólöglegri rukkun Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins.  Gegn lögum og þvert gegn okkar vilja.  Með hjálp Seðlabankans væntanlega.   Seðlabankastjóri ætti að útskýra málið fyrir okkur opinberlega.  Ekki þýðir neitt að spyrja Össur.  Núverandi stjórn hefur komið litlu gagnlegu í verk og hefur þó tekist að eyða gríðarlegum dýrmætum tíma í að koma yfir okkur þessari ólöglegu rukkun bresku og hollensku ríkisstjórnannaHalda þeir í alvöru að við látum bara kúga okkur??  Og sættum okkur bara við að vera ólöglega sköttuð fyrir ríkiskassa 2ja velda eins og hver önnur nýlenda?? 

E.S.: Gerum ekki þau mistök að fara niður á plan vinnumanna rukkaranna að vera að ræða um útreikninga af vöxtum af nauðung eins og hefur sést.  Eins og við vitum verður eitthvað af engu alltaf ekkert og neðar okkar manndómi að ræða það einu einasta orði.  0,1% af engu er jafn vitlaust og 190 þúsund%.
 
Axel Jóhann: Ein mynd kúgunar

Styrmir Gunnarsson: Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband